Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 8
21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Hrafn Gunnlaugsson ósáttur við sláttustefnu borgarinnar: Leifar af minnimáttarkennd UMHVERFI „Það er fallegt að sjá þessi yndislegu ungmenni við vinnu úti í náttúrunni en maður vildi frekar sjá þau tína upp rusl heldur en að tæta upp þessar alís- lensku jurtir sem vaxa þarna ótil- neyddar innan borgarmarkanna,“ segir Hrafn Gunnlaugsson, leik- stjóri og íbúi í Laugarnesi, en þar var slegið í góða veðrinu í fyrra- dag. „Sérstaklega hefði maður viljað að bæjarhóllinn gamli hefði verið látinn ósnertur.“ Hrafn segist finna að almenn- ingur hafi gaman af því að labba þar um og skoða umhverfið, en jurtirnar sem þar vaxa segir hann hvergi ræktaðar í skrúðgörðum bæjarins. „Jónas Hallgrímsson orti um fífla og sóleyjar, en þær jurtir eru nú upprættar sem hvert annað illgresi. Á sama tíma er verið að rækta jurtir í skrúðgörðum borgar- innar sem alls ekki vilja vaxa í ís- lensku umhverfi,“ segir Hrafn. „Ég held að þetta séu leifar af minni- máttarkennd frá þeim tíma þegar við vorum dönsk nýlenda.“ - grs Kristinn H. Gunnarsson segir KEA reyna að kaupa stjórnsýsluákvarðanir: A›dróttanir af grófasta tagi LUCKNOW, AP Í það minnsta 239 manns hafa drukknað í flóðum á Indlandi síðustu dægrin. Rign- ingartíminn stendur nú sem hæst í landinu. Í gær fórust tíu manns í Uttar Pradesh-héraðinu þegar hús þeirra hrundi vegna flóðanna. Öðrum átta skolaði á brott í vatnsflaumnum. Indversk stjórnvöld telja að Nepalar hafi aukið enn á vatns- elginn með því að opna gáttir stífla til að grynnka í fleyti- fullum uppistöðulónum. Ástandið er verst í Gujarat- héraði, þar hefur 131 dáið, 55 eru látnir í Uttar Pradesh og 23 í Madhya Pradesh. Húsaleigubætur: Samdráttur í grei›slum HÚSALEIGUBÆTUR Greiðslur húsa- leigubóta lækka verulega á þessu ári miðað við fyrri ár að því er fram kemur í fréttabréfi jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga um húsa- leigubætur. Greiðslur lækkuðu um 5,14 prósent frá fjórða árs- fjórðungi 2004 til fyrsta ársfjórð- ungs 2005 samanborið við 2,47 prósent árið áður. Sveitarfélögin ofáætluðu greiðslur sínar til húsaleigubóta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verulega. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 426,5 milljónum króna yrði varið í húsaleigubætur meðan greiddar bætur námu ein- ungis 381,7 milljónum. - ht UMMÆLI Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, segir Kristin H. Gunnarsson þingmann á villi- götum varðandi áform KEA um fjölgun starfa á Akureyri og efl- ingu byggðar á Norðurlandi en Kristinn ýjar að því í pistli á heimasíðu sinni að KEA ætli að kaupa stjórnsýsluákvarðanir tveggja ráðherra. „Sýnu verra er þó að Kristinn allt að því sakar okkur um að bera fé á ráðamenn. Það er aðdróttun af svo grófu tagi að stjórn KEA tekur ekki þátt í slíkri umræðu,” segir Benedikt. Stjórn KEA hefur lýst yfir vilja til að liðka til fyrir flutningi opinberra verkefna til Akureyr- ar með því að taka þátt í kostnaði við flutning. Jafnframt hefur stjórnin beitt sér fyrir bættum samgöngum í þágu Norðlendinga og finnur Kristinn báðum áformum KEA flest til foráttu. „Við höfum sem betur fer mætt velvilja og góðu viðmóti stjórn- valda en það er sorglegt þegar menn sem segjast áhugasamir um byggðamál eru ekki tilbúnir að taka á móti okkar útspili og vinna með okkur,” segir Bene- dikt. -kk BÆJARHÓLLINN Í LAUGARNESI SLEGINN Hrafn segir að á honum vaxi meðal annars hvönn, draumsóley, mjaðjurt, kerfill, fífill, villtur rabarbari og njóli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Monsún-rigningarnar á Indlandi: Hundru› hafa be›i› bana BRAHMAPUTRA Brahmaputra-fljótið er yfirfullt þessa dagana. Þeir sem búa í námunda við það hafa nýtt tækifærið og þvegið föt sín og klæði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K BENEDIKT SIGURÐARSON „Það er hárrétt hjá Kristni að KEA á ekki að vera í pólitík enda er það ekki svo. Við höfum hins vegar markað félaginu þá stefnu að vera verkfæri í byggðapólitík,” segir stjórnarformaður KEA. LANDAKOTSSKÓLI „Umbjóðendur mínir segjast hafa fengið loforð um það á fundi 13. júní síðastlið- inn að leitað yrði allra leiða til að finna skólastjóra sem allir gætu sætt sig við,“ segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hóps ósátt- ra kennara í Landakotsskóla. „Síðan frétta þeir það í fjölmiðl- um að Fríða Regína Höskulds- dóttir hafi verið ráðin. Ekkert samráð var haft við kennarana um ráðninguna. Ég hefði búist við meira samráði við þá í ljósi deilnanna,“ segir Einar. „Stjórn skólans ber að ráða skólastjóra og það liggur fyrir að kennararnir töldu engan um- sækjanda hlutlausan. Ég tel að við höfum ráðið hæfasta um- sækjandann,“ segir Björg Thorarensen, formaður stjórnar skólans, um ráðninguna. Hún segist líta á Fríðu sem hlutlausan skólastjóra sem ekki hafi haft neina aðkomu að deilunum innan skólans eða starfsemi skólans að öðru leyti. - grs Skólastjóraráðning við Landakotsskóla: Ekkert samrá› haft vi› kennara EINAR HUGI BJARNASON Lögfræðingur hóps ósáttra kennara í Landakotsskóla.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.