Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 8
8 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Líklegast er að gert verði við skútuna Svölu: Tjóni› skiptir milljónum króna Alltaf á mi›vikudögum! Gleymdu ekki að kaupa þér miða í Víkingalottóinu. Það er aldrei að vita nema vinningur falli þér í skaut. Skelltu þér á miða á næsta sölustað, á lotto.is eða fáðu þér mi›a í áskrift svo þú missir ekki af neinu! fia› er alltaf einhver a› vinna milljónir Er rö›in komin a› flér? E N N E M M / S IA / N M 17 5 6 1 Vertu me› fyrir kl.16. 80350 501. vinningur 400milljónir Bónus-vinningur 14 milljónir BJÖRGUN Tryggingafélagið Sjóvá- almennar vinnur nú að því að meta tjón skútunar Svölu sem skemmdist eftir að hún rak mannlaus og fór svo hálf í kaf þegar hún var dregin til hafnar í Þorlákshöfn í síðustu viku eftir ævintýralega ferð frá Færeyj- um. Að sögn Halldórs Teitssonar, deildarstjóra sjódeildar Sjóvár- Almennra, er líklegt að siglinga- tæki séu mikið skemmd en menn binda vonir við að vél skútunar sé í lagi. Því má gera ráð fyrir að tjón og björgunarkostnaður nemi nokkrum milljónum króna. Hann segir að sennilegast verði gert við skútuna en þó geti til þess komið að hún yrði seld ef viðgerðar- og björgunarkostnað- ur verður yfir þeirri fjárhæð sem vátryggingin nemur. Ekki er vitað hversu mikið áhöfnin á Ársæli fær greitt fyrir björgunina en þeir komu að skút- unni á reki og drógu hana til hafnar í Þorlákshöfn. Sjópróf eru talin óþörf en rannsóknarnefnd sjóslysa gerir hins vegar sjálfstæða rannsókn á þessu máli að sögn Hilmars Snorrasonar, sem á sæti í nefnd- inni. - jse FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G AR Ð AR J Ó H AN N SS O N SVALA Örlög Svölu eru enn óráðin en von- ast er til þess að vél hennar sé í lagi þótt siglingatæki séu flest ónýt. Björgunarkostn- aður tekur einnig sinn toll þótt hann liggi ekki fyrir. SVEITARFÉLÖG Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkom- andi. Sveitarfélög á landinu eru nú 101, en að teknu tilliti til þess að tólf sveitarfélög til viðbótar hafa samþykkt sameiningu verða þau 92 í kjölfar sveitarstjórnar- kosningannna næsta vor. Víðtækust er tillagan um sam- einingu allra sveitarfélaga á Eyja- fjarðarsvæðinu frá Siglufirði til Grenivíkur. Alls er ráðgert að sameina þar níu sveitarfélög í eitt með liðlega 23 þúsund íbúa. Þá er einnig um víðtæka sameiningu að ræða á Austfjörðum en allir firð- irnir frá Mjóafirði í norðri að Breiðdalsvík í suðri verða eitt sveitarfélag verði sameiningartil- laga samþykkt. Á fjórtánda þús- und íbúar verða í sama sveitarfé- laginu verði samþykkt tillaga um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs. Nærri 10.800 íbúar verða í einu sveitarfélagi í Ölfusi og Flóa verði samþykkt tillaga um sameiningu Selfoss, Hveragerð- is, Þorlákshafnar og nágranna- byggða. Tillaga er gerð um að sameina Akrahrepp sveitarfélaginu Skaga- firði, en hreppurinn er sá eini sem stendur utan sameinaðs héraðs- ins. Liðlega 200 manns búa í Akra- hreppi. Sameining sveitarfélaga hefur oft farið út um þúfur vegna and- stöðu í fámennustu sveitarfélög- unum. Skemmst er að minnast sameiningar alls Fljótsdalshéraðs utan Fljótsdalshrepps og and- stöðu í Skorradalshreppi við sam- einingaráform. Fámennustu hrepparnir í sameiningartillögun- um nú eru Mjóifjörður með 38 íbúa, Helgafellssveit með 47, Broddaneshreppur með 53 og Ár- neshreppur með 57 íbúa. Þeir sem geta ekki kosið um sameiningu sveitarfélaga heima í héraði 8. október næstkomandi geta greitt atkvæði utan kjörfund- ar hjá sýslumannsembættum frá og með laugardeginum 13. ágúst. Einnig er unnt að greiða atkvæði í íslenskum sendiráðum eða öðrum stöðum erlendis samkvæmt nán- ari ákvörðun. johannh@frettabladid.is Sveitarfélögum gæti fækka› um helming Sveitarfélögum fækkar um 46 í landinu ver›i sextán sameiningartillögur sam- flykktar í atkvæ›agrei›slum 8. október. 23 flúsund íbúa sveitarfélag kann a› ver›a til í Eyjafir›i. Atkvæ›agrei›sla utan kjörfundar hefst á laugardag. STYKKISHÓLMUR Íbúar Helgafellssveitar í nágrenni Stykkishólms voru 47 í desember síð- astliðnum. Þeir verða hluti af um fjögur þúsund manna sveitarfélagi á Snæfellsnesi öllu ef sameining gengur eftir. FÆREYJAR Jóannes Eidesgaard, lög- maður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkis- ráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. Eidesgaard fagnaði tíðindun- um í samtali við Útvarp Færeyjar og sagði leiðina sem til umræðu væri fela í sér full réttindi og skyldur Færeyinga. Rasmussen sagði þetta þýða að Færeyingar fengju atkvæðisrétt í Norður- landaráði en bætti við að forsenda fyrir því væri samþykki þeirra ríki sem aðild eiga að Norður- landaráði. Gangi þetta eftir gætu Færeyj- ar, Grænland og Álandseyjar fengið aðild að Norðurlandaráði. Mikil umræða fór fram á síðasta þingi Norðurlandaráðs um beiðni Færeyja um að fá fulla aðild. Høgni Hoydal, formaður Þjóð- veldisflokksins, sagði í viðtali við Útvarp Færeyjar að ekkert nýtt væri í samþykkt fundarins, í raun væri ekki rætt um fulla aðild Fær- eyja heldur sjálfstæða aðild sem uppfylli ekki öll markmið Færey- inga. - bþg Eidesgaard og Rasmussen taka höndum saman: Færeyingar fái atkvæ›is- rétt í Nor›urlandará›i Í FÆREYJUM Færeyingar vilja fulla aðild að Norðurlandaráði og segist danski forsætisráð- herrann reiðubúinn til þess að vinna að því í formennskutíð Dana í ráðinu. Breskar konur: fiær skosku eru grennstar BRETLAND Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska dag- blaðið The Independent segir frá virðast sýna að holdafar þar- lendra kvenna ráðist öðru frem- ur af póstnúmerinu. Áberandi munur er á vaxtarlagi skoskra, velskra og enskra kvenna. Skoskar konur eru þær grennstu í Bretlandi og er talið að það stafi af mikilli ávaxta- neyslu. Lundúnasprundin hafa stærstu brjóstin, þær nota yfir- leitt brjóstahaldara af stærðinni 34C á meðan meðalbrjóstastærð annarra breskra kvenna er 34B. Þær velsku eru yfirleitt peru- lagaðri en aðrar konur Bret- lands. ■ SUÐUR-AMERÍKA DRÆM KJÖRSÓKN Í VENESÚELA Innan við þriðjungur kjörgengra Venesúelamanna mætti á kjör- stað í sveitarstjórnarkosningum í landinu um helgina. Talning at- kvæða hefur gengið hægt og til- kynnt um úrslit á fáum stöðum. Þó lá sigur stuðningsmanna Hugo Chavez forseta fyrir á tveimur stöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.