Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Á síðasta ári var mest selt af kindakjöti hér á landi, um 36 pró- sent af heildarsölu kjöts. Þar á eftir var svínakjöt með 23 pró- sent. Alifuglakjöt kemur næst á hæla svínakjötsins í sölu með um 22 prósent af heildar- kjötsölu. Fyrir um tíu árum var kindakjöt um helmingur af seldu kjöti og hafði þá farið minnkandi hlutfalls- lega. Skýra má minni sölu lambakjöts með stóraukinni sölu svína- kjöts og alifuglakjöts. Sala þessara kjötteg- unda hefur aukist mest undanfarin ár. - dh 800 sæti daglega Næsta sumar verða hátt í átta hundruð sæti í boði til London daglega ef Icelandair og Iceland Express halda óbreyttri áætlun. Í sumar voru hátt í 700 sæti í boði til London daglega en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London og Iceland Express tólf sinnum í viku. British Airwaves mun fljúga til Keflavíkur frá London fimm sinnum í viku næsta sumar. Tals- menn beggja samkeppnisaðil- ana, Iceland Express og Icelandair segjast fagna sam- keppninni þannig að gera má ráð fyrir að hvorugt fyrirtækið ætli sér að draga saman seglin á þessari leið. - dh Jón Skaftason skrifar Kvótastaða í sjávarútvegi virð- ist almennt góð nú þegar tæpar þrjár vikur eru eftir af fisk- veiðiárinu og hefur gengið vel að veiða helstu fisktegundir. Fyrirtæki kvarta þó undan því að hækkanir á olíuverði og hátt gengi krónunnar geri þeim erfitt fyrir. Fiskveiðiárinu lýkur 31. ágúst næstkomandi og hefst hið næsta daginn eftir. Frestur til að flytja aflaheimildir milli fiskveiðiára rennur út 15. september og er búist við að svipað verði um flutninga og undanfarin ár. Tæplega 93 prósent þorsk- kvóta hafa verið nýtt, 96 prósent af ýsu og rúm 99 prósent síldar- kvótans, samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Veiði á karfa og loðnu hefur þó verið öllu rólegri, en um 80 prósentum loðnuafla hefur verið landað og um 85 pró- sentum karfa. Rúnar Þór Stefánsson, út- gerðarstjóri HB Granda, segir menn ekki í neinum vandræðum með að nýta aflaheimildir sínar: „Kvótastaðan er almennt góð og menn hafa náð að veiða sínar aflaheimildir vandræðalaust og á áætlun“. Hann segir þó ytri aðstæður ekki góðar fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi: „Hátt olíuverð og óhagstætt gengi eru náttúrlega að trufla alla í sjávarútvegi en að öðru leyti erum við bara á pari“. Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vest- mannaeyja, segir sjávarútveg- inn glíma við sama vanda og aðrar útflutningsgreinar: „Afkoman hefur verið ágæt en verðhækkanir á olíu og hátt gengi krónunnar koma illa við sjávarútveginn rétt eins og aðrar útflutningsgreinar. Við erum annars að klára okkar afla- heimildir en eigum þó töluvert eftir af loðnu auk þess sem karfaveiðin hefur verið heldur róleg.“ Kvótastaða almennt góð Vel hefur gengið að veiða helstu fisktegundir. Hátt gengi krón- unnar og verðhækkanir á olíu koma illa við sjávarútveginn. Samskip hafa keypt Ísstöðina og þúsund tonna frystigeymslu af Óskari Óskarssyni. Kaupverð fékkst ekki gefið upp. Ísstöðin hefur aðsetur á Dal- vík og framleiðir og selur ís, auk þess að leigja út geymslupláss í frystigeymslunni á Dalvík og annast löndunarþjónustu fyrir skip og báta í Dalvíkurhöfn. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir fyrirtækið vera að taka yfir rekstur sem það þekki vel enda hafi náið samstarf verið með Samskipum og Ísstöð- inni gegnum árin: „Það sem við náum fram með kaupunum er fyrst og fremst betri nýting á tækjum og mannskap.“ - jsk ■ Kindakjöt ■ Svínakjöt ■ Alifuglakjöt ■ Nautgripakjöt ■ Hrossakjöt 36% 23% 22% 15% 4% S K I P T I N G K J Ö T S Ö L U E F T I R T E G U N D U MLambakjöt vinsælast Sala Símans getur aukið þenslu Söluverð Símans, 66,7 milljarðar króna, var greitt með krónum, evrum og dollurum. Í Morgun- kornum greiningardeildar Ís- landsbanka segir að það hafi sýnt sig að í kjölfar einkavæðingar hafi hinar einkavæddu eignir til- hneigingu til að verða verðmæt- ari. Kaupendur fái hlut í þessum ábata og séu þannig betur settir en áður. Bendir greiningardeild Íslandsbanka á einkavæðingu bankanna sem gott dæmi um þetta. Hluti af þessum ábata leiti út í neyslu og aukna innlenda eftirspurn. Einkavæðing Símans sé þannig til þess fallin að auka við þenslu þó svo að eðli málsins samkvæmt sé hún einfaldlega færsla á eignum á milli aðila. - dh GLAÐIR KAUPENDUR Við undirritun kaupsamnings Símans. Samskip kaupa Ísstöðina ÁSBJÖRN GÍSLASON, FORSTJÓRI SAMSKIPA Samskip hafa fest kaup á Ís- stöðinni á Dalvík. Ásbjörn segir að með kaupunum náist fram betri nýting á tækjum og mannskap. Virði kínverskrar leitar- vélar margfaldast Bandarískir fjárfestar hafa tekið Baidu.com, nýjasta fyrir- tækinu á Nasdaq, opnum örmum og fjórfaldaðist gengi fyrirtæk- isins á fyrsta degi. Fyrirtæki hefur ekki hækkað jafn mikið síðan í netbólunni árið 1999. Skráningargengi Baidu.com var 27 Bandaríkjadalir á hlut og hæst fór gengið í rúma 151 Bandaríkjadal á hlut. Gengi félagsins lækkaði nokkuð fyrir lokun og endaði í 122 Banda- ríkjadölum á hlut. Gengi félags- ins var komið í 115 Bandaríkja- dali á hlut síðasta mánudag. Baidu.com er kínversk leitar- vél sem var stofnuð fyrir fimm árum í Peking og nýtur hún gríð- arlegra vinsæla í Kína. V/H-hlutfall fyrirtækisins hefur rokið upp með þessari gífurlegu verðhækkun og er rúmlega tvö þúsund. - dh MÖRG SÆTI Á MILLI BORGA Sæta- framboð til London eykst hratt. Þorskur 174.088 92,9% Ýsa 79.081 95,7% Ufsi 60.915 87,4% Karfi 65.244 85,3% Steinbítur 21.972 91,2% Síld 115.164 99,2% Kolmunni 590.000 42,6% Loðna 803.256 79,6% *Tölur eru í lestum **Heimild: www.fiskistofa.is A F L A S T Ö Ð U R H E L S T U F I S K T E G U N D A Á SJÓNUM Vel hefur gengið að veiða helstu fisktegundir á yfirstandandi fiskveiðiári. Sjávarútvegsfyrirtæki eru í þann mund að klára afla- heimildir sínar. M ar ka ðu rin n/ Vi lh el m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.