Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 56
FÓTBOLTI Spænska liðið Villareal gerði góða ferð til Liverpool í gær er liðið vann Everton á Goodison Park með tveimur mörkum gegn einu. Ljóst er að vonbrigðin yfir úrslitum leiksins eru mikil hjá leikmönnum og áhangendum Ev- erton en liðið lék í meistaradeild- inni í fyrsta sinn. Everton byrjaði leikinn vel og var vel stutt af áhorfendum sem fylltu áhorfendastúkurnar. Þögn sló á heimamenn á 27. mínútu er Luciano Figueroa skoraði fyrsta mark leiksins af miklu harðfylgi eftir sendingu Marcos Senna. Figueroa, sem áður lék með Birmingham, var í þröngu færi en náði föstu skoti að marki sem fór fram hjá Nigel Martyn í marki Everton. Heimamönnum tókst að jafna á 43. mínútu er James Beattie skoraði eftir góðan undir- búning Phil Neville sem lék sinn fyrsta leik fyrir Everton eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar er Josico skoraði annað mark Villareal eftir fyrirgjöf Juan-Pablo Sorin. Leikmenn Everton gerðust að- gangsharðir við mark andstæð- ingsins í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki. Þá fékk Diego Forlan ágætt tækifæri til að skora þriðja mark Spánverjanna en skalli hans var varinn á síðustu stundu. Manchester United átti fremur náðugan dag er liðið vann 3–0 sig- ur á ungverska liðinu Debrecen. Wayne Rooney skoraði gott mark strax á 7. mínútu og leikmenn United höfðu algera yfirburði í leiknum. Þá var dæmt að því sem virtist fullkomlega löglegt mark af ungverska liðinu og í stað þess að leikar stóðu jafnir tókst Ruud van Nistelrooy að bæta við öðru marki þeirra ensku nokkrum mín- útum síðar. Það var svo Rooney sem skóp þriðja mark United en markið skoraði Cristiano Ronaldo. Synir Malcolm Glazer, nýs eig- anda Manchester United, fylgdust með leiknum frá áhorfendapöll- unum en það vakti athygli að ekki var uppselt á leikinn í gær. Um 700 stuðningsmenn liðsins mót- mæltu hins vegar nýjum eigend- um liðsins fyrir utan Old Trafford og er greinilegt á aðsókninni í gær að margir eru ekki sáttir við þá stefnu sem félagið hefur tekið undir nýrri stjórn. Vålerenga, lið Árna Gauts Ara- sonar, vann 1–0 sigur á Club Brug- ge frá Belgíu á heimavelli sínum og eiga ágæta möguleika á að komast áfram í riðlakeppni meist- aradeildarinnar en liðin eigast við á ný í næstu viku, þá á heimavelli síðarnefnda liðsins. eirikurst@frettabladid.is 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við hrósum ... ... Valsstúlkum sem gerðu sér lítið fyrir og lögðu norsku meistarana í Evrópukeppni félagsliða í Finnlandi í gær. Sigurinn var stór 4–1 og ber þess merki að gæði íslenskrar kvennaknatt- spyrnu er alltaf að aukast. Norska deildin hefur verið talin ein sú besta í heiminum. Tap fyrir Svíum Íslenska landsliðið í körfubolta kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði í gær fyrir Svíum í B-deild Evrópumeistaramótsins sem fer fram í Bosníu. Helena Sverrisdóttir var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins með fimmtán stig og fimm fráköst. Næsti leikur Íslands er í dag gegn Lettum. sport@frettabladid.is 22 > Við veltum því fyrir okkur ... .... hvort Framarar þori að nota Bo Henriksen aftur þegar liðin mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar. Sjálfir segjast Framarar vera með hreina samvisku en Valsmenn vilja meina að Bo megi ekki spila þegar þessi lið mætast. firi›ja umfer› forkeppni meistaradeildar Evrópu hófst í gær. Everton laut í lægri hlut á Goodison Park á me›an a› Manchester United fagna›i sigri á sín- um heimavelli. Vålerenga vann gó›an sigur á Club Brugge. Vonbrigði er Everton tapaði LEIKIR GÆRDAGSINS Evrópukeppni félagsliða: VALUR–RÖA 4–1 Margét Lára Viðarsdóttir 2, Dóra María Lárusdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir. Landsbankadeild kvenna: KR–BREIÐABLIK 0–0 STJARNAN–FH 1–2 Harpa Þorsteinsdóttir – Kristín Sigurðar- dóttir, Sif Atladóttir. STAÐAN: BREIÐABLIK11 10 1 0 37–7 31 VALUR 11 9 0 2 50–12 27 KR 11 7 1 3 37–14 22 ÍBV 11 6 0 4 31–20 18 KEFLAVÍK 10 4 0 6 23–28 12 STJARNAN 11 3 0 8 12–30 9 FH 11 3 0 8 8–37 9 ÍA 11 0 0 11 7–54 0 Meistaradeild Evrópu: ANORTHOSIS–RANGERS 1–2 0–1 Novo (65.), 0–2 Ricksen (70.), 1–2 Frusos (73.). WISLA KRAKOW–PANATHINAIKOS 3–1 0–1 Olisadebe (4.), 1–1 Brozek (12.), 2–1 Uche (52.), 3–1 Frankowski (70.). VÅLERENGA–CLUB BRUGGE 1–0 1–0 Steffen Iversen (57.). Árni Gautur Arason lék allan tímann í marki Vålerenga. EVERTON–VILLAREAL 1–2 0–1 Figueroa (27.), 1–1 Beattie (42.), 1–2 Josico (45.). MANCHESTER UNITED–DEBRECEN 3–0 1–0 Rooney (7.), 2–0 Van Nistelrooy (49.), 3–0 Ronaldo (63.). REAL BETIS–MONACO 1–0 1–0 Edu (90.). Enska 1. deildin: BRIGTHON–READING 0–2 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu. BURNLEY–SHEFFIELD UNITED 1–2 CARDIFF–LEEDS 2–1 Gylfi Einarsson sat allan tímann á varamanna- bekk Leeds. LEICESTER–STOKE 4–2 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan tímann fyrir Leicester en Þórður Guðjónsson kom ekki við sögu hjá Stoke. LUTON–SOUTHAMPTON 3–2 MILWALL–COVENTRY 0–0 NORWICH–CREWE 1–1 PLYMOUTH–WATFORD 3–3 Bjarni Guðjónsson sat á bekknum hjá Plymouth. QPR–IPSWICH 2–1 SHEFFIELD WEDNESDAY–HULL 1–1 WOLVES–CRYSTAL PALACE 2–1 Enska 3. deildin: NOTTS COUNTY–WREXHAM 1–0 Guðjón Þórðarson stýrði sínum mönnum í Notts County til sigurs í fyrsta sinn. Liðið hafði gert markalaust jafntefli í fyrstu umferð mótsins. Intertoto-keppnin: CFR CLUJ–LENS 1–1 HAMBURGER SV–VALENCIA 1–0 DEPORTIVO–MARSEILLE 2–0 Frábær byrjun Valsstúlkna í Evrópukeppni félagsliða: FÓTBOLTI Valsstúlkur hófu í gær keppni í sínum riðli í Evrópu- keppni félagsliða en þær keppa í Finnlandi ásamt þremur öðrum liðum. Í gær mættu þær norsku meisturunum í Röa og gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur, 4–1. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að norska deildin þyk- ir ein sú sterkasta í heiminum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsstúlkum yfir á 22. mín- útu leiksins beint úr aukaspyrnu og Dóra María Lárusdóttir bætti öðru við eftir góðan undirbúning Laufeyjar Jóhannesdóttur. Stað- an í hálfleik var því 2–0 og sótti norska liðið talsvert í upphafi síðari hálfleiks. Valsvörnin hélt vel og náði Margrét Lára að bæta við þriðja marki Vals á 53. mín- útu en hún fékk boltann eftir út- spark Guðbjargar í marki Vals og skoraði af miklu harðfylgi. Þar með var sigurinn nokkuð tryggður en leikmenn Röa náðu að svara fyrir sig um stundar- fjórðungi fyrir leikslok áður en varamaðurinn Guðný Björk Óð- insdóttir skoraði á lokamínútu leiksins. Liðið mætir næst finnsku meisturunum í FC United en það lið sem sigrar riðilinn kemst í næstu riðlakeppni sem fer fram í byrjun september. - esá firiggja marka sigur gegn norsku meisturunum Danski framherjinn Bo Hendriksen hjá Fram reyndist fyrrum félögum sínum í Val ljár í þúfu í fyrrakvöld, þegar hann skoraði bæði mörk Framara í 2-1 sigri á Völsurum í Lands- bankadeildinni. Eftir leikinn sök- uðu Valsmenn Framara um að hafa brotið heiðursmannasam- komulag með því að tefla Hen- riksen fram í leiknum. Vals- menn höfðu að eigin sögn samþykkt að láta hann fara til Fram, gegn því að hann spilaði ekki leiki gegn gömlu fé- lögum sínum, en það samkomulag hafi Framarar brotið í fyrrakvöld. Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Fram, segir að félagaskipti Danans hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Valsmenn buðu okkur leikmanninn og höfðu ekki not fyrir hann. Við höfum ekki skrif- að undir eða samþykkt neitt svo hljóðandi að Henriksen mætti ekki spila gegn Val, enda hefðum við aldrei samið við hann á þeim forsendum,“ sagði Brynj- ar, sem segir Valsmenn einfaldlega að ljúga. Börkur Edvardsson, for- maður knattspyrnudeildar Vals, er á allt öðru máli. „For- senda þess að Fram fengi Henriksen á sínum tíma var að hann léki ekki á móti okkur á árinu, það samkomulag hafa Framarar brotið. Við fórum þess margoft á leit við þá að þeir stæðu við gefin loforð um að láta hann ekki spila á móti okkur og því erum við afar vonsviknir,“ sagði Börkur og lýsti framkomu Framara sem barna- skap. Fram og Valur leika einmitt til úrslita í bikarkeppninni í haust og því verður afar forvitnilegt að fylgjast með leiknum í ljósi deilna félagana tveggja nú, þar sem liggur í augum uppi að einhver segir ósatt. Þegar út á völlinn er komið eru það hins vegar verkin sem tala og fá bæði liðin kjörið tækifæri til þess í úrslitaleiknum í haust. Góða skemmtun. FRAM OG VALUR: HATRÖMM DEILA UM DANSKA LEIKMANNINN BO HENRIKSEN Hver er a› ljúga a› hverjum? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Miðvikudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.00 ÍBV tekur á móti Keflavík í Landsbankadeild kvenna.  19.15 FH mætir Grindavík á Kaplakrikavelli í Landsbankadeild ka. ■ ■ SJÓNVARP  15.00 HM í frjálsum á Rúv.  16.25 Olíssport á Sýn. (e)  16.55 Meistaradeildin á Sýn. Ev- erton – Villareal. (e)  18.35 Meistaradeildin á Sýn. CSKA Sofia – Liverpool.  21.30 Mótorsport á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Meistaradeildin á Sýn. CSKA Sofia – Liverpool. (e) ÞRIÐJA MARKINU FAGNAÐ Portúgalinn Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu gegn ungverska liðinu Debrecen í gær. Manchester United vann 3–0 sigur í leiknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.