Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 52
10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR18 Ferðamálalög, skattalög og umferðalög eru þverbrotin af nokkrum erlendum ferðaskrif- stofum sem stunda innflutning á erlendum ferðamönnum til Íslands. Íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu er uppálagt að hafa öll tilskilin leyfi fyrir starf- seminni ásamt því að greiða skatta og gjöld til samfélagsins. Enn fremur er fylgst vel með því að íslenskir ökumenn hafi ökuleyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni. Jafnræði innlendra og erlendra ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda virðist misskipt hvað þetta varðar. Fyrst er að nefna að erlendir ferðaskipu- leggjendur og ferðaskrifstofur þurfa ekki að sýna fram á rekstrarleyfi og tryggingar hér á landi, ólíkt því sem krafist er af innlendum aðilum sem stunda sömu atvinnustarfsemi. Í öðru lagi er að nefna erlenda fararstjóra og bílstjóra sem starfa hér á landi jafnvel alla sumarmánuðina án þess að greiða tekjuskatt af launum sínum. Í þriðja lagi er að nefna erlenda farar- stjóra sem aka bílaleigubílum, vissulega fyrir gjald, án tilskilinna ökuréttinda. Væntanlega eru flestar erlendar ferða- skrifstofur, sem flytja inn ferðamenn hingað til lands, með leyfi í sínu heimalandi. Hins vegar er sjaldgæft að starfsmenn erlendra ferðaskrifstofa með starfsemi á Íslandi greiði tekjuskatt hér á landi. Enn fremur eru dæmi þess að erlendir fararstjórar aki bílum af ýmsum stærðum með viðskiptavini er- lendra ferðaskrifstofa án þess að hafa öku- leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni. Aðgerðarleysi lögreglu í málum af því tagi sem hér eru nefnd stafar af því að mér virð- ist vegna þess að önnur lög gilda um útlend- inga og vegna þess hve erfitt er að sanna sekt þeirra. Meðan ekkert er að gert halda erlendar ferðaskrifstofur áfram að flytja inn erlenda ferðamenn í von um gróða. Fur›ulegasta kosningabaráttan Ein furðulegasta kosningabarátta Íslandssögunna stendur nú yfir. Hér er um að ræða borgarstjórn- arkosningabaráttuna sem nú er þegar hafin í Reykjavík. Á meðan valdhafarnir R-listinn hafa setið með hendur í rassvösum, hefur stjórnarandstaðan haft forystuna í kosningabaráttunni. Þetta verður að teljast furðulegt, þar eð R-listinn fer með völdin í borg- inni og ætti að hafa töluvert for- skot á sjálfstæðismenn, áróðurs- lega séð. En meðan R-listinn situr á endalausum fundum um hvort hann ætli að bjóða fram yfirleitt og þá hvernig gæðingarnir hans skulu skipast í valdasætin, æðir Sjálfstæðisflokkurinn upp völl- inn, og stelur allri fjölmiðla- athygli. Vilhjálmur Þ. og sömuleiðis Júlíus Vífill hafa tilkynnt fram- boð í oddvitasæti D-listans. Enn kumrar í Gísla Marteini en skoð- anakannanir eru honum mjög hagstæðar og menn fylgjast því spenntir með hreyfingum hans. Það liggur spenna í loftinu á milli þessara manna og sú spenna er vel seljanleg í fjölmiðlum og póli- tík. Sjálfstæðisflokkurinn er bú- inn að ná afgerandi forystu um at- hygli borgarbúa. Það ríkir engin spenna í R-listanum. Bara leið- indi, hugmyndadeyfð og uppgjöf. R-listinn er afar einsleitur hópur, þreyttur á flestu og gerir hverja vitleysuna á fætur annarri í að- draganda kosninganna. Allir þeir sem unnið hafa í pólitík vita að á fyrra valdaskeiði flokka eru óvin- sælustu verkin framkvæmd. Þegar nær dregur kosningum er konfektinu stráð yfir kjósendur. R-listinn hefur snúið þessu við. Núna, á síðara valdaskeiði sínu og í fyrstu byrjun kosningarbaráttu, framkvæmir R-listinn nokkra óvinsæla hluti í röð. Hann ákveð- ur að rífa hús á Laugaveginum með menningarleg gildi. R-listinn opnar umdeilda nýja Hringbraut með bensín- og olíustöð, við hlið sjúklinga Landspítalans. R-listinn kemur á nýju leiðakerfi Strætó sem fæstir botna upp né niður í, og í mikilli andstöðu borgarbúa, með endastöðum þar sem vagn- stjórum er boðið uppi á skýli í formi kaldra óupphitaðra gáma og útikamra. Vatns- og rafmagns- leysi ríkir í gámunum. Flott aug- lýsingabrella eða hvað? Skipu- lagsmálin færast í meira öng- þveiti með hverjum deginum sem líður. Á sama tíma og landstjórnin lækkar skatta eykur R-listinn álögur á borgarbúa. Fjármál borgarinnar eru komin í rjúkandi rúst. Og fara versnandi sem sígur að kosningum. Stjórnarandstöð- unni eru beinlínis færð vopnin upp í hendur. Ef flokkunum tekst að halda R-listanum saman, er þó víst að hann beri sigur úr býtum engu síður þótt hann eigi það tæpast skilið. Ósigur blasir hins vegar við ef R-listinn klofnar. Af fréttum að dæma virðist R-listinn keppa meira að klofningi en sam- heldni. Með áframhaldandi kosn- ingabaráttu R-listans geta sjálf- stæðismenn alveg sleppt sinni. Það stefnir í pólitískt sjálfsmorð R-listans. Kannski er það gott mál. Í nafni lýðræðis og valdajafnvægis er kominn tími á stjórnarskipti í borginni. Fer›afljónusta á gráu svæ›i Auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins, Þor- steinn Þorsteinsson, skrifaði hugrenningar sínar um auglýsingamarkaðinn á Íslandi í Morgunblaðið á laugardaginn. Það er ekki mikið hægt að gefa út á þessar vangaveltur mannsins. Hann tíundar eigin áhyggjur, vitnar síðan til uggs annarra og notar það til að magna enn eigin ótta. Síðan vitnar hann til þess sem hann telur að hafi einhverju sinni kunnað að hafa gerst og það sem ein- hver taldi að gæti hugsanlega gerst. Þegar fer að líða lokum greinarinnar er Þorsteinn orðinn frávita af hræðslu og kallar á ein- hverjar aðgerðir til að sefa eigin ótta – og dettur helst í hug lagasetning. Það er augljóst af lestri greinarinnar að lausn á vanda Þorsteins er ekki lagasetning. Góður nætursvefn, skemmtilegt ferðalag, kvöldstund með góðum vinum – allt myndi þetta hjálpa Þorsteini meira en lög frá Al- þingi. Best væri fyrir hann að byggja til- finningalíf sitt á staðreyndum og raunveru- legum dæmum. Einnig væri honum hollt að venja sig af þeim ósið að saka ætíð sam- keppnisaðila sína um að hafa rangt við. Ef Þorsteini finnst hann verða undir í sam- keppni verður hann einfaldlega að herða sig. Um það snýst markaðsbúskapurinn blessaður. Það þýðir ekki að hlaupa á eftir dómaranum og biðja hann að breyta reglun- um ef maður lendir undir í leiknum. Annars velti ég því fyrir mér við lestur greinar Þorsteins hvað orðið hefði um sjálfsmynd opinberra embættismanna. Einu sinni gengust þeir upp í því að vera allra manna ábyggilegastir, allra manna orðvarastir og vildu láta svo líta út sem þeir bæru vel þá ábyrgð sem fylgir umsýslan með almannafé og eignir almennings. Undanfarin ár virðist hins vegar hafa orðið sjálfsmyndarhrun hjá opinberum embætt- ismönnum. Þeir keppast nú hver um annan þveran að éta upp vanstillu stjórnmála- manna, stóryrði þeirra og hroka. Og undir þessu þurfum við hin að sitja – ríkisstyrkt- um rógi. Höfundur er forstjóri 365. Ríkisstyrktur rógur INGÓLFUR MARGEIRSSON UMRÆÐAN BORGARSTJÓRNAR- KOSNINGAR STEFÁN HELGI VALSSON UMRÆÐAN FERÐAÞJÓNUSTAN GUNNAR SMÁRI EGILSSON SVARAR AUGLÝSINGASTJÓRA RÍKISÚTVARPSINS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.