Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 21
„Pabbi pabbi, ég er með sting í hjartanu og hnút í maganum,“ sagði litli veiðimaðurinn skömmu áður en hann strandaði boldangs- bleikju úr Eyjafjarðará við bakk- ann. Góð byrjun hjá þeim stutta, sem í fyrstu taldi sig hafa fest í botni þegar hann fékk leyfi til að „prófa“ flugustöngina hjá pabba sínum. 2,2 kílóa bleikja var raun- in. Það eru fleiri af ungu kynslóð- inni sem fá að prófa, við Elliða- vatn var sólarlagið eins og í draumalandi eitt kvöldið og þá smelltum við mynd af tveimur ungum veiðimönnum ásamt full- orðnum fylgdarmanni, betri hug- mynd að renna í vatnið á svona blíðviðriskvöldi en að leigja spólu! Nægilegur var hasarinn í vatninu, fiskar að skvetta sér um allt. Laxveiðiævintýrið heldur áfram í Eystri Rangá, met á met ofan og áin komin vel yfir 2.300 veidda laxa. Þar er mesta fjörið þessa dagana, því eins og oft gerist í ágúst hægir laxinn á sér, verður latari í hita og daufara vatni og tekur ekki nærri jafn vel og fyrr. Þetta fengu menn að reyna í Elliðaánum um helgina, fullt af fiski en lítil taka á fluguna þótt ormamenn væru að særa upp fiska úr pyttum neðarlega í ánni. Það er mjög ánægjulegt að sjá hve mikið er af fiski í ánum, rúm- lega 2.300 fiskar gengnir og sum- ir staðir „pakkaðir“. Teljara- strengur var með að minnsta kosti fjörutíu laxa, hylur sem er ekki stærri en þokkalegt stofu- gólf! En tregðan er víðar, Korpa er heldur róleg þótt menn sjái fisk, og Grímsá líka, þar voru „stórfyrirtækismenn“ að veiðum nýlega, einn gaf eftir stöngina sína þegar hann var búinn að setja í þrjá eftir einn og hálfan dag, en aðrir ekki sett í neinn. Svona kall- ar tregfiskerí á veglyndi manna! Laxá í Aðaldal fór allt í einu að gefa, ég ræddi við Orra Vigfússon á bökkum Laxár í gær og sagði hann ána vera komna í nær 500 laxa, miðað við 330 á sama tíma í fyrra. Hann spáði ánni 1.200-1.400 löxum í ár, miðað við rúmlega 900 í fyrra. Þetta er mest smálax í ánni, en þarna er langmestu sleppt þetta sumarið, og reyndar skylt með allan stórlax. Fjögurra daga hópur sem lauk veiðum fyrr í vikunni í Aðaldal var með nær 100 laxa, sem er ágætt meðaltal, heldur rólegra var á sama tíma á Nessvæðinu í sömu á, sjö daga hópur var með rúmlega fjörutíu laxa, á færri stangir auðvitað. Heilræði vikunnar kemur úr eldhúsinu: Mjög auðvelt er að grafa sjálfur lax og silung. Flakið fiskinn og leggið á fat með roðið niður. Úti í næsta stórmarkaði fæst „graflaxkrydd“ sem er blanda sem maður stráir yfir flak- ið, setur síðan plast eða álpappír yfir og geymir í ísskáp í 24 til 36 tíma. Silungur er ekki síðri en lax, en þarf styttri tíma. Miklu fleiri mataruppskriftir eru á flugur.is, margar hafa bæst við í sumar, til dæmis spennandi „sælkeraupp- skrift“ að bleikju, og svo bætast við fleiri næstu daga! Vegahandbókin Þegar ekið er um vegi landsins er gaman að hafa Vegahandbókina með í för. Þá getur maður lesið sér til um það sem fyrir augu ber hverju sinni.[ ] Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is OPIÐ Í SUMAR: laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000 AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM Skemmtisögur frekar en sannar sögur Ólafur B. Schram rekur ferðaáhuga sinn allt til þess er hann var tólf ára og fékk að taka í jeppa í fyrsta sinn. Ólafur B. Schram rekur fyrir- tækið Highlander, eða Fjallafara, sem býður klæð- skerasaumaðar ferðir um landið þvert og endilangt. Flestir viðskiptavinir Ólafs eru útlendingar, en Íslending- ar geta líka nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Ég býð upp á tvennskonar þjónustu, annars vegar fastar ferðir sem eru skipulagðar löng- um fyrirvara og hægt er að kaupa hjá ferðaskrifstofum. Þær ferðir eru farnar á öllum árstímum og geta tekið allt frá fimm dögum upp í tólf. Þess á milli geri ég bara það sem ég er beðinn um,“ segir Ólafur, sem hafði unnið á skrifstofu í 25 ár þegar hann ákvað að söðla um og gera það sem honum finnst lang skemmtilegast, það er að ferðast og miðla af reynslu sinni og fróðleik. „Ég get rakið þetta langt aftur í tímann, frá því ég var tólf ára og fékk að keyra jeppa í fyrsta sinn. Ég var í sveit öll mín æaskuár og fékk landið og náttúruna beint í æð. Ég eignaðist svo minn fyrsta jeppa sautján ára og fór þá rakleiðis til fjalla. Seinna eignaðist ég líka hesta og fór reglulega í langar hestaferð- ir um landið á tuttugu ára tímabili, meðal annars hringinn í kringum landið og hringaði alla jökla. Í þeim ferðum var ég oftast einn á ferð,“ segir Ólafur, sem kveðst þó ekki vera einfari í eðli sínu heldur kjósa að vera einn af og til og njóta nátt- úru og kyrrðar til fullnustu. „En nei, nei, ég er málgefinn í meira lagi og hef gaman af að hafa orðið og segja sögur. Ég er líka búinn að læra það í samskiptum mínum við ferðamenn að það er mikilvægara að sögur séu skemmtilegar en sannar. En ég fór út í þetta af því að ég er öruggur hvar sem er á landinu og þekki mig alls staðar. Ferðirnar í gegnum tíð- ina hafa aflað mér þekkingar og vináttusambanda um allar koppa- grundir og ég á orðið vini eða kunn- ingja á nánast hverjum bæ. Þetta er yndislegt starf, ég er alltaf með fólki sem er í fríi og þar af leiðandi afslappað og opið fyrir hvers kyns skemmtilegheitum.“ Ólafur á marga uppáhaldsstaði á landinu og sumir eru árstíða- bundnir. „Á vorin er það Ingólfs- höfði þar sem eru fuglar í bjargi, eggjataka, hvalir á sundi, eyðisandar og jökullinn í baksýn. Um hásumar er það Landmanna- afréttur eða Torfajökulssvæðið. Þar er kyrrðin engu lík eða græni liturinn á mosanum og andstæð- urnar eru stórkostlegar, jökullinn og dökkur sandurinn. Á veturna eru Mývatn og Dyngjufjallasvæð- ið toppurinn.“ edda@frettabladid.is Gerðu þinn eigin grafsilung! FJÖLBREYTTAR FERÐIR AÐ FJALLABAKI Gönguferðir um Strútsstíg, Skælinga og Laugaveginn Öku- og gönguferð í friðsæld að Fjallabaki. Ingvi, með krakkana við Elliðavatn, Arnar og Margrét fengu að spreyta sig á silungsveiði í kvöldkyrrðinni fyrir skömmu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.