Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Eskimo skiptist í tvær deildir; Eskimo sem er umboðsskrifstofa fyrir fyrirsætur af báðum kynjum og Casting sem sérhæfir sig í að finna fólk í auglýsingar og kvikmyndir. Eskimo og Casting voru upphaflega tvö fyrirtæki og kom Andrea úr Casting-hlutan- um, stofnaði fyrirtækið ásamt Jóni Þór Hannessyni í Sagafilm árið 1998: „Ég byrjaði hjá Sagafilm sem prufuleikstjóri. Jón Þór, eigandi Sagafilm, kom svo einhvern tíma til mín og stakk upp að við stofnuðum Casting, og var hugsunin sú að finna fólk í bíómyndir og auglýsingar. Ég lét slag standa og síðan hefur þetta þróast.“ Fyrirtækin tvö sameinuðust árið 2000 og tóku sér nafnið Eskimo Group. Andrea er einn eigenda fyrirtækisins ásamt Ástu Krist- jánsdóttur sem á sínum tíma stofnaði Eskimo Models og Bjarneyju Lúðvíksdóttur. Þá eiga Sagafilm og breska fjárfestingarfélagið ESS einnig í fyrirtækinu. Andrea þekkir þennan bransa út og inn enda var hún sjálf fyrirsæta á árum áður: „Ég er búin að vera í þessum bransa í 21 ár og spyr stundum sjálfa mig hvernig ég hafi enst svona lengi. Þetta hlýtur bara að vera svona rosalega gaman“. STÓR NÖFN Eskimo hefur unnið að mörgum stórum verk- efnum bæði hér heima og erlendis. Meðal annars hefur það séð um að útvega leikara fyrir erlendar stórmyndir á borð við Tomb Raider, Batman Begins, James Bond og síðast en ekki síst nýjustu stórmynd Clints Eastwood og Stevens Spielberg, Flags of Our Fathers, en tökur á henni hefjast hinn 13. ágúst næstkomandi í Sandvík: „Það þurfti að finna sex hundruð aukaleikara fyrir mynd- ina og sáum við um þá vinnu. Hlutverkin eru mjög misstór en einhverjir íslenskir leikarar koma til með að fá setningar í myndinni.“ Það er þó ekki síður mikið að gera hjá Andreu við auglýsingagerð. Í hópi viðskipta- vina Eskimo Casting eru mörg þekkt stórfyrir- tæki; nægir þar að nefna símafyrirtækin Sony-Ericsson og Nokia, Sony Playstation og glæsijeppaframleiðandann Hummer. Þá hefur Eskimo aðstoðað við herferðir tískufyrirtækja á borð við Levi’s, Timberland og Vero Moda: „Fólk veit kannski ekki af því en flest stærstu og þekktustu vörumerki heims hafa komið hingað til lands og tekið auglýsingar.“ GRÍÐARLEG LANDKYNNING Andrea segir gífurlega landkynningu felast í því þegar erlendar stórmyndir eða auglýsing- ar eru teknar upp hér á Íslandi. Þegar James Bond-myndin Die Another Day var tekin upp hér á landi komu til að mynda þrjú hundruð manns að utan til að vinna við myndina: „Það munar um minna. Við þetta koma gríðarlegir peningar inn í hagkerfið. Við sjáum strax mikinn mun á eftirspurn og áhuga á Íslandi þegar þessar stórmyndir koma út.“ Hlutverk Andreu og félaga er fyrst og fremst að mæla með fólki í hlutverk. Á gagnagrunni fyrirtækisins eru um fjögur þúsund skjólstæðingar: „Það fer eftir því hversu stórt nafn á í hlut hvort við vinnum með leikstjóranum sjálfum. Við fáum oftar en ekki handritið að myndinni í hendurnar, síðan snýst þetta bara um að finna réttu andlitin og rétta leikara fyrir hvert hlutverk. Það eru margir til kallaðir en fáir útvaldir.“ Þegar um stærri verkefni er að ræða eru starfsmenn fyrirtækins á tökustað og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig: „Svona stórmyndir ganga eins og vel smurðar maskínur. Við tökur á Die Another Day voru til að mynda mörg hundruð manns að vinna saman, þannig að það má sjá að þetta er stórt og mikið batterí. Okkar hlutverk á töku- stað er oftast nær að halda utan um okkar fólk og sjá til þess að enginn sé óánægð- ur.“ HORFA TIL KÍNA OG IND- LANDS Eskimo er með skrifstofur í sex löndum; á Íslandi, Tékk- landi, Slóvakíu, Brasilíu, Indlandi og í Rússlandi: „Eskimo hefur verið í Síber- íu í Rússlandi frá 1997. Við erum með 25 módel frá Síberíu og um fimmtíu til viðbótar í þjálfun. Hin lönd- in hafa síðan smám saman bæst við. Nú síðast Indland. Það má með sanni segja að við séum orðin hálfgert heimsfyrirtæki.“ Andrea segir að á skrá Eskimo séu nokkrar fyrir- sætur í toppklassa: „Hinni brasilísku Solange hefur til að mynda vegnað mjög vel, hefur verið í herferð hjá ekki ómerkari hönnuði en Gucci. Síðan mætti nefna Vlödu frá Slóvakíu og auðvitað hana Eddu Pétursdóttur, sem hefur verið að gera frábæra hluti úti í New York.“ Eskimo horfir til Indlands, þar sem ný- verið var sett upp skrifstofa, og Kína sem sinna tveggja framtíðarmarkaða: „Horfa ekki allir til Kína? Þar virðast hlutirnir vera að gerast. Ásta Kristjánsdóttir er á leiðinni þangað að kanna jarðveginn og athuga hvaða dyr standa okkur opnar.“ BYGGJA EKKI UPP FALSVONIR Hjá Eskimo starfa nú 25 til 30 manns víðs vegar um heiminn. Andrea segir frekari vöxt á dagskránni: „Við ætlum að styrkja böndin við Indland enn frekar. Það er mesta kvik- myndaframleiðsluland í heimi þannig að þar liggja gríðarleg tækifæri. Þeir vilja gera sínar myndir hratt og með litlum tilkostn- aði. Við viljum vera milli- gönguaðili milli indverskra framleiðslufyrirtækja og ís- lenskra.“ Indverjar hafa hingað til tekið upp margar mynda sinna í Sviss en íslenska sumarið ætti að henta ind- verskum framleiðendum vel, enda bjart allan sólar- hringinn: „Svo spillir ekki fyrir að skattaumhverfi hér á landi er hagstætt kvik- myndagerðamönnum,“ bæt- ir Andrea við. Eskimo horfir þó ekki að- eins austur á bóginn heldur hyggjast Andrea og félagar herja á Þýskalandsmarkað: „Það virðist vera mikill áhugi fyrir íslenskum leik- urum í Þýskalandi. Við hyggjumst skoða þann möguleika frekar og fara til Þýskalands með nokkra af okkar bestu leik- urum.“ Margir ungir Íslendingar ganga um með frægðardrauma í maganum og dreymir eflaust um að feta í fótspor fyrirsæta á borð við Eddu Pétursdóttur og arka um stræti stórborga í fatnaði frá frægustu hönnuðum heims. Andrea segir þó að foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggjur af börnunum sínum: „Við tökum ekki fyrirsætur upp á okkar arma nema við séum viss um að þær komi til með að fá verkefni. Við stöndum ekki í því að byggja upp falsvonir hjá ungu fólki.“ Hádegisverður fyrir tvo á Jómfrúnni Rækjupýramídi Rauðspretta Roast beef Bombay-kjúklingur Drykkir: Þrjár Egils kristall í gleri Alls krónur: 4.380 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Andreu Brabin framkvæmdastjóra Eskimo Models Vonbrigði og draumar Aurasálin hefur skrifað ritstjórum Frjálsrar verslunar og DV harð- ort bréf og kvartað yfir því hafa ekki verið á lista tekjuhæstu fjölmiðlamanna landsins. Á list- anum eru nefndir hinir og þessir fjölmiðla- og ljósvakamenn sem fáir kannast við og hafa ekkert gert annað en að setjast í stjórn Blaðamannafélagsins. Það var sett saman skotheld áætl- un til þess að komast inn á þenn- an lista, enda að miklu að keppa. Hver vill ekki fá nafnið sitt birt í blöðunum? Aurasálin hefur verið með um fjórar milljónir í árslaun síðustu árin fyrir hin og þessi störf. Til þess að gull- tryggja sér sæti á listanum yfir tekjuhæstu fjölmiðlamennina ákvað Aurasálin að skila ekki inn skattframtali. Það er nefnilega almannarómur að sá sem skilar ekki inn skatt- framtali fær á sig þrefalda áætl- un. Í tilviki Aurasálarinnar var reiknað með því að Skattmann myndi áætla að hún hefði haft tólf milljónir króna í laun á síð- asta ári. Áætlunin gekk auðvitað út á það að samviskusamur blaðasnápur leitaði uppi Aura- sálina í skrám skattstjórans og reiknaði út að mánaðarlaun hennar væru hvorki meira né minna en ein milljón króna á mánuði. Eflaust væri það Ís- landsmet í tilviki fjölmiðla- manns. Þá hefðu allir vinir Aurasálarinn- ar gengið upp að henni, klappað á bakið og sagt með öfundarsvip: „Helvíti eru menn að gera góða hluti í blaðamennskunni.“ Aurasálin var með varaáætlun í huga ef samviskusami blaða- snápurinn hefði ekki flokkað hana í réttan hóp. Hún hefði þá komist á lista fjármálasérfræð- inga og bankamanna, sem einn helsti peningagúrú þjóðarinnar. Eflaust hefði hún vermt neðsta sætið. Hvað um það. Betri er slæm auglýsing en engin. Þá hefðu vinir hennar gengið upp á henni og sagt með vorkunnar- svip: „Helvíti var árið erfitt hjá þér.“ Því miður er ekki hægt að treysta á íslenska fjölmiðla nú frekar en fyrri daginn. Vonir og þrár Aurasálarinnar urðu að engu þegar Tekjublaðið kom út og hefur annað eins hneyksli ekki sést í langan tíma. Aurasálin er þó ekki af baki dottin og ætlar að leika sama leik á næsta ári. Nema að þá verður haft sam- band við ritstjórana áður en skrárnar verða birtar. Ef aðrir muna ekki eftir þér, þá verður þú bara að minna á þig. Þeir fiska sem róa. Með það í huga getur Aurasálin kært álagningu Skattmanns með bros á vör. A U R A S Á L I N Andrea Brabin Fæðingardagur: 25. desember 1968 Börn: Eva Lena sjö ára, Dagur tveggja ára ANDREA BRABIN, FRAMKVÆMDASTJÓRI ESKIMO MODELS Andrea segir nokkrar toppfyrirsætur á skrá hjá Eskimo: „Hinni brasilísku Solange hefur til að mynda vegnað mjög vel, hefur verið í herferð hjá ekki ómerkari hönnuði en Gucci“. „Við ætlum að styrkja böndin við Indland enn frekar. Það er mesta kvikmyndaframleiðsluland í heimi þannig að þar liggja gríðarleg tækifæri. Þeir vilja gera sínar myndir hratt og með litlum tilkostnaði. Við viljum vera milligönguaðili milli íslenskra framleiðslufyrirtækja og íslenskra.“ „Hlýtur að vera svona gaman“ Eskimo Models er umboðsskrifstofa fyrirsæta auk þess að sérhæfa sig í að finna fólk í auglýsingar og kvikmyndir. Fyrirtækið rekur útibú í sex löndum og hyggur á frekari útrás. Jón Skaftason og Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo, fengu sér hádegisverð á Jómfrúnni. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.