Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 13
CHICAGO, AP Einn af hverjum átta fullorðnum sjúklingum í Hollandi sem sótt höfðu um aðstoð við að binda enda á eigið líf ákvað að láta ekki verða af því. Þetta kemur fram í nýrri könnun á líknardrápum í Hollandi, sem var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp fyrir fólk sem liggur fyrir dauðanum. Könnunin náði til tæplega fjögur hundruð hollenskra lækna og voru þeir beðnir um að lýsa líknardráps- beiðnum sem þeim höfðu borist. Meira en helmingur þeirra hafði enga beiðni fengið meðan aðrir höfðu fengið fleiri en eina. Samtals reyndust beiðnirnar rúmlega 2.500 talsins og var orðið við þeim í nær helmingi tilfella. Meginástæður þess að líknar- dráp var ekki framið var að sjúk- lingurinn lést áður en til líknar- dráps kom eða að ferli vegna þess var enn í gangi. Beðni um líknar- dráp var auk þess hafnað í tólf pró- sentum tilfella, en helstu ástæður sem læknar nefndu fyrir höfnun- inni var sú að fólk kvaðst heldur vilja deyja en vera byrði á fjöl- skyldu sinni eða sagðist þreytt á líf- inu, frekar en að sjúkdómur ylli því óbærilegum kvölum. ■ DAUÐINN FRAM UNDAN Holland var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp. MIÐVIKUDAGUR 10. ágúst 2005 13 Makedónskur eiginmaður: Gleymdi konunni RÓM Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án henn- ar fyrr en sex klukkustundum síð- ar. Hjónin voru á ferð ásamt fjög- urra ára dóttur sinni og stöðvuðu ferð sína til þess að taka bensín, að því er segir á fréttavef CNN. Þar fór konan út úr bifreiðinni til þess að fara á salerni án þess að eiginmaður hennar tæki eftir því. Konan hafði hvorki á sér fjár- muni né persónuskilríki og hafði því samband við lögreglu, sem tókst loks að finna manninn í Mílanó. Hann gaf þá skýringu að kona hans sæti alltaf í aftursæt- inu og hann yrði hennar því ekki var. ■ Öflugur vatnsstrokkur: Bátum rigndi yfir bæinn DANMÖRK Vatnsstrokkur kom upp að strönd bæjarins Holbæk á norðanverðu Sjálandi á mánudag- inn og olli nokkru tjóni. Hrifsaði hann báta til sín og þeytti þeim tugi metra upp í loftið. Bátarnir hröpuðu svo til jarðar í nágrenn- inu, meðal annars fór einn í gegn- um húsþak fimmtíu metra frá höfninni. Lögregla sagði í samtali við sjónvarpsstöðina TV2 að engin meiðsl hefðu orðið á fólki. Vatnsstrokkar verða til þegar skýstrokkar nema við sjávarborð- ið og soga upp sjó. Slík fyrirbrigði eru sjaldgæf í Danmörku. ■ Ósáttur við Mugabe: Bóndi brjálast SIMBABVE Hvítur bóndi sem var gert að fara af jörð sinni vegna stefnu Roberts Mugabe forseta um að færa jarðir hvítra manna til svartra þegna landsins, varð svo illur að hann eyðilagði 300 hekt- ara ræktarlands áður en hann fór. Mannsins er nú leitað en jörð hans var færð í eigu sendiherra Simbabve í Kína á sínum tíma. Bóndinn fékk ákveðinn tíma til að koma sér burt og notaði tímann til að senda bústofn sinn allan til beitar á besta ræktarlandinu, með þeim afleiðingum að engin uppskera verður þar næstu misserin. ■ Ný könnun á líknardrápum í Hollandi: Um tíu prósent hætta vi› M YN D /G ET TY Norðmenn uggandi: Hermannaveiki greinist á n‡ NOREGUR Hermannaveiki er komin upp á ný á Østfold-fylki sunnan við Ósló en yfirvöld hafa staðfest að tveir menn séu smitaðir af legion- ellu-bakteríunni Annar hinna smituðu er fimm- tugur maður frá Sarpsborg en hinn er áttræður og býr í Fredrikstad. Sá fyrrnefndi kenndi sér raunar fyrst meins í leyfi í Bandaríkjunum og því er ekki útilokað að hann hafi smitast þar. Sá áttræði hafði hins vegar hvergi farið. Að sögn norska ríkisútvarpsins er helst talið að bakterían komi úr Borregaards-kæliturninum í Sarps- borg en hann var smituppsprettan í faraldrinum á svæðinu í vor. - shg Á SKÓLABEKK Margir óttast að íslamskir skólar séu notaðir til þess að ala á sundr- ungu og hatri, meðal annars pakistönsk stjórnvöld sem hafa fyrirskipað að nokkrir slíkir skólar í landinu skulu leystir upp. Erfitt er þó að ímynda sér að peyjarnir í Jamia Islamia-skólanum í Karachi fáist við nokkurt misjafnt, nema þá helst hefð- bundin strákapör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.