Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 2
2 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
SLYS Tæplega tvítugur íslenskur
piltur slasaðist illa eftir að hann
kastaðist úr leiktæki í tívolí í
spænska bænum Torremolinos í
fyrrakvöld. Pilturinn er nem-
andi í Menntaskólanum við Sund
og er í útskriftarferð ásamt um
150 samnemendum sínum.
Unnusta hans og vinir voru með
honum í tívolíinu og horfðu á
eftir honum út úr tækinu.
Leiktækið sem um ræðir mun
vera þeytari, sem snýst á mikill
ferð. Öryggisstöng sem átti að
halda honum föstum brást með
þeim afleiðingum að hann
kastaðist úr tækinu og lenti illa.
Hann meiddist töluvert á baki
og höfði og var fluttur af vett-
vangi með sjúkrabíl. Hann
reyndist þó óbrotinn en ekki
hafði verið útilokað seint í gær-
kvöld hvort um innvortis meiðsl
væri að ræða.
Pilturinn fór að eigin ósk af
sjúkrahúsinu í gær en hélt
kyrru fyrir á hóteli Íslending-
anna í staðinn.
Móðir piltsins fór utan nú í
morgun vegna slyssins. - grs
Hjálmar vill hækka
fjármagnstekjuskatt
fiingflokksforma›ur Framsóknarflokks segir vel koma til greina a› hækka
fjármagnstekjuskatt. Vinna vi› skattkerfisbreytingar er hafin innan flingflokk-
anna sem koma fljótlega saman til a› ræ›a fjárlagager›.
GAZA, AP Mahmoud Abbas, for-
seti Palestínsku heimastjórnar-
innar, lofaði í gær að þingkosn-
ingar færu fram í janúar. Hann
hvatti Palestínumenn til að
halda ró sinni þegar brottflutn-
ingur ísraelskra landnema frá
Gaza-ströndinni hefst í næstu
viku.
Róstusamt hefur verið á Gaza
að undanförnu vegna brottflutn-
ingsins, bæði í röðum Ísraela og
Palestínumanna, og er búist við
að ólgan stigmagnist á næstu
dögum. Í ræðu á þinginu í gær
hvatti Abbas landa sína til þess
að sýna stillingu þegar flutning-
arnir hæfust og beindi orðum
sínum sérstaklega til herskárra
uppreisnarmanna sem hafa
skotið eldflaugum að landnema-
byggðunum, þrátt fyrir vopna-
hléssamninginn.
Í ræðu sinni lofaði Abbas að
boða til þingkosninga í janúar
næstkomandi, án þess að tiltaka
sérstaka dagsetningu í þeim
efnum. Kosningarnar áttu raun-
ar að vera haldnar 17. júlí síð-
astliðinn en Abbas ákvað að
fresta þeim að eigin sögn vegna
brottflutningsins frá Gaza. And-
stæðingar hans telja aftur á
móti að frestunin hafi helgast af
slæmri stöðu Fatah-hreyfingar
forsetans vegna spillingarmála.
Hamas-hreyfingin hefur þegar
sagst ætla að taka þátt í janúar-
kosningunum. ■
SPURNING DAGSINS
Sigur›ur, eru Íslendingar best-
ir í heimi?
„Það er ekki nokkur einasta spurning.“
Sigurður Sæmundsson er einvaldur íslenska
hestalandsliðsins sem vann til sjö gullverðlauna á
HM í Svíþjóð.
2 fyrir 1
til Barcelona
12. eða 19. ágúst frá kr. 19.990
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tækifæri til þessar mest spennandi
borgar Spánar á ótrúlegum
kjörum. Nú er fegursti tími ársins
og frábært tækifæri til að skreppa
til Barcelona og njóta þess besta
sem Spánn hefur að bjóða.
Síðustu sætin
19.990
Flugsæti með sköttum, m.v. 2
fyrir 1 tilboð, út 12. eða 19.
ágúst og heim 24. ágúst.
Netverð á mann.
Mahmoud Abbas boðaði loks til kosninga:
fiingkosningar haldnar í janúar
Tæplega tvítugur drengur slasaðist alvarlega í útskriftarferð á Spáni:
Kasta›ist úr tívolítæki
SKATTAR „Mér finnst vel koma
til greina að hækka skatta á fjár-
magnstekjur um nokkur pró-
sentustig en það þarf að fara
gætilega með hversu mikið skatt-
urinn verður hækkaður því
hækkanir mega ekki ýta undir að
fjármagn fari úr landi, „ segir
Hjálmar Árnason, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins.
Fyrirhugaðar breytingar á
skattkerfinu hafa nú verið rædd-
ar meðal stjórnarflokkanna og
má búast við því að tillögur þess
efnis verði ræddar í þingflokkun-
um þegar þeir koma saman á
næstu vikum til að ræða fjárlaga-
gerð. Nokkuð skiptar skoðanir
eru innan þingflokka stjórnar-
flokkanna um hvaða áherslur eigi
að draga hvað skattalækkanir
varðar en viðmælendur Frétta-
blaðsins innan þingflokkanna
telja að mest sátt náist um lækk-
un virðisaukaskatts á matvæli.
Hjálmar segir að búast megi við
töluverðum tíðindum hvað skatta-
mál varðar á næstunni:
„Ég tel að það sé í raun allt
saman undir, hvort sem er lækk-
un á tekjuskatti eða lækkun á
þeim hluta virðisaukaskatts sem
leggst á mat-
væli. Það þarf
að meta þessa
hluti í tengslum
við aðra þætti
og ekki síst vel-
ferðarkerfið.
Við heyrum
stöðugar kröf-
ur um aukin út-
gjöld til hins og
þessa, til dæm-
is skólamála, heilsugæslunnar og
svo framvegis. Það þarf að finna
jafnvægi á milli þessara hluta,“
segir Hjálmar.
Hann segist vera sammála
Einari K. Guðfinnssyni, þing-
flokksformanni sjálfstæðis-
manna, um afnám vaxtabótakerf-
isins. „Ég tek undir hans orð að
það megi taka kerfið til endur-
skoðunar. Stíga þarf varlega til
jarðar. Margir hafa fjárfest í
íbúðum og í sínum áætlunum hef-
ur fólk gert ráð fyrir vaxtabótum
og við megum aldrei koma í bakið
á því fólki,“ segir Hjálmar. - hb
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ KYNNT Geir H. Haarde fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp
yfirstandandi fjárlagaárs. Búist er við því að lengra verði gengið í átt til skattalækkana á
næsta fjárlagaári en gert hefur verið á þessu ári.
VÍN, AP Stjórn Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar IAEA hittist í
höfuðstöðvum sínum í Vín í gær og
ræddi til hvaða ráða skyldi gripið
vegna vinnslu Írana á kjarnorku-
eldsneyti.
Íranar hófu á mánudag að vinna
gas úr hráúrani en það er fyrsta
skrefið í auðgun þess. Írönsk stjórn-
völd hafa lýst því yfir að þau hygg-
ist ekki leiða gasið um skilvindur
sem er næsta skrefið í augðunar-
ferlinu. Í gær staðhæfði hins vegar
íranskur útlagi Alireza Jafarzadeh í
samtali við AP-fréttastofuna að
4.000 skilvindur hefðu þegar verið
framleiddar. Slíkur tækjakostur
gerir Írönun kleift að framleiða
úran í kjarnorkusprengjur. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
HVERGI BANGINN Ali Shamkani, varnar-
málaráðherra Írans, sagðist frekar vilja
sæta viðskiptaþvingunum en láta af úran-
vinnslunni.
Kjarnorkudeila:
Halda úran-
vinnslu áfram
Ólafsfjarðarbær:
Hitaveitan til sölu
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarráð Ólafs-
fjarðarbæjar hefur mælt með því
við bæjarstjórn að teknar verði upp
viðræður við Norðurorku, orkufyr-
irtæki Akureyrarbæjar, um sölu á
hitaveitu staðarins.
Að sögn Stefaníu Traustadóttir
bæjarstjóra hefur endanleg ákvörð-
un ekki verið tekin en viðræður hafi
verið í gangi. Hún segir verð hafa
verið rætt og skipti hvort tveggja
máli: að verð sé talið ásættanlegt og
að kaupandinn sé úr byggðarlaginu.
- grs
BROTTFLUTNINGNUM FAGNAÐ
Þessi palestínska kona tók forskot á sæl-
una í gær og fagnaði yfirvofandi brottflutn-
ingi Ísraela frá Gaza ásamt fleira fólki.
M
YN
D
/A
P
HJÁLMAR ÁRNASON
Þingflokksformaður
Framsóknarflokksins.
LÖGREGLUFRÉTTIR
VÉLAGEYMSLA BRANN
Vélageymsla brann á Hólum í
Dýrafirði seinnipartinn í gær.
Slökkviliðið á Þingeyri var kallað
til og gengu slökkvistörf vel.
Þrjár dráttarvélar og einhver
heyvinnutæki skemmdust.
TÍU TEKNIR FYRIR OF HRAÐAN
AKSTUR
Lögreglan á Selfossi hefur sinnt
umferðareftirliti af kappi undan-
farið og tók tíu bíla fyrir of hrað-
an akstur í gær. Mesti hraðinn
var 123 kílómetrar á klukku-
stund.
GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON Einstaklingar
hafa stofnað einkahlutafélög og því
minnkar útsvar.
Sveitarfélög:
Merkja ekki
tekjuaukningu
SVEITARSTJÓRNAMÁL „Það liggur
ekki fyrir hvort útsvarstekjur
hækki eitthvað en við erum núna
að ljúka við uppgjör á árinu 2004,“
segir Gunnlaugur Júlíusson,
sviðsstjóri hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga.
Skatttekjur ríkissjóðs hafa
aukist umfram fjárlög vegna
hærri tekna launþega á síðasta ári
og segir Gunnlaugur að sveitarfé-
lögin finni ekki beint fyrir tekju-
aukningu en það eigi þó eftir að
skýrast betur á síðari stigum.
„Við höfum hins vegar heyrt að
í smærri sveitarfélögum á lands-
byggðinni, hafa heyrst raddir um
að auknar fjármagnstekjur hafa
leitt af sér lægri útsvarstekjur
sveitarfélaganna,“ segir Gunn-
laugur. - hb
MENNTASKÓLINN VIÐ SUND Útskriftar-
nemandi við skólann slasaðist alvarlega á
Spáni í fyrrakvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Donald Rumsfeld:
Meira ofbeldi
er líklegt
BANDARÍKIN, AP „Ég tel eðlilegt að
gera ráð fyrir því að ofbeldi auk-
ist á ný um tíma, líkt og gerði
fyrir síðustu kosningar,“ sagði
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, þegar
hann varaði við auknu ofbeldi í
Írak í aðdraganda kosninga um
drög að írösku stjórnarskránni 15.
október.
Rumsfeld tók fram að hann
teldi slíka ofbeldisöldu ekki vera
til marks um að uppreisnarmönn-
um yxi ásmegin heldur væri hún
tilraun til þess að draga úr mætti
stjórnvalda. Hann vildi ekkert tjá
sig um hvenær hermenn yrðu
kallaðir heim frá Írak. ■