Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 24
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra
fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.07.2005–31.07.2005 á ársgrundvelli.
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr.
30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir
hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur
en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn,
m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og
fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins,
vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu
sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf.
auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is
410 4000 | landsbanki.is
8,5%*
Peningabréf Landsbankans
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
91
39
0
8/
20
05
Ice in a bucket
Sækir á
Bretlands-
markað
Eimskip
Umbreytingar-
ferli lokið
Engin sultarlaun í golfinu
Sex milljarðar
á ári
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 10. ágúst 2005 – 19. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Burðarási skipt upp | Burðarási
var skipt upp milli Landsbankans
og Straums fjárfestingabanka.
Markaðsvirði félagsins fyrir sam-
runann var um 97,5 milljarðar
króna.
Straumur-Burðarás | Um 57
milljarðar af markaðverðmæti
Burðaráss renna inn í Straum. Þar
af eru fjórtán milljarðar við-
skiptavild, auk hlutabréfa í Ís-
landsbanka, Icelandic Group og
Skandia.
Landsbanki-Burðarás | Lands-
bankinn fékk í sinn hlut um 40,3
milljarða króna við uppskiptingu
Burðaráss. Stærstu eignirnar sem
renna til bankans eru um 10,5
milljarðar í sænska fjárfestingar-
bankanum Carnegie og fimm
milljarðar í Marel. 17 milljarðar
króna voru greiddir með pening-
um.
Illum Ísland | I-Holding: sem er í
eigu Baugs, Straums og Birgis
Þórs Bielvedt, keypti áttatíu pró-
senta hlut í danska vöruhúsinu Ill-
um. Þessir aðilar eiga fyrir
Magasin du Nord sem átti um tutt-
ugu prósent í Illum en um er að
ræða tvö þekktustu vöruhús Dan-
merkur.
Icex í hámarki | Úrvalsvísitalan
fór í fyrsta skipti yfir 4500 stig.
Mikið fjör var í hlutabréfavið-
skiptum í síðustu viku, hinn fjórða
ágúst námu þau rúmum nítján
milljörðum og eru þriðju mestu
viðskipti á einum degi frá opnun
Kauphallarinnar.
Enn hækkar olían | Ekkert lát
virðist ætla að verða á hækkun
olíuverðs. Eftir lokun sendiráða
Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fór
fatið um tíma yfir 64 dali og hefur
verð aldrei verið hærra. Verðið
hefur þó lækkað lítillega síðan og
kostar fatið nú tæpa 64 dali.
Áfram
hagrætt
Hagnaður Marels nokkuð
undir spám.
Marel hagnaðist um 169 milljónir
króna á öðrum ársfjórðungi og
alls um 310 milljónir á fyrri árs-
helmingi. Er það undir meðaltals
spá bankanna sem gerði ráð fyrir
214 milljóna króna hagnaði á
tímabilinu. Velta var þó í góðu
samræmi við spár markaðsaðila.
Þessi annar fjórðungur var
næstbesti í sögu félagsins. Velta
Marels-samstæðunnar jókst um
rúm níu prósent á ársfjórðungn-
um en um þrettán prósent á
fyrstu sex mánuðum ársins.
Rekstarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði og skatta var 262 millj-
ónir króna á öðrum ársfjórðungi
sem var um fimmtungs sam-
dráttur milli ára.
Rekstur Marelsfélaganna
gekk vel á tímabilinu þrátt fyrir
óhagstæð skilyrði. Íslenska krón-
an hefur styrkst á árinu og kostn-
aður hefur hækkað á Íslandi.
Félagið hefur brugðið á það ráð
að staðla framleiðsluvörur og
breyta skipulagi.
Afkoma Carnitech-hlutans er
enn óviðunandi þótt hann fari
batnandi. - eþa
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
FL Group hefur keypt hlutabréf í easyJet undan-
farna daga. Mikil viðskipti hafa verið með bréf í
easyJet uppi á síðkastið og skiptu 27 milljónir hluta,
eða 2,5 prósent hlutafjár, um hendur á föstudag og
mánudag.
Enn er óljóst hvort stærstu eigendurnir Stelios
Haji-Ioannou og systkini hans, sem samanlagt eiga
fjörutíu prósent, vilji selja sína hluti en samkvæmt
þessu er augljóst að FL Group styrkir stöðu sína í
hluthafahópnum. Hlutur FL Group liggur sennilega
á bilinu 13-14 prósent en ekki hefur verið tilkynnt
um viðskiptin til bresku kauphallarinnar. Talið er að
staða FL Group sé sterk og félagið muni ekki eiga í
vandræðum með að selja hlut sinn ef þurfa þykir.
Á sama tíma er yfirstjórn hjá breska lággjalda-
flugfélagsinu í lamasessi þrátt fyrir góðan rekstrar-
árangur á síðasta ársfjórðungi. Colin Day hefur
ákveðið að segja sig úr stjórn easyJet og er annar
stjórnarmaðurinn sem segir starfi sínu lausu á stutt-
um tíma. Hann gerði sér vonir um að taka við for-
stjórastarfinu af Ray Webster sem sagði starfi sínu
lausu í maí eftir tíu ára starf. The Times segir að
stjórnarmenn hafi ekki verið einhuga um að bjóða
Day, sem er fjármálastjóri hjá Reckitt Benckiser,
starfið.
FL Group á engan fulltrúa í stjórn easyJet, en
hugsanlegt er að breyting verði þar á.
Félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung
sem sýndi mikinn vöxt og aukningu hagnaðar þrátt
fyrir að eldsneytiskostnaður hafi aukist um sextíu
prósent. Veltan jókst um fimmtung á milli ára og
tekjur af hverjum farþega hækkuðu til að mynda
um tæpt prósent. Bréf í easyJet hafa hækkað um tíu
prósent frá birtingu uppgjörsins og um 47 prósent á
árinu.
Forsvarsmenn FL Group vildu ekkert staðfesta
um hvort bréf hefðu verið keypt.
F R É T T I R V I K U N N A R
16 10-11 7
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Allt virðist stopp í viðræðum
milli Íslands og Kína um gerð frí-
verslunarsamnings landanna.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins er ástæðan sú að íslensk
stjórnvöld heimiluðu utanríkis-
ráðherra Taívan að koma til
landsins í byrjun júlí í sumar
þrátt fyrir mótmæli Kínverja.
Davíð Oddsson, utanríkisráð-
herra, og Bo Xilai, utanríkisvið-
skiptaráðherra Kína, undirrituðu
12. maí samkomulag um að gera
könnun til þess að undirbúa frí-
verslunarsamning milli land-
anna. Ef það gengi eftir yrði Ís-
land fyrst Evrópuríkja til að gera
slíkan samning við Kína. „Ís-
lenskt atvinnulíf hefur aukið
verulega samskipti við kínverska
aðila á undanförnum árum,“
sagði í tilkynningu, sem var send
fjölmiðlum af þessu tilefni. Aug-
ljóst er að miklir hagsmunir
felast í því að fríverslunarsamn-
ingur sem þessi sé gerður.
Embættismenn benda á að
alltaf getur gengið erfiðlega í
viðræðum sem þessum og óvænt
atvik komið upp. Það þurfi ekki
að benda til þess að ekkert verði
af samningum, aðeins að það taki
lengri tíma að ganga frá honum.
Útrásarvísitalan hækkar:
EasyJet á flugi
Útrásarvísitalan hefur hækkað
um rúmt eitt prósent milli vikna
og stendur nú í rúmum 114 stig-
um. EasyJet hækkaði mest, um
tæp tólf prósent. Þar á eftir kem-
ur Low & Bonar, sem hækkaði
um átta prósent. Þar á eftir
kemur Carnegie, sem hækkar um
rúm þrjú prósent.
Mest lækkaði finnska fjar-
skiptafyrirtækið Saunalahti, um
rúm fjögur prósent.
Gengi krónunnar veiktist og
hækkaði því Útrásarvísitalan
meira en gengi félaganna í henni.
DeCode hefur hækkað mest frá
upphafi eða um 74 prósent en
gengi félagsins lækkaði milli
vikna um 2,5 prósent. - dh / Sjá síðu 6.
FL Group kaupir
meira í easyJet
Stjórnarkrísa í breska flugfélaginu er talin styrkja stöðu Ís-
lendinganna. Hlutur FL Group sennilega 13 til 14 prósent.
MEÐ FULLTRÚUM ESB Bo Xilai til hægri skálar hér eftir samning um aukinn innflutning
vefnaðarvara á svæði ESB.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
Fríverslunarviðræður í strand
Kínversk stjórnvöld eru reið Íslendingum. Miklir hagsmunir í húfi.