Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 17 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur hækkað einkunn ÍSB Global Equities úr þremur stjörnum í fjórar. S&P metur um sex hundruð sjóði og fá tíu pró- sent þeirra fimm stjörnur sem er hæsta einkunnin. Sjóðir sem eru í sætum 61 til 180 fá fjórar stjörn- ur. „Við erum afar kát með ein- kunnagjöfina, enda mælir hún frammistöðu okkar yfir nokkuð langan tíma og sýnir að við erum að skila arðsemi sem fyrir ofan meðaltal. Hún þýðir auðvitað að við stöndum okkur vel í sam- keppni við aðra sjóði,“ segir Alex- ander J. Dean, sjóðsstjóri hjá Ís- landsbanka. Hann segir að sjóðurinn hafi stækkað gríðarlega á síðustu þremur árum eða úr fjórum milljónum dala í 140 milljónir. Það eru einkum lífeyrissjóðir sem fjárfestu í honum en ein- staklingar hafa í vaxandi mæli komið inn. „Við viljum stækka sjóðinn enn frekar. Þóknunin er aðeins eitt prósent sem er lág upphæð miðað við þá ávöxtun sem við höfum skilað.“ ÍSB Global Equities hefur það að markmiði að fjárfesta í hluta- bréfum 40-60 skráðra, alþjóð- legra fyrirtækja hlutabréfum. Alexander segir að sjóðurinn fjárfesti meðal annars í Banda- ríkjunum, Rússlandi, Ungverja- landi og Indlandi. Einnig fjárfestir sjóðurinn í breytanlegum skuldabréfum og afleiðum. - eþa Íslandsbankasjóður hærra metinn Fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. F Ó L K Á F E R L I JÓN BJÖRNSSON hefur verið skipaður forstjóri Magasin du Nord en hann gegnir nú stöðu forstjóra Haga hf. Jón fæddist árið 1968 og útskrifaðist með BSc-gráðu í stjórnun frá Rider- háskóla í New Jersey árið 1991. Hann hefur víð- tæka reynslu í smásölugeiranum, bæði í matvælasmá- sölu og í rekstri sérverslana, enda hefur hann unnið smásölu og rekstur verslana síðastliðin 14 ár. Jón hefur átt sæti í stjórn Magasin síðan í ársbyrjun 2005. Frá 2003-2005 sat hann í stjórn Mosaic Fashions, sem starfrækir versl- anirnar Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles um allan heim, auk þess að sitja í stjórn bresku tískuvöruverslana- keðjunnar MK One. Jón hefur staðið að opnun nýrra Debenhams-verslana í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, sem eru tvær stærstu stórverslanir sem opnaðar hafa verið á Norðurlöndunum á undanförnum árum. ÁRNI PÉTUR JÓNSSON hefur verið ráð- inn forstjóri Og Vodafone. Árni útskrif- aðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands árið 1991. Árni er með víðtæka reynslu úr viðskipta- lífinu en hann hefur meðal annars starfað sem framkvæmda- stjóri Skipaafgreiðslu Jes Zimsen hf., sem forstjóri Tollvöru- geymslu Zimsen hf. og sem fram- kvæmdastjóri markaðssviðs heildsölu Olís. Frá árinu 2001 starfaði Árni sem framkvæmdastjóri matvörusviðs Baugs og síðar sem framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs Haga hf. Árni var stjórnarfor- maður Lyfju hf. og situr í stjórn Skelj- ungs hf. og Húsasmiðjunnar hf. ÁRNI GEIR PÁLSSON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Latabæjar. Árni var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group (SH) frá árinu 2000. Á árunum 1999 til 2000 gegndi hann stöðu forstöðu- manns viðskiptaþró- unar hjá Frjálsri fjöl- miðlun. Hann var framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin á árunum 1994 til 1997. Árni Geir var markaðsstjóri Sam- skipa 1993 til 1994. Hann starfaði sem verðbréfamiðlari bæði hjá Þjónustumið- stöð ríkisverðbréfa og VÍB á árunum 1989 til 1993. Árni Geir lauk prófi í við- skiptafræðum frá Háskóla Íslands árið 1989 og meistaraprófi í alþjóðaviðskipt- um frá Copenhagen Business School árið 2000. F Ó L K Á F E R L I ÍVAR J. ARNDAL hefur verið ráðinn for- stjóri ÁTVR. Hann hefur gegnt starfi að- stoðarforstjóra ÁTVR frá árinu 2000 og var settur forstjóri í eitt ár 2003 til 2004. Ívar hefur starfað hjá ÁTVR undanfarin fimmtán ár. Hann er vélaverkfræðingur að mennt, en hefur einnig meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu, auk náms í við- skipta- og rekstrarfræði. FINNUR ÁRNASON hefur verið ráðinn for- stjóri Haga hf. Finnur hefur starfað hjá Högum, áður Baugi, frá stofnun fyrirtæk- isins árið 1998, undanfarin ár sem framkvæmdastjóri Hagkaupa. Finnur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk prófi í rekstr- arhagfræði frá University of Hartford árið 1987. GUNNAR INGI SIGURÐSSON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hagkaupa frá 10. ágúst 2005. Gunnar Ingi er 37 ára og hefur verið rekstr- arstjóri verslana Hagkaupa frá árinu 1998. Gunnar Ingi er viðskiptafræð- ingur frá Viðskipta- háskólanum á Bif- röst og lauk áður prófi í iðnrekstar- fræði frá Tækni- skóla Íslands. Gunnar Ingi var fram- kvæmdastjóri Bónus birgða 1997-1998 og var sölustjóri hjá Nóa Síríus frá 1994- 1997. HÆRRI EINKUNN ÍSB Global Equities, alþjóðlegur hlutabréfasjóður, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum frá Standard & Poor’s. Þýski sportvöruframleiðandinn Adidas-Salomon hefur lagt fram 250 milljarða króna tilboð í banda- ríska framleiðandann Reebok.. Með kaupunum hyggst Adidas leggja til atlögu við bandaríska íþróttarisann Nike, sem hefur yf- irburðastöðu á Bandaríkjamark- aði. Kaupin bíða þó samþykktar samkeppnisyfirvalda í Bandaríkj- unum. Tilboð Adidas hljóðaði upp á 59 dali á hlut og ruku hlutabréf í Reebok upp um sextán prósent er fréttirnar bárust. „Þetta var einstakt tækifæri til að sameina tvö stærstu og þekkt- ustu íþróttavörufyrirtæki á mark- aðnum,“ sagði Herbert Hainer, forstjóri Adidas. Rúmlega helmingur alls íþróttavarnings í heiminum selst á Bandaríkjamarkaði, en talið er að með kaupunum á Reebok muni Adidas tvöfalda sölu sína í land- inu. Samtals seldu fyrirtækin fyr- ir um 250 milljarða króna í Banda- ríkjunum á síðasta ári. Auk Adidas og Reebok hefur Adidas-Salomon ýmis þekkt vöru- merki á sínum snærum og nægir þar að nefna golfmerkin Taylormade og Maxfli. - jsk Adidas kaupir Reebok Evrópski íþróttarisinn vill með kaupunum auka markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Samanlögð sala Adidas og Reebok í Bandaríkjunum nam á síðasta ári 250 milljörðum króna. BECKHAM Í ADIDAS David Beckham er ein stærsta stjarna Adidas. Fyrirtækið hefur nú fest kaup á bandaríska sportvörufram- leiðandanum Reebok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.