Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 66
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Jafnrétti í augs‡n? Loks er komið að því. Karlmenneru farnir að líða fyrir það, á sama hátt og konur hafa þurft að gera áratugum saman, að bera ábyrgð á heimilinu samhliða vinnu. Með aukinni þáttöku karla í uppeldi barna og breyttum lögum um fæð- ingarorlof er nú orðið nánast jafn „áhættusamt“ fyrir vinnuveitendur að ráða karlmenn í vinnu og konur. Þýðir þetta að raunverulegt jafnrétti sé í augsýn á vinnumarkaðinum? TILEFNI ÞESSARA vangaveltna er að sjálfsögðu ummæli Benedikts Sigurðssonar, framkvæmdastjóra KEA, sem hann lét falla í kjölfar uppsagnar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, Andra Teitssonar, eftir að ekki náðust sættir um fæðingarorlof Andra. Benedikt sagði að stjórn KEA væri þeirrar skoðunar að lög um fæðingarorlof ættu ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gegndu lykilstöðum í sínu fyrirtæki. VINNUVEITENDUR hafa til þessa þó getað „treyst“ á það að karlmenn taki ekki lengra fæðingar- orlof en þá þrjá mánuði sem annars féllu niður. Tölur frá fæðingar- orlofssjóði renna stoðum undir þetta því karlmenn taka að jafnaði rétt rúmlega þrjá mánuði í fæðingar- orlof. Tölurnar sýna líka að 85 pró- sent feðra taka fæðingarorlof, en það eru mjög jákvæðar tölur fyrir baráttufólk fyrir jafnrétti á vinnu- markaði. ÞAÐ SEM ER hins vegar ekki hægt að sjá af þessum tölum er hve margir karlmenn fara í raun í fæð- ingarorlof – og hve margir fá það greitt út án þess að fara í leyfi. Fjöl- mörg dæmi eru um það að nýbakað- ir feður samþykki að fá greitt fyrir þriggja mánaða fæðingarorlof ofan á launin sín í skiptum fyrir að fara ekki í fæðingarorlof. FJÖLDI ÞEIRRA sem fá fæðingar- orlof sitt greitt á þennan hátt „undir borðið“ liggur ekki ljós fyrir en eitt er víst: Jafnrétti á vinnumarkaðin- um mun ekki nást fyrr en karlmenn taka sig saman og neita að láta undan óréttmætum kröfum vinnu- veitenda. Karlmenn hafa rétt á því að hugsa um nýfædd börnin sín. Konur eiga hins vegar rétt á því að farið sé eftir lögum um fæðingar- orlof svo jafnrétti á vinnumarkaði sé ekki bara í orði, heldur einnig á borði. SIGRÍÐAR DAGGAR AUÐUNSDÓTTUR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.