Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 66
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Jafnrétti í
augs‡n?
Loks er komið að því. Karlmenneru farnir að líða fyrir það, á
sama hátt og konur hafa þurft að
gera áratugum saman, að bera
ábyrgð á heimilinu samhliða vinnu.
Með aukinni þáttöku karla í uppeldi
barna og breyttum lögum um fæð-
ingarorlof er nú orðið nánast jafn
„áhættusamt“ fyrir vinnuveitendur
að ráða karlmenn í vinnu og konur.
Þýðir þetta að raunverulegt jafnrétti
sé í augsýn á vinnumarkaðinum?
TILEFNI ÞESSARA vangaveltna
er að sjálfsögðu ummæli Benedikts
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
KEA, sem hann lét falla í kjölfar
uppsagnar framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, Andra Teitssonar, eftir að
ekki náðust sættir um fæðingarorlof
Andra. Benedikt sagði að stjórn
KEA væri þeirrar skoðunar að lög
um fæðingarorlof ættu ekki að gilda
um stjórnendur á háum launum sem
gegndu lykilstöðum í sínu fyrirtæki.
VINNUVEITENDUR hafa til
þessa þó getað „treyst“ á það að
karlmenn taki ekki lengra fæðingar-
orlof en þá þrjá mánuði sem annars
féllu niður. Tölur frá fæðingar-
orlofssjóði renna stoðum undir þetta
því karlmenn taka að jafnaði rétt
rúmlega þrjá mánuði í fæðingar-
orlof. Tölurnar sýna líka að 85 pró-
sent feðra taka fæðingarorlof, en
það eru mjög jákvæðar tölur fyrir
baráttufólk fyrir jafnrétti á vinnu-
markaði.
ÞAÐ SEM ER hins vegar ekki
hægt að sjá af þessum tölum er hve
margir karlmenn fara í raun í fæð-
ingarorlof – og hve margir fá það
greitt út án þess að fara í leyfi. Fjöl-
mörg dæmi eru um það að nýbakað-
ir feður samþykki að fá greitt fyrir
þriggja mánaða fæðingarorlof ofan
á launin sín í skiptum fyrir að fara
ekki í fæðingarorlof.
FJÖLDI ÞEIRRA sem fá fæðingar-
orlof sitt greitt á þennan hátt „undir
borðið“ liggur ekki ljós fyrir en eitt
er víst: Jafnrétti á vinnumarkaðin-
um mun ekki nást fyrr en karlmenn
taka sig saman og neita að láta
undan óréttmætum kröfum vinnu-
veitenda. Karlmenn hafa rétt á því
að hugsa um nýfædd börnin sín.
Konur eiga hins vegar rétt á því að
farið sé eftir lögum um fæðingar-
orlof svo jafnrétti á vinnumarkaði
sé ekki bara í orði, heldur einnig á
borði.
SIGRÍÐAR DAGGAR
AUÐUNSDÓTTUR
BAKÞANKAR