Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Örn segir lykilatriði fyrir fyrirtæki að hafa fram- tíðarsýn. Framtíðarsýn gengur ekki út á það að spá fyrir um framtíðina heldur að lýsa hugsanlegri framtíð. „Áskorunin er síðan sú hvernig fyrirtækin taka á hverri sýn,“ segir Örn. Þegar litið er til framtíðar er allt háð óvissu en til að renna ekki blint í sjóinn er hægt að byggja á fortíðinni og giska síðan á hvernig málin þróast. Örn setti saman fjórar mismunandi framtíðarsýnir en út frá mismunandi framtíðarsýn geti fyrirtækið mótað sér framtíðarstefnu. Örn nálgast framtíðina bæði með bjartsýni og svartsýni í pokahorninu. Örn notast við svokallaða scenario-greiningu eða sviðsmyndagreiningu. Hluti af þeirri aðgerð er að gefa hverri sýn nafn. Shell Internation byrjaði að þróa þessa aðferð og í dag nota mörg alþjóðleg fyrirtæki þessa aðferð við stefnumótun. Örn valdi fernar ólíkar framtíðar- sýnir sem miðast við árið 2015 og legg- ur áherslu á að framtíð sé í fleirtölu. Fyrsta framtíðarsýnin einkennist af svartsýni, sú næsta er aðeins bjartari, sú þriðja byggir á vexti í takt við ís- lensk fyrirtæki og sú fjórða þar sem viðskiptavinurinn ráði öllu. Örn segir ímyndunarafl einkenna framtíðarsýn sína en hún er einnig nokkur húmor. SVARTSÝNI – FÆREYSKA LEIÐIN Örn segir svartsýni og alvarlega kreppu einkenna fyrstu framtíðarsýnina. „Íslensk fyrirtæki eru komin í sjálfheldu og staða bankanna gagnvart er- lendum lánadrottnum erfið.“ Þessi kreppa hrjáir bæði einstaklinga og fyrirtæki og fjöldi gjaldþrota aldrei verið meiri. Atvinnuleysi fer í tuttugu pró- sent og öll fyrirtæki verða rekin með tapi. Örn segir bankana stefna í þrot. Fasteignamarkaðurinn hafi hrunið og bankarnir leyst til sín fasteignir. Sparisjóðirnir hafi sameinast í einn sparisjóð, Sparisjóð Íslands og nágrennis. Landsbanki hafi yfirtekið viðskiptabankasvið Íslandsbanka með miklum kostnaði. Öðru hverju útibúi hafi verið lokað. „Allir eru að bíða eftir að eitthvað gerist en enginn hefur frumkvæði og forystu.“ Í ljós kemur að útrás bankanna hafi verið illa skipulögð og KB banki hafi ekki ráðið við stærð markaðarins né vöxtinn. Árið 2015 hafi afleiðingar fjármálaóreiðu og stefnuleysis komið fram í alvar- legri kreppu. Menntun hrakar og tryggð viðskipta- vinanna er engin. „Óhóflegar fjárfestingar bank- anna urðu þeim að falli,“ segir Örn ábúðafullur. Bjartsýni íslensku þjóðarinnar og oftrúin á eigið ágæti víkur fyrir svartsýni og minnimáttarkennd. Afleiðingar verða í stutu máli gjaldþrot, uppgjöf, samdráttur, missæti, vonleysi, vinnudeilur, kjara- skerðing, atvinnuleysi og atgervisflótti. STEFNAN MÖRKUÐ Örn gefur annarri sýninni nafnið skandínavíska leiðin en hún einkennist af bjartari sýn á framtíð ís- lenskra fjármálafyrirtækja sem mætti kenna við vöxt með útrás og kostnaðarlækkun með stærðar- hagkvæmni. Reynst hafi vel að kaupa starfandi fjármálafyrirtæki og treysta þannig á núverandi viðskiptavini. „Íslenski fjármálageirinn náði miklum og dýrmætum árangri á undanförnum árum, jafnt í útrás sem og í stuðningi við íslenskt atvinnulíf í sókn þess á erlenda markaði. Samhliða hafa miklar framfarir orðið í þjónustu fjármála- fyrirtækja við einstaklinga og fyrirtæki á Íslandi.“ Hér er gengið út frá því að innan skamms verði teknar stefnumótandi ákvarðanir um raunverulega og heilsteypta útrásarstefnu. Miklar yfirtökur á er- lendum bönkum og samræmdar aðgerðir til þess að bæta stjórnun og þróun fjármálafyrirtækjanna. Íslensku bankarnir hafi oftast fjárfest á réttum stöðum en upp hafi komið þó nokkur dæmi um að bankarnir hafi verið of tækifærissinnaðir. BRESKA LEIÐIN Örn segir erfiðara að útskýra bresku leiðina vegna þess að hún hafi þróast í kringum kjarnafærni fyr- irtækja og klasa sem hafi myndast erlendis. Stuðn- ingur við útfluttningsatvinnuvegi ann- ars vegar og hins vegar fjármálaklasa sem myndast hafi í London. Bankarnir standi með fyrirtækjum sem leggist í víking. Sameiginleg þróun og sam- keppni á upplýsingatæknisviði hér á landi hefur leitt til þess að viðskipta- bankaklasi hafi myndast. Árið 2015 nái Íslendingar að vera stærsti netbanki í Evrópu. Meira en 75 prósent af öllum bankavið- skiptum í Evrópu eru í gegnum netið og því geti ís- lenskir bankar keppt við erlendra banka og boðið lægra verð. Bankarnir taki áhættu með viðskipta- vinum sínum. SKIPTA UM BANKA EINS OG FÖT Þýska leiðin byggist á þeirri sýn að ákveðin áhætta sé á því að frumkvöðlar geti komið og náð góðum hluta markaðarins á kostnað stærri fyrir- tækja. Viðskiptavinir séu tilbúnir að fórna per- sónulegum samskiptum fyrir betri kjör. Örn segir þessa mynd eiga við þegar almenn rekstrarskil- yrði hafi átt sér stað á ýmsum sviðum og óvæntir sprotar hafi vaxið hratt og dafnað vel. „Heilar atvinnugreinar virðast hafa sprottið af sjálfum sér,“ segir Örn bjartsýnn. Viðskiptavinir viti vel hvað í boði er og vilji fá góða þjónustu við sitt hæfi. Bankarnir berjist um hvern viðskiptavin og viðskiptavinir skipta um banka eins og þeir skipa um föt. Eitt sem einkenni þessa sýn er einnig að þjón- ustugjöld og álagning hefur dregist saman. Einnig hafi ábyrgðarmenn verið aflagðir. Fyrirtæki á borð við símafyrirtæki, matvöruverslanir hafi náð að hrifsa stóran hluta af fjármálamarkaðinum til sín. Eins og sést af framangreindum dæmum felst bæði tækifæri og ógnanir í framtíðinni og því er best að vera við öllu búinn. Það sem vakti áhuga Arnar var að skrifa meist- araritgerð sem gæti upplýst stjórnendur um hvernig væri hægt að ná árangri í stjórnun fyrir- tækja með því að örva mannlega forvitni sem býr í hverjum manni um að vita eitthvað um framtíðina. „Maðurinn hefur alltaf viljað vita um framtíðina en við höfum ekki spáð svo mikið í það hvort eða hvernig við getum stjórnað henni eða örvað sköpun hennar,“ segir hann. Örn segir að með því að innleiða framtíðarsýn sé hægt að skapa forskot í samkeppni. M Á L I Ð E R Framtíðarsýn fjármála- fyrirtækja Hvers vegna er mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa skýra framtíð- arsýn? Það hefur oft verið haft á orði, að ef maður veit ekki hvert ferð- inni er heitið, þá eru allar leiðir jafn góðar. Skýr framtíðarsýn er afar mikilvæg hverju fyrirtæki. Ástæðan er sú, að hafi fyrirtæki framtíðarsýn og stefnu, er auð- veldara að ein- beita kröftum að því að komast þangað sem ferð- inni er heitið. Orðið framtíðar- sýn er að ýmsu leyti misvísandi vegna þess, að skýr framtíðar- sýn stýrir í raun- inni bæði ákvörð- unum og aðgerð- um í nútíð, ekki í framtíð. Sé sýnin ekki skýr eru lík- ur á því að í stað þess að vinna markvisst að því að komast alla leið og leggja það á sig sem þarf er hætt við að jafnóðum og eitthvað kemur upp á verði önnur leið valin þangað til hún virðist ekki fær, síðan önnur leið og svo koll af kolli. Hverjum sem er verður lítið ágengt með því móti. Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar framtíðarsýn er mótuð? Það er mikilvægt að framtíðar- sýn sé skiljanleg öllum þeim sem hafa hlutverki að gegna. Þess vegna er ekki nægilegt að framtíðarsýn sé mótuð af þröng- um hópi æðstu stjórnenda. Það virkar eins og bíll með lokuðum vörukassa, þar sem bílstjórinn og einhverjir meðreiðarsveinar sjá út en aðrir sitja aftur í og virða fyrir sér myrkrið. Fram- tíðarsýn og stefna stjórnenda og almennra starfsmanna er skil- greind með mismunandi hætti, þar sem hún verður sífellt í fínni dráttum eftir því sem dýpra er farið í starfsemi fyrirtækisins. Ef starfsmenn skilja ekki hvað þeir leggja af mörkum og hvern- ig þeir gera það til þess að ná lokatakmarkinu og vinna leikinn, þá er hætt við að hver og einn móti sína eigin stefnu og áhersl- ur. Það er mikilvægt að geta skilgreint lokatakmark, eða sigurinn, þannig að allir átti sig á því að hverju er stefnt. Það er líka mikilvægt að gera það þannig að það skapi almennan áhuga og spennu. Oft er þetta gert með því að skilgreina fyrir- tækið og starfsemi þess að til- teknum tíma liðnum og vinna sig til baka til þess að skilgreina leiðina og þau markmið og áfanga sem þar fylgja. Það er jafn- framt mikilvægt að skilgreina mæl- anlegan árangur sem er auðvelt að staðreyna og miðla til annarra, þannig að allir átti sig á því hvort eitthvað miðar í rétta átt. Árangur þarf að skilgreina þannig að allir sem hlut eiga að máli geti tengt sig við loka- takmarkið með því að fylgjast með eigin árangri. Er framtíðar- stefna og markmið sami hluturinn? Það sem einkennt hefur um- ræðu um stefnumótun er mis- munandi skilningur sem lagt er í hugtök eins og framtíðarsýn, framtíðarstefna, hlutverk, stefnumið, markmið og svo framvegis. Margir vilja halda því fram, að ekki sé munur á framtíðarsýn og markmiði. Ég vil hins vegar greina þarna á milli, þar sem ég tel framtíðar- sýn vera lýsingu á einhverri heild eða heildarniðurstöðu sem stefnt er að og höfðar til allra hagsmunaaðila, en markmið er frekar lýsing á árangri sem þarf að ná á í viðleitni við að skapa heildina. Hvernig geta fyrirtæki undirbúið sig undir framtíðina á annan hátt en að hafa skýra framtíðarsýn? Burt séð frá framtíðarsýn geta fyrirtæki best undirbúið sig undir framtíðinna með því að missa ekki sjónar á nútíðinni og nauðsyn þess að vera alltaf í toppformi að því er varðar innri starfsemi (alltaf viðbúin). Það er í þessu eins og öðru, að ham- ingja og árangur kemur innan frá og þau fyrirtæki sem sýnt hafa bestan árangur til lengri tíma einkennast af miklum innri styrk og því að halda sér stöðugt í framúrskarandi formi. Auðveldara að komast þang- að sem ferðinni er heitið T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Bjarna Snæ- björns Jónssonar framkvæmdastjóra IMG Ráðgjafar Áskorunin felst í framtíðinni Búa má fyrirtæki undir framtíðina með því að móta framtíðarstefnu sem byggir á vel ígrundaðri framtíðarsýn. Örn Valdimarsson, vefstjóri KB banka, rannsakaði framtíðarsýn íslenskra fjármálafyrirtækja í mastersritgerð sinni. ÖRN VALDIMARSSON „Maðurinn hefur alltaf viljað vita um framtíðina en við höfum ekki spáð svo mikið í það hvort eða hvernig við getum stjórnað henni eða örvað sköpun hennar,“ segir vefstjóri KB banka. M ar ka ðu rin n/ H ei ða Þegar litið er til framtíðar er allt háð óvissu en til að renna ekki blint í sjóinn er hægt að byggja á fortíðinni og giska síðan á hvernig málin þróast. SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.