Fréttablaðið - 24.08.2005, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2005 13
Færeyski skipstjórinn Eyðun á
Bergi setti heimsmet í bætningu
trolls á móti sem haldið var á sjó-
mannadeginum í Færeyjum um
síðustu helgi.
Þrátt fyrir að sjórinn hafi ver-
ið sóttur af krafti frá Færeyjum
undangengnar aldir hafa fær-
eyskir sjómenn ekki haldið sér-
stakan sjómannadag líkt og Ís-
lendingar, fyrr en nú. Í tilefni
dagsins var keppt í fjölmörgum
greinum og þar á meðal reyndu
menn með sér í að bæta troll.
Eyðun, sem stendur í brúnni á
Akrabergi sem Samherji á hlut í,
varð hlutskarpastur og vann verk-
ið á 7 mínútum og 49 sekúndum.
Var hann heilli 21sekúndu á undan
næsta manni, sjómanninum And-
or Isaksen.
- bþs
Samherjamaður gerir það gott:
Ey›un á Bergi setti heimsmet
BLÓM Góð skáld ættu varla í erfiðleikum
með að koma orðum að fegurð sem þess-
ari í bundnu máli.
Ljóðasamkeppni:
Ort um gar›a
og gró›ur
Skáld landsins ættu að beina sjón-
um sínum að görðum og gróðri á
næstunni því Garðyrkjufélag Ís-
lands efnir til ljóðasamkeppni til
heiðurs gróðri og garðrækt í til-
efni af 120 ára afmæli sínu.
„Gróður til gagns og gleði“ er
yfirskrift samkeppninnar og víst
að atvinnuskáld, jafnt sem þeir er
hafa gaman að því að setja saman
kveðskap í frítíma sínum, ættu að
geta fundið sér viðfangsefni til
ljóðagerðar innan þessa víðtæka
ramma.
Skilafrestur ljóða er til 1. októ-
ber og verða úrslitin kynnt á 120
ára afmælisráðstefnu Garðyrkju-
félagsins, laugardaginn 8. októ-
ber. Viðurkenningar verða veittar
fyrir bestu ljóðin auk þess sem
þau munu birtast í fréttariti, árs-
riti og á vef Garðyrkjufélagsins.
Af sama tilefni er efnt til ljós-
myndasamkeppni þar sem gróður
og garðmenning á að vera í fyrir-
rúmi. Skilafrestur er til 15. sept-
ember og verða úrslit kunngjörð á
vef Garðyrkjufélagsins gardur-
inn.is þar sem einnig má fá nánari
upplýsingar um keppnirnar tvær.
- bþs
FJÖLDI Margir kynntu sér dagskrá Menn-
ingarnætur á vef Reykjavíkurborgar.
reykjavik.is
59.988 heim-
sóknir
Aldrei hafa jafn margir heimsótt
vef Reykjavíkurborgar, reykja-
vik.is, og í síðustu viku. Vefurinn
var skoðaður 59.988 sinnum og
voru gestirnir 28.532. Eru þessar
tíðu heimsóknir á vefinn raktar til
Menningarnætur, en dagskrá
laugardagsins var að finna á vefn-
um.
Eldra metið var frá lok febrúar
á þessu ári, þegar Vetrarhátíð
borgarinnar stóð sem hæst. Þá
voru innlitin um 31 þúsund og
notendurnir um 20 þúsund. Gest-
um og heimsóknum hefur því
fjölgað umtalsvert. - bþs
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Fjör á Kili í sumar:
Allir í laugina á Hveravöllum
Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið
sína á Hveravelli í sumar enda
staðurinn einn af vinsælustu
ferðamannastöðum landsins. Erla
Gunnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Hveravallafélagsins, segir
allt hafa farið vel fram og ferða-
mennina skemmt sér hið besta.
„Fólki finnst bæði merkilegt og
skemmtilegt að koma hingað eftir
að hafa ekið lengi í sandi og grjóti
og sjá svo allt í einu svolítinn
gróður.“ Laugin á Hveravöllum
nýtur mestrar eftirtektar og hróð-
ur hennar hefur farið víða. „Það
er greinilegt að margir vita af
henni og fólk er varla stigið út úr
bílunum þegar það spyr hvar
laugin sé,“ segir Erla.
Þótt ferðamenn á Hveravöllum
komi alls staðar að úr heiminum
koma flestir frá öðrum Evrópu-
löndum og í þeim hópi eru Þjóð-
verjar og Frakkar fjölmennastir.
Skýjað var á Hveravöllum í
gær, níu stiga hiti og léttur and-
vari. - bþs
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
M
YN
D
/S
AM
H
ER
JI
VERÐLAUNAHAFARNIR Eyðun á Bergi,
nýr heimsmetshafi í bætningu trolls, er
fyrir miðju á myndinni.
FRÁ HVERAVÖLLLUM Þar var níu stiga hiti í gær, skýjað og léttur andvari.