Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2005 13 Færeyski skipstjórinn Eyðun á Bergi setti heimsmet í bætningu trolls á móti sem haldið var á sjó- mannadeginum í Færeyjum um síðustu helgi. Þrátt fyrir að sjórinn hafi ver- ið sóttur af krafti frá Færeyjum undangengnar aldir hafa fær- eyskir sjómenn ekki haldið sér- stakan sjómannadag líkt og Ís- lendingar, fyrr en nú. Í tilefni dagsins var keppt í fjölmörgum greinum og þar á meðal reyndu menn með sér í að bæta troll. Eyðun, sem stendur í brúnni á Akrabergi sem Samherji á hlut í, varð hlutskarpastur og vann verk- ið á 7 mínútum og 49 sekúndum. Var hann heilli 21sekúndu á undan næsta manni, sjómanninum And- or Isaksen. - bþs Samherjamaður gerir það gott: Ey›un á Bergi setti heimsmet BLÓM Góð skáld ættu varla í erfiðleikum með að koma orðum að fegurð sem þess- ari í bundnu máli. Ljóðasamkeppni: Ort um gar›a og gró›ur Skáld landsins ættu að beina sjón- um sínum að görðum og gróðri á næstunni því Garðyrkjufélag Ís- lands efnir til ljóðasamkeppni til heiðurs gróðri og garðrækt í til- efni af 120 ára afmæli sínu. „Gróður til gagns og gleði“ er yfirskrift samkeppninnar og víst að atvinnuskáld, jafnt sem þeir er hafa gaman að því að setja saman kveðskap í frítíma sínum, ættu að geta fundið sér viðfangsefni til ljóðagerðar innan þessa víðtæka ramma. Skilafrestur ljóða er til 1. októ- ber og verða úrslitin kynnt á 120 ára afmælisráðstefnu Garðyrkju- félagsins, laugardaginn 8. októ- ber. Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu ljóðin auk þess sem þau munu birtast í fréttariti, árs- riti og á vef Garðyrkjufélagsins. Af sama tilefni er efnt til ljós- myndasamkeppni þar sem gróður og garðmenning á að vera í fyrir- rúmi. Skilafrestur er til 15. sept- ember og verða úrslit kunngjörð á vef Garðyrkjufélagsins gardur- inn.is þar sem einnig má fá nánari upplýsingar um keppnirnar tvær. - bþs FJÖLDI Margir kynntu sér dagskrá Menn- ingarnætur á vef Reykjavíkurborgar. reykjavik.is 59.988 heim- sóknir Aldrei hafa jafn margir heimsótt vef Reykjavíkurborgar, reykja- vik.is, og í síðustu viku. Vefurinn var skoðaður 59.988 sinnum og voru gestirnir 28.532. Eru þessar tíðu heimsóknir á vefinn raktar til Menningarnætur, en dagskrá laugardagsins var að finna á vefn- um. Eldra metið var frá lok febrúar á þessu ári, þegar Vetrarhátíð borgarinnar stóð sem hæst. Þá voru innlitin um 31 þúsund og notendurnir um 20 þúsund. Gest- um og heimsóknum hefur því fjölgað umtalsvert. - bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Fjör á Kili í sumar: Allir í laugina á Hveravöllum Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína á Hveravelli í sumar enda staðurinn einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Erla Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Hveravallafélagsins, segir allt hafa farið vel fram og ferða- mennina skemmt sér hið besta. „Fólki finnst bæði merkilegt og skemmtilegt að koma hingað eftir að hafa ekið lengi í sandi og grjóti og sjá svo allt í einu svolítinn gróður.“ Laugin á Hveravöllum nýtur mestrar eftirtektar og hróð- ur hennar hefur farið víða. „Það er greinilegt að margir vita af henni og fólk er varla stigið út úr bílunum þegar það spyr hvar laugin sé,“ segir Erla. Þótt ferðamenn á Hveravöllum komi alls staðar að úr heiminum koma flestir frá öðrum Evrópu- löndum og í þeim hópi eru Þjóð- verjar og Frakkar fjölmennastir. Skýjað var á Hveravöllum í gær, níu stiga hiti og léttur and- vari. - bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A M YN D /S AM H ER JI VERÐLAUNAHAFARNIR Eyðun á Bergi, nýr heimsmetshafi í bætningu trolls, er fyrir miðju á myndinni. FRÁ HVERAVÖLLLUM Þar var níu stiga hiti í gær, skýjað og léttur andvari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.