Fréttablaðið - 24.08.2005, Page 20
Alfanámskeið njóta sívaxandi
vinsælda um veröld alla,
meðal annars hér á landi.
Þau fjalla um tilgang lífsins
út frá kristilegu sjónarhorni.
„Uppbygging Alfa-námskeiðanna
hefur slegið í gegn og alls hafa
hátt í 50 kirkjur og söfnuðir hald-
ið slík námskeið hér á landi einu
sinni eða oftar,“ segir séra Magn-
ús Björn Björnsson, formaður
Alfa á Íslandi, og lýsir fyrirkomu-
laginu nánar. „Námskeiðshópur-
inn hittist einu sinni í viku í tíu
skipti. Það er byrjað á því að
borða saman og spjalla um heima
og geima. Síðan er vandaður fyrir-
lestur um eitthvert tiltekið efni.
Eftir það er skipt í umræðuhópa
þar sem hver og einn ræðir málin
út frá frá sínum bæjardyrum. Allt
tekur þetta um þrjár klukkustund-
ir, yfirleitt byrjað klukkan sjö að
kvöldi og endað stundvíslega
klukkan tíu. „Það eru grunngildin
sem við byggjum líf okkar á og
erum að velta fyrir okkur,“ segir
Magnús og nefnir umbeðinn
nokkrar spurningar sem velt hef-
ur verið upp, svo sem: Hver var
Jesús? Hvernig varð biblían til?
Hvernig leiðbeinir Guð okkur?
Hver er heilagur andi og hvað
gerir hann? Læknar Guð nú á
dögum? og Hvað með eilífðina?
„Þarna er fólk úr öllum stétt-
um þjóðfélagsins að ræða saman
á jafnréttisgrundvelli. Fólk með
ýmsar trúar- og lífsskoðanir, jafn-
vel vantrúað og trúlaust. Allir
leggja fram sinn skerf og það
gerir þetta samfélag svona dýr-
mætt og spennandi,“ segir séra
Magnús og bendir þeim sem
áhuga hafa á heimasíðuna alfa.is.
Fjölbrautaskólinn
í Breiðholti
Kvöldskól i FB
Félagsgreinar - Íslenska - Sagnfræði
Listir - Handíðir - Snyrtifræði
Rafiðnir - Raungreinar - Stærðfræði
Sjúkraliðagreinar - Tréiðnir - Tungumál
Tölvugreinar - Viðskiptafræði
Netinnritun á www.fb.is
Innritun í FB 25. ágúst frá kl. 17:00 til 19:00
135 spennandi áfangar í boði
Kennsla hefst 29. ágúst
WWW.f b.is
4 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Anna Richards ætlar að kenna
skemmtilegt námskeið sem byggir á
afródansi, sjósundi og gufuböðum.
Eitthvað fyrir alla
NÁMSKEIÐ Í AFRÓDANSI, TÁKN-
MÁLI OG ÁKVARÐANATÖKU ERU
MEÐAL ÞESS SEM BOÐIÐ ER UPP
Á HJÁ SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐ
EYJAFJARÐAR.
SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyja-
fjarðar, stendur í vetur fyrir alls
konar námskeiðum fyrir fólk á
Eyjafjarðarsvæðinu. Námskeiðin
eru af ýmsum toga og ættu allir að
finna eitthvað við sitt hæfi. Hvort
sem ætlunin er að bæta við þekk-
ingu sína og hæfni í starfi eða bara
að læra eitthvað fyrir sjálfan sig
eins og til dæmis ljósmyndun eða
gítarglamur.
Meðal námskeiða sem boðið er
upp á eru námskeið sem snúa að
rekstri og stjórnun fyrirtækja. Þá
verður boðið upp á fjölbreytt
tungumálanámskeið og ýmiss kon-
ar starfsmenntun fyrir starfsmenn
fyrirtækja.
SÍMEY stuðlar að því að einstak-
lingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi að-
gang að hagnýtri þekkingu á öllum
skólastigum og eitt helsta hlutverk
miðstöðvarinnar er að auka sam-
starf atvinnulífs og skóla.
Hægt er að nálgast nánari upplýs-
ingar um námskeið vetrarins á
heimasíðu SÍMEY: www.simey.is.
Séra Magnús segir Alfanámskeiðin, sem eru bresk að uppruna, hafa breiðst út um allan
hinn kristna heim.
Allir hafa eitthvað til málanna að leggja.
Dansskóli Sigurðar Hákonar-
sonar er einn rótgrónasti
dansskóli landsins og býður
upp á fjölbreytta danskennslu
fyrir fólk á öllum aldri.
„Það nýjasta í dag er að börn á
aldrinum sex til tólf ára sem eiga
lögheimili í Kópavogi fá niður-
greidd skólagjöld í íþróttaiðkun,
og þar á meðal dansi. Niður-
greiðslan nemur tíu þúsund krón-
um á ári og kemur út sem hreinn
og beinn afsláttur fyrir börnin
þegar þau ganga frá kennslugjöld-
unum. Vonandi verður þetta til
þess að krakkar fari meira í dans.
Dansinn er kominn mikið inn í
grunnskólana í dag en margir skrá
sig í dansinn fyrir utan skóla enda
er dansinn líka keppnisíþrótt ef
fólk vill það,“ segir Edgar K.
Gapunay, skólastjóri dansskólans.
„Í haust bjóðum við upp á
freestyle jazzballettnámskeið
fyrir níu til tíu ára og upp úr. Við
bjóðum líka upp á almenna sam-
kvæmisdansa, bæði standard
dansa og suður-ameríska dansa,
línudans og einnig salsa og
mambó. Við erum með mjög al-
hliða kennslu og auglýsum eigin-
lega hvað sem hægt er að auglýsa.
Hver veit nema ballett og nútíma-
dans bætist einhvern tímann við,“
segir Edgar sem er búinn að dansa
í 25 ár.
„Það er alltaf gaman að læra
eitthvað nýtt og að læra að hreyfa
sig í takt við eitthvað. Í dansi svo
sem gerist ekki alltaf eitthvað
nýtt en það eru til endalaus spor
sem fólk getur lært þó það hafi
verið í dansi í fjölmörg ár. Maður
getur aldrei hætt að læra í dansi
því maður getur alltaf lært ný
spor,“ segir Edgar og segir dans-
skólann vera rótgróinn skóla með
nútímaívafi.
Maður hættir aldrei að læra í dansi
Edgar tók við dansskólanum í maí á síðasta ári en hefur verið að dansa síðan hann man eftir sér.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
H
Allir leggja fram sinn skerf