Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 21
Þú kemst frá Hlemmi að Esjurótum á fjörutíu mínútum fyrir einn strætómiða. Við Esjurætur er strætóskýli þar sem leið 27 stoppar á klukkutíma fresti. Strætó bs. hefur boðið borgarbúum upp á þessa þjónustu í talsverðan tíma. Alltaf er slæð- ingur af fólki sem skilur bílinn eftir heima og tekur strætó að Esjunni en leið 27 þjónar fyrst og fremst íbúum á Kjalarnesi. „Það hefur verið mikið af út- lendingum í sumar og svo kemur göngufólk í góðu veðri,“ segir Árni Gunnarsson, bílstjóri á leið 27, aðspurður hvort göngufólk nýti sér ferðir vagnsins. Honum finnst þó ekki nógu margir nýta sér þjónustuna því hún sé mjög þægileg, sérstaklega vegna þess að strætóskýlið sé svo vel staðsett - akkúrat við rætur göngustígsins á Þverfellshorn. Nokkrir einstak- lingar í viku fari þessa leið að meðaltali. „Á góðri helgi er hér ágætis fjöldi,“ bætir Árni við. Leið 15 leggur af stað frá Hlemmi þrjár mínútur yfir heila tímann og 25 mínútum seinna er hún komin á stoppistöðina Háholt í Mosfellsbæ. Þar er hægt að skipta beint yfir í leið 27 sem tek- ur fimmtán mínútur í að komast í Esjuskála. Ferðirnar eru þó að- eins strjálari um helgar og er fólki bent á heimasíðu strætó, bus.is, þar sem allar upplýsingar er að fá. ■ 5MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2005 Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is OPIÐ Í SUMAR: laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000 Mikið úrval af skotveiðibúnaði fyrir gæsaskyttur ... Tvíhleypur frá FAIR og Sabatti haglaskot frá Baschieri og Pellagri Einnig veiðirifflar í hreindýraveiðina frá Mannlicher og Sabatti Me› strætó á Esjuna Maður þarf ekki að eiga bíl til að komast upp á Esjuna. Það er furðulegt með kuldabola, sem nú ríður röftum norðan lands, hann hrekur ekki burt veiðimenn sem fá fína veiði! Það snjóar og frýs í lykkjum veiðistanga en samt veiðist vel. Rífandi gengi hefur verið í Reykjadalsá síðustu daga en þar er nú staddur Pálmi Gunnarsson með hinum heimsfræga bandaríska hljóðfærasmið Stewart Spector, en þeir voru báðir í fréttum um daginn vegna bassans sem Spector færði Pálma. „Við komum í Reykjadalsána á föstu- dag og erum örugglega búnir að veiða og sleppa um 25 löxum hér á sex vöktum með mjög rólegri ástundun,“ seg- ir Pálmi. Hann telur skrýtið að í þessum kulda hafi veiðst á yfirborðsflugur: „Púpur sem ég læt skauta á yfirborðinu eða rétt undir því.“ En það voru fleiri að gera það gott í kuldanum. Svartá í Bárðardal gaf vel um helgina þótt hiti færi niður í mínus og slydda skylli á hyljum. Gengi sem þar var setti í fjölda fiska og merkilegast var að enginn var undir fjórum pundum. Sá stærsti var sjö pund, áætlaður, þar sem öllum fiski er sleppt aftur samkvæmt reglum. Þungar straumflugur gáfu best í slyddunni og skipti litlu hvort þaulvanir veiðimenn feyktu flugum eða algjörir byrj- endur - allir fengu veiði! Og í Skagafirðinum veiddu menn þrátt fyrir kuldakast og slyddu. Bullandi veiði var í Mýrar- kvísl þar sem náðust 13 laxar á einu degi og sagði Ingvar Karl Þorsteinsson að fullt af fiski væri í ánni: „Þetta var frá- bær dagur og fyrir utan þessa þrettán laxa, sluppu fjöl- margir, enda skítkalt og áin aðeins fjórar gráður!“ En það eru ekki alltaf jólin þótt snjói. Hollið sem var í Mið- fjarðará um helgina gerði engar rósir. Einungis 32 laxar komu á stangirnar 10 í þrjá daga sem þýðir um það bil einn lax á stangardag. Aðstæður gerðu mönnum erfitt fyrir því það var bæði kalt og bálhvasst á bakkanum og fiskur- inn niðri við botninn. Miðfjarðará er nú komin í um 1.200 laxa en lokatalan í fyrra var 2.228 laxar. Og svo var lukkan yfir „Stebba kokk“ eða Stefáni Hjaltested flugnahönnuði með meiru í Hlíðarvatni í Selvogi: „Ég fór úr bænum klukkan sex um morguninn og þegar ég kom að vatninu var algjör spegill á því, sólskin og blíða. Við höfum það þannig að fullorðna fólkið festir í fiskana, litlu krakk- arnir fá að draga þá að landi og kiðlingarnir, þessi alyngstu, sjá um afganginn, að rota og svoleiðis. Þetta voru mjög fínir fiskar og við náðum 37 bleikjum þennan dag.“ Svona á fjölskyldan að vinna saman! Ekki fer miklum sögum af sjóbleikjuveiði þetta haustið. Dapurt hefur verið í Vatnsdalsá og nú eru menn að koma heim eftir daginn í Eyjafjarðará og Hörgá með ekki neinn eða einn til tvo fiska. Sama er uppi á teningnum í Ólafs- fjarðará. Hins vegar fréttist að mokstri af bleikju í Víðidalsá, 70 fiskar á bilinu 2,5-4 kíló hver hjá einu gengi! Ótrúlegur gangur hefur verið í borgfirsku ánum þetta sum- arið og um hlegina rauf Norðurá 3.000 laxa múrinn. Hæst hefur hún áður farið í 2.089 fiska á ári. Sömu undrin eru að gerast í Þverá og Kjarrá en þar eru nú komnir um 3.700 laxar á þurrt sem er algjört met. Gamla metið þar á bæ var frá 1979 þegar 3.558 laxar veiddust. Heilræði vikunnar tengist því sögum vikunnar: Klæddu þig bara vel, það veiðist alltaf hvernig sem viðrar! Veiðikveðja, Stefán Jón. PISTILL Stefáns Jóns Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Fín veiði í skítakulda Sjóbleikjan getur verið snúðug á svip, og veiðist illa norðan lands núna! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N J Ó N H AF ST EI N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.