Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 31.08.2005, Qupperneq 28
Kaupfélag Eyfirðinga hagnaðist um 198 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 131 milljón árið áður. Hreinar rekstrartekj- ur námu 338 milljón- um samanborið við 177 milljónir króna árið áður. Heildareignir fé- lagsins nema fimm milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall félagins 84 pró- sent. Í tilkynningu frá fé- laginu kemur fram að félagið hafi selt eignar- hlut sinn í Samherja og sé söluhagnaður vegna þeirrar sölu 166 milljón- ir króna. - dh MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Fyrirtæki geta nú látið Lánstraust vakta alla helstu fréttamiðla landsins, sem á að auð- velda þeim eftirlit með fyrirtækjum sem tengjast viðskipta- hagsmunum þeirra. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé nýr þjón- ustuliður sem bætist við fjárhags- og við- skiptaupplýsingakerfi Lánstrausts. Frétta- vaktin byggir á sam- starfi við Fjölmiðlavaktina, en kemur ekki stað þeirrar þjónustu sem Fjölmiðlavaktin sinnir, enda ætlað að svara ólíkum þörfum. Sigurður E. Levy, deildarstjóri sölu- og þjónustudeildar Láns- trausts, segir misjafnt hversu víðtækri þjón- ustu viðskiptavinir óski eftir. Fréttavaktin sé viðbót við aðra þjón- ustu sem gerir fyrir- tækjum kleift að fylgj- ast með áhættusömum viðskiptavinum og ekki síður að vakta ný sóknar- færi í viðskiptum. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar KB banki hefur safnað hlutabréf- um í stærsta útgerðarfélagi landsins HB Granda undanfarn- ar vikur og mánuði, og er hlutur bankans kominn yfir 21 prósent af útistandandi hlutafé. Til sam- anburðar átti bankinn um fimm prósent snemma í janúar og hef- ur síðan bætt við sig jafnt og þétt. Í júlí keypti bankinn allt hlutafé HB-fjölskyldunnar á Akranesi, um sex prósenta hlut. KB banki hefur nánast verið einn á kaupendahliðinni allan ágústmánuð. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins er bankinn ekki að kaupa fyrir stærstu hluthafa félagsins en það gæti þýtt að yfirtöku- skylda myndaðist. Stjórnendur félagsins hafa lýst því yfir að ekki sé vilji af þeirra hálfu að taka félagið af markaði og verður ekki hróflað við stjórnun félags- ins án þeirra samþykkis. Tveir hluthafar eiga bróðurpart hluta- fjár í HB Granda auk KB banka; Vogun á 31 prósent og Hampiðj- an um tíu prósent. Árni Vil- hjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, á sæti í stjórn Vogunar og Hampiðjunnar og Kristján Loftsson er einnig stjórnarmaður í báðum félögum. Talið er mjög líklegt að KB banki sé að kaupa bréfin fyrir þriðja aðila sem ekki hefur feng- ist staðfest hver sé. KB banki hefur alla getu til þess að halda stórri stöðu í HB Granda um langa hríð og ekki er talið ósenni- legt að bankinn telji að félagið eigi meira inni og gengi félagsins geti því hækkað áfram. Félög tengd Árna og Kristjáni hafa verið að kaupa hlutabréf í HB Granda á liðnu ári. Hampiðj- an hefur keypt um 1,4 prósent á tæpu ári, Vogun um sex prósent og Ker, sem er að fimm prósent- um í eigu Vogunar, um 1,3 pró- sent. Gengi bréf í HB Granda stóð í 8,9 krónum á hlut við lok við- skiptadags í gær en var 7,75 í ársbyrjun. Kaupþing safnar bréfum í HB Granda Bankinn aðalkaupandinn allan ágústmánuð. Þrír stærstu hluthafarnir ráða yfir sextíu prósenta hlut í útgerðarfélaginu. FRÁ AÐALFUNDI HB GRANDA KB banki hefur stækkað stöðu sína í HB Granda frá ára- mótum úr fimm prósentum í 21 prósent. SKYRIÐ FRÁ KEA ER VIN- SÆLT KEA hagnaðist um tæpar 200 milljónir á fyrstu sex mán- uðum ársins. Vakta sóknarfærin SIGURÐUR E. LEVY KEA hagnast um 200 milljónir Föroya Tele á breskan markað Færeyska ríkisfjarskiptafyrirtækið hefur keypt hlut í breskri breiðbandsveitu. Færeyska ríkisfjar- skiptafyrirtækið Föroya Tele hefur keypt hlut í bresku breiðbandsveit- unni Telebria. Telebria er rúmlega tveggja ára gamalt fyrirtæki og stendur nú að uppbygg- ingu stærsta breið- bandskerfis á Bret- landseyjum. Mikil einkavæðingar- hrina er fyrir dyrum í Færeyjum og er Föroya Tele eitt þeirra fyrir- tækja sem til stendur að einkavæða. Leiða má að því líkum að með kaup- unum leitist forsvars- menn fyrirtækisins við að auka verðmæti þess áður en það verður selt. Segir í tilkynningu frá Föroya Tele að fyrirtækið telji nauðsynlegt að færa sig út fyrir eyjarnar til þess að mæta kröfum um frekari vöxt og að í út- rásinni sé ómetanlegt að njóta samstarfs við fyr- irtæki á borð við Telebr- ia. Tróndur Djurhus, framkvæmdastjóri, tek- ur sæti í stjórn Telebria fyrir hönd Föroya Tele. Alls var seldur rúm- lega 120 milljóna króna hlutur í Telebria og var Föroya Tele stærsti kaupandinn. - jsk FRÁ FÆREYJUM Föroya Tele hefur hafið innrás á breskan breið- bandsmarkað. Í tilkynn- ingu frá færeyska fyrir- tækinu kemur fram að nauðsynlegt sé að leita út fyrir eyjarnar til þess að mæta kröfum um frekari vöxt. Útlán Byggðastofnunar minnka Byggðastofnun tapaði fjörutíu milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið áður. Hreinar vaxtatekjur námu 184 milljónum króna samanborið við 120 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld jukust mikið milli ára og voru 419 milljónir en voru 282 milljónir árið áður. Heildarútlán sjóðsins hafa dregist saman um tvo milljarða milli ára og námu rúmum 10 millj- örðum í lok júní. - dh Tæknival tapar 41 milljón Tæknival tapaði 41 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins og var rekstrartap fyrir afskriftir og fjármagnsliði þrettán milljón- ir króna. Ekki er hægt að bera af- komu félagsins saman við árið áður vegna þess að hagnaður af sölu verslana í eigu Tæknivals var rúmur milljarður. Veltufé frá rekstri var 27 milljónir króna. Eigið fé félagsins er neikvætt um 41 milljón. Í tilkynningu frá félaginu seg- ir að hægur viðsnúningur sé í rekstri félagsins og gert sé ráð fyrir hagnaði á næsta ári. - dh BYGGÐASTOFNUN Á SIGLUFIRÐI Tap fyrstu sex mánuði ársins nam 40 milljónum. Vogun 31,7% KB banki 21,3% Hampiðjan 9,4% Tryggingamiðstöðin 5,4% Sjóvá-Almennar 5,2% Ker 4,8% Ingimundur Ingimundarson 4,3% Nafta 3,2% Fiskveiðahlutafélagið Venus 2,6% Vopnafjarðarhreppur 2,4% T Í U S T Æ R S T U H L U T H A F A R H B G R A N D A 2,5 milljarða hagnaður Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar skilaði um 2.450 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári, sem er nærri áttfalt meiri hagn- aður en árið áður. Arðsemi eigin fjár var um 132 prósent. Þessi mikli vöxtur skýrist af aðstæðum á innlendum hluta- bréfamarkaði. Söluhagnaður af verðbréfum var um 1,2 milljarð- ar króna. Stærsta eign Eignar- haldsfélagsins var um þrjátíu prósenta hlutur í VÍS og þriðj- ungshlutur í Eignarhaldsfélaginu Hesteyri, sem á stóran hlut í VÍS og Skinney-Þinganesi. - eþa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.