Fréttablaðið - 31.08.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 31.08.2005, Síða 70
30 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Heyrst hefur að það gangi orðiðmjög illa að fá íslensku stað- genglana í kvikmyndinni Flags of Our Fathers til þess að mæta í tök- ur. Ljóminn virðist vera farinn að dofna til muna og margir eru til að mynda mjög óánægðir með matinn. Dæmi eru um að staðgenglarnir hafi ekki fengið að borða tímunum saman og svo virðist sem sumir séu einfaldlega búnir að fá nóg af þessu skipulagsleysi sem virðist ríkja á tökustað og nenni ekki að heiðra Reykjanes- ið með nær- veru sinni. Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundur-inn Ingólfur Margeirsson er nú að leggja lokahönd á nýja bók. Bók- in er allsérstök en hún fjallar um áfallið sem hann varð fyrir í ágúst 2001 þegar hann fékk heilablóðfall. Í bókinni segir Ingólfur frá hvernig var að lifa áfallið af og byggja sig upp á ný. Bókin kemur út hjá Skruddu sem er nýtt en ört vaxandi bókaforlag. Ingólfur hefur skrifað fjölda bóka sem vakið hafa athygli, meðal annars ævisögur Guðmundu Elías- dóttur, Maríu Guðmunds- dóttur, Árna Tryggva- sonar og Esra S. Pétursson- ar. Það er annars af Ingólfi að frétta að hann nemur sagn- fræði við Há- skóla Íslands og heldur úti vefnum ingo.is þar sem hann fjallar um menn og mál- efni líðandi stundar. LÁRÉTT 1 mjólkurvara 5 rökkur 6 C 7 þys 8 flík 9 tími myrkurs 10 í röð 12 hækkar 13 stækkaði 15 ung 16 gefa frá sér reiði- hljóð 18 spírun. LÓÐRÉTT 1 kvíði 2 viljugur 3 ryk 4 réttdæmur 6 efni 8 yfirgaf 11 friðill 14 knæpa 17 verk- færi. LAUSN Jóga í Garðabæ Byrjar í Kirkjuhvoli 5. september Framhaldstímar mánud. og miðvikud. kl. 18.00–19.15 Byrjendatímar mánud. og miðvikud. kl. 19.30–20.45 Kennari er Anna Ingólfsdóttir, Kripalu jógakennari. Uppl. og skráning í símum 565 9722 og 893 9723. Anna Ingólfsdóttir „Þetta er spennandi því Eivör er Færeyingur og ég er hálf-færeysk. Það var því efst á listanum að kom- ast heim,“ segir leikstjórinn María Ellingsen en hún er stödd í Færeyj- um þar sem tvær sýningar verða á verkinu Úlfhams saga á morgun. „Við sýnum í Norðurlandahúsinu við hátíðarviðhöfn því verið er að undirrita viðskiptasáttmála milli landanna. Þetta er stærsti frísátt- máli sem Ísland hefur gert við ann- að land og Davíð Oddsson hefur verið hér í opinberri heimsókn síð- an í gær.“ María er spennt að sjá hvernig Færeyingar tengja við verkið. „Við notuðum færeyskan dans og rímnasöng sem innblástur á æfing- artímabilinu og enn eimir af þeim takti og krafti í sýningunni. Fólk er mjög spennt fyrir Eivöru Pálsdótt- ur og það er gaman að fylgjast með henni tala við pressuna,“ en Eivör sér um tónlistina í Úlfhams sögu og hlaut Grímuna, íslensku leiklistar- verðlaunin, fyrir vel unnin störf. „Eivöru er tekið eins og drottningu í heimalandi sínu en sjálf er hún auðmjúk í allri framkomu enda prúð stúlka sem þakkar guði fyrir allt sem hún hefur.“ María Ellingsen segir að ís- lenski leikhópurinn, sem sam- anstendur af tuttugu manns, sé einna spenntastur fyrir að fá að smakka færeyska matinn. „Við fáum færeyska máltíð að sýning- unum loknum og það þykir mest krassandi að fá að smakka skerpu- kjötið,“ en að sögn Maríu er það þurrkað og sigið lambakjöt. „Okk- ur er tekið með kostum og kynjum og græna og fallega landslagið hér umvefur okkur og gefur okkur kraft til þess að takast á við verk- efnið.“ ■ ÚR ÚLFHAMS SÖGU Verkið verður sýnt í Færeyjum á morgun þegar viðskiptasáttmáli milli Íslands og Færeyja verður undirritaður. Fyrir tæpum þremur árum byrj- aði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir að skrifa sína fyrstu bók sem hún er að leggja lokahönd á nú. Bókin ber nafnið Í fylgd með fullorðn- um, og fjallar um samskipti barna og fullorðinna. Samskipti sem byggja bæði á skilyrðislausri ást og líka því ofbeldi sem börn sæta stundum af hendi fullorðinna. „Hún einkennist af brotum og litl- um sögum sem mynda einhvers konar heild,“ sagði hún þegar Fréttablaðið náði tali af henni í fjörutíu stiga hita en hún er búin að koma sér vel fyrir í kvikmynda- borginni Los Angeles. „Hér eru flestir leikarar, ef ekki þá þykjast þeir vera það. Og ef þeir eru ekki að þykjast vera leikarar þá eru þeir að minnsta kosti leikstjórar, rithöfundar eða framleiðendur,“ segir hún. Steinunn býr í dalnum San Ferndando sem er skreyttur fallegum garði með appelsínu- trjám. Þar einbeitir hún sér að því að skrifa, slá grasið í garðinum og tína appelsínur. Hún segist ekki sakna rigningarinnar á Íslandi. „Þær eru yndislegar þessar heitu nætur,“ segir hún. Steinunn segir að það hafi verið kominn tími á einhverja tilbreyt- ingu í sínu lífi. „Ég sagði upp í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Hætti í leikhúsi þar sem ég er nán- ast alin upp,“ útskýrir hún. Frá sviðinu lá leiðin í sjónvarpið þar sem hún vann við dagskrárgerð ásamt vinkonu sinni, Margréti Örnólfsdóttur. Þar kynntist hún listinni að skrifa. „Þar vorum við aðallega að skrifa grínefni,“ segir hún. Bakterían tók sér þó bólfestu þar og hún veit af hverju. „Ég fór að njóta þess að vinna ein sem var alveg nýtt fyrir mér. Það er tölu- vert áreiti að vinna með mikið af fólki eins og í leikhúsinu. Að skrifa var því hálfgerð hvíld fyrir mig,“ segir Steinunn sem finnst hún sé að verða ófélagslyndari með aldr- inum. „Er bara lögst í kör og farin að vinna í kyrrþey,“ bætir hún við og hlær. Steinunn segir að skáld- skápurinn sé nýr vettvangur fyrir sig og það sé alltaf áskorun. „Þetta er kannski ekkert óáþekk tilfinn- ing og að eiga stóra frumsýningu í vændum. Nú get ég hins vegar ekki falið mig á bak við leikstjóra, leikritaskáld eða samleikara.“ Hún segist reikna með því að koma heim í nóvember og kynna bókina sem kemur út hjá JPV útgáfu. „Ég ætla engu að síður að halda jólin hér úti. Appelsínutímabilið nær hámarki í desember og ég ætla ekki að missa af því.“ freyrgigja@frettabladid.is STEINUNN ÓLÍNA: LEGGUR LOKAHÖND Á FYRSTU BÓK SÍNA Samskipti fullorðinna og barna í brennidepli Sæki námskeið og held námskeið Já, vafalaust sæki ég ein- hver námskeið í vinnunni. Í fyrirtækinu mínu eru fjöl- mörg námskeið og ég mun eflaust vera með þeim duglegustu að sækja þau. Í flestum tilfellum eru þetta námskeið tengd tölvukerfinu en auk þess alls þá held ég reyndar sjálf námskeið. Bæði um bóksölu og framsögn svo í rauninni mun ég bæði sækja námskeið og halda þau. Fer alltaf á námskeið Já, alveg áreiðanlega. Ég er vön að fara alltaf á eitt- hvert námskeið á hverjum vetri. Það er nauðsynlegt til þess að halda sér við. Ætli það væri ekki helst uppi í Endurmenntunar- stofnun Háskólans. En ég á eftir að fara yfir það sem er í boði og það sem er framundan. Getur vel verið Það getur vel verið að ég fari á námskeið hjá My Pocket Productions. Þar eru þau Helena Jónsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson með alls konar námskeið. Ég er hins vegar ekki góð í að plana svona fram í tím- ann og oftast plana ég ekki meira en tvo daga fram í tímann. Ég fer hvorki á námskeið á morg- un né hinn allavega. En ég fór á námskeið í fyrra og geri það eflaust líka í vet- ur. BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR Vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum (í fæðingarorlofi). ERNA HAUKSDÓTTIR Ferðamálafrömuður. MARGRÉT KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Söngkona. ... fær Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri fyrir að gera hausthreingerningu í leikhúsinu og bjóða upp á spennandi verk- efni í Þjóðleikhúsinu í vetur. HRÓSIÐ ÞRÍR SPURÐIR Ætlar›u a› sækja einhver námskei› í vetur? FRÉTTIR AF FÓLKI1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 LÁRÉTT:1Áfir, 5Húm,6Sé,7Ys, 8Fat, 9Nótt,10Gh,12Rís,13Jók,15Ný,16 Urra,18Álun. LÓÐRÉTT:1Áhyggjur, 2Fús,3Im,4 Réttsýnn,6Satín,8Fór, 11Hór, 14Krá, 17 Eivöru teki› eins og drottningu STEINUNN ÓLÍNA „Hér eru flestir leikarar, ef ekki þá þykjast þeir vera það.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.