Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 10
HEILBRIGÐISMÁL Deilur einstakra
lækna og yfirstjórnar Landspítala
- háskólasjúkrahúss eru á við-
kvæmu stigi. Takist stjórnar-
mönnum ekki að ná samkomulagi
við læknana sem í hlut eiga, er ótt-
ast að fleiri læknar rísi upp með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Ýmsir hafa orðið til að skella
skuldinni á sameiningu stóru spít-
alanna, sem er þó ekki höfuðorsök
vandans. Hún hefur hins vegar
valdið því að nú hafa sjúkrahús-
læknar aðeins einn vinnuveitanda
og þeir því í viðkvæmari stöðu en
ella. Valdabarátta og ýmiss konar
togstreita eru kraumandi undir
niðri. Svo skarst verulega í odda
með kröfu stjórnarnefndar LSH í
desember 2001 um að yfirlæknar
skyldu einungis vinna innan vegg-
ja spítalans væru þeir ráðnir þar í
fullt starf. Þar með átti stofu-
rekstur þessara tilteknu lækna að
vera úr sögunni.
Á það hefur verið bent að yfir-
læknarnir hafa gert ráðninga-
samning við vinnuveitanda sem
setur þeim ákveðin skilyrði, þan-
nig að þeir eiga valið. Í trausti
kjarasamnings þeirra sem LSH
gerði við Læknafélag Íslands, er
stjórn spítalans stætt á að setja
fram þessa kröfu um störf yfir-
manna. Hafi læknir ráðið sig í 100
prósent starf hjá spítalanum þá
gefur það auga leið að hann getur
ekki jafnframt unnið á stofu.
Vinni hann einn dag í viku utan
spítalans þá er starfshlutfall hans
einungis í 80 prósent.
Mál rekið fyrir dómi
Einn þeirra sem ekki vildi hætta
að reka stofu úti í bæ var Tómas
Zoëga, fyrrum yfirlæknir á
geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til
þess úrræðis að færa hann til í
starfi, þannig að hann gegndi
stöðu sérfræðings. Þessu vildi
Tómas ekki una, og fór í mál við
spítalann. Það er nú rekið fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur og er
prófmál. Læknafélag Íslands fjár-
magnar málareksturinn fyrir
Tómas. Ástæðan er sú, að hann
hafði haft þessa tilhögun í starfi í
langan tíma áður en stjórnar-
nefndin setti fram helgunarkröf-
una, auk þess sem hann var lækk-
aður í stöðu á spítalanum, en hann
var ráðherraskipaður yfirlæknir.
Læknafélagið hefur bent á dæmi
um yfirlækna á LSH sem ráðnir
eru í hlutastarf og vinna einnig úti
í bæ.
Margvíslegar deilur
Þetta er ekki eina ágreiningsefnið
milli sérfræðinga og stjórnar
LSH. Einn sérfræðingur í æða-
skurðlækningum hefur sagt upp
vegna óánægju með uppsetningu
stimpilklukku, svo og að erfitt sé
að vinna í andrúmslofti þar sem
harðar deilur standa yfir. Yfir-
læknir æðaskurðdeildar rak stofu
úti í bæ áður en stjórnarnefndin
setti fram helgunarkröfuna. Hann
hefur ekki viljað una henni frem-
ur en Tómas Zoëga. Spítalastjórn-
in vildi að hann segði upp stöðu
yfirlæknis, sem hann hefur ekki
gert. Hann á yfir höfði sér áminn-
ingu stjórnar fyrir vanrækslu í
opinberu starfi, þar sem hann
hlýddi ekki yfirboðurum sínum.
Hann er með sín mál í höndum
lögfræðings. Hinn þriðji, sem er
almennur skurðlæknir, rekur
stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn
hans eiga í deilum meðal annars
vegna helgunarkröfunnar.
jss@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Ég hitti daglega
lækna á Landspítalanum sem líð-
ur mjög illa andlega. Þeim finnst
þeir ekki fá tækifæri til að sinna
sjúklingnum eins og þeir ættu að
gera og þora ekki að segja neitt.
Ef menn gera það þá eru þeir
teknir í gegn.“
Þetta segir Ólafur Þór Ævars-
son sérfræðingur sem hætti
störfum á Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi fyrir þremur árum
vegna ágreiningsmála.
Hann var starfandi yfirlækn-
ir, svo og kennslustjóri á geð-
deild LSH, fyrrverandi formaður
Læknafélags Reykjavíkur, sat
um tíma í stjórn læknaráðs LSH,
auk þess sem hann var formaður
vísindasiðanefndar spítalans.
Hann telur að deilur lækna og
stjórnarmanna spítalans nú, sé
ekki eingöngu hægt að rekja til
sameiningar spítalanna. Hann
segir að helgunarkrafa stjórnar-
innar á yfirlækna sé mjög skilj-
anleg. Hins vegar sé ósanngjarnt
að þeir megi gegna launuðum
störfum utan spítalans við allt
annað en að vera á stofu. Það hafi
skapað spennu meðal þeirra.
„Andinn meðal lækna á LSH í
dag er þannig að þeim finnst
yfirstjórnin ganga of hart fram
líkt og hún vantreysti mönnum.
Ef þeir gera ekki eins og þeim er
sagt þá geta þeir ekki verið á
staðnum. Þeir eru undir álagi
sem þeir hafa enga stjórn á
lengur.“ -jss
SLÁTURTÍÐ
SPURT & SVARAÐ
10 10. september LAUGARDAGUR
Urðun sláturúrgangs geta fylgt margvísleg
vandamál og jafnvel sjúkdómar. Hún við-
gengst þó hér á landi, en hefur víða er-
lendis verið bönnuð. Um þessar mundir
er kjötmjölsverksmiðja að hefja starfsemi
að nýju á Suðurlandi, eftir gjaldþrot, tekur
hún við öllum sláturúrgangi sem til
skamms tíma hefur verið urðaður. Á Suð-
urlandi einu falla árlega til um fjögur til
fimm þúsund tonn af lífrænum úrgangi
frá sláturhúsum og kjötvinnslum.
Hvernig verður kjötmjöl til?
Enginn markaður er til fyrir kjötmjöl og
því verður það urðað, en það er ólíkt
hreinlegra en að urða sláturúrganginn
beint. Mjölið er búið til með því að sjóða
og brenna svo úrganginn, en áður fyrr var
mjölið notað bæði sem skepnufóður og
sem gróðuráburður, enda ríkt af margvís-
legum snefilefnum.
Er teflt á tvær hættur?
Kjöt- og beinamjöl fékk á sig nokkuð
óorð þegar kúariðufárið stóð sem hæst í
Bretlandi og notkun þess í fóður var
bönnuð. Afbrigði af kúariðunni getur
lagst á fólk með skelfilegum afleiðingum,
því sjúkdómurinn ræðst á heilann,
þannig að hann verður eins og
svampur á eftir.
Hvað kemur það verksmiðjunni hér við?
Ein kenningin um uppruna kúariðu er sú
að kýr hafi verið fóðraðar á kjötmjöli sem
í hafi farið sláturúrgangur af riðusýktu
sauðfé. Hér hefur sauðfjárriða ítrekað
komið upp sums staðar á landinu, meðal
annars á Suðurlandi, starfssvæði kjöt-
mjölsverksmiðjunnar. Það þarf því ef til
vill engan að undra þó svo að sala mjöls-
ins sé takmörkuð.
Enginn marka›ur fyrir kjötmjöli›
FBL GREINING: URÐUN EÐA BRENNSLA SLÁTURÚRGANGS?
fréttir og fró›leikur
SVONA ERUM VIÐ
17
3
LátnirAlnæmi
HIV-
sýkingar
Notaðu peningana þína ...
Ingólfur H. Ingólfsson hefur um
árabil haldið vinsæl námskeið um
fjármál heimilanna og hjálpað
fjölda fólks að ná tökum á
fjármálum sínum.
Penninn/Eymundsson veitir
15% afslátt af bókinni á meðan
á námskeiðunum stendur
... til þess að:
• Greiða hratt niður skuldir
• Hafa gaman af því að eyða þeim
• Spara og byggja upp sjóði og eignir
• Læra á verðbréfamarkaðinn
Þú getur þetta allt með peningunum sem þú átt nú
þegar því að þú átt nóg af þeim – þú þarft bara að
finna þá.
ÚR MÍNUS Í PLÚS - næstu námskeið:
Reykjavík: 13. sept. Egilsstaðir: 8. okt.
11. okt. Ísafjörður: 22. okt.
15. nóv. Akureyri: 5. nóv.
Vestm.eyjar: 12. nóv.
Selfoss: 19. nóv.
Skráning á www.spara.is eða í síma 587 2580
edda.is
Valdabarátta og togstreita
35 35
ALLS HÖFÐU 173 SMITAST AF
HIV-VEIRUNNI Á ÍSLANDI Í ÁRSLOK 2004
Heimild: LANDLÆKNIR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
I
M
AG
ES
ÓLAFUR ÞÓR ÆVARSSON Læknarnir
eru undir álagi sem þeir hafa ekki lengur
stjórn á.
SKURÐLÆKNAR Skurðlæknar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eiga í hörðum deilum
við yfirstjórn spítalans. Verið er að reyna að ná sáttum en óvíst er hvernig málum hvers
og eins lyktar.
Ástæ›ur deilumála lækna og yfirstjórnar á Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi eru margflættar. Valda-
barátta og togstreita af ‡msum toga hafa birst á
margvíslegan hátt, allt frá stö›ulækkunum til
deilna um stimpilklukku.
Nú er sláturtíð að hefjast og bændur
að heimta fé af fjalli.
Hversu margar
kindur eru í
landinu?
Fjöldi sauðfjár
síðastliðið haust
var 455.398. Þar
af voru ærnar
365.083. Þetta
er féð sem af-
urðirnar koma af
nú í haust.
Hvað á að slá-
tra mörgu fé í
ár?
Við reiknum með
því að það verði
slátrað rösklega
500 þúsund lömbum, sem er ívið
minna en í fyrra því fjöldi sauðfjár þá
var aðeins minni en 2003. Því verður
framleiðslan aðeins minni í haust en
í fyrra.
Hefur neysla á lambakjöti aukist
að undanförnu?
Neyslan hefur verið að aukast. Í fyrra
jókst hún um 13,2 prósent frá árinu
á undan. Ef við tökum fyrstu sex
mánuði þessa árs er neyslan svipuð
og á sama tíma 2004 en var þá 5,3
prósentum meiri en næstu tólf mán-
uði á undan. Markaðurinn hefur ver-
ið að breytast mjög til hins betra fyrir
kindakjötsframleiðendur.
Slátrun
sau›fjár
Fyrrum yfirlæknir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi:
Læknum lí›ur illa
ERNA BJARNA-
DÓTTIR Hagfræð-
ingur Bændasamta-
kanna.