Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 64

Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 64
10. september 2005 LAUGARDAGUR40 Um fátt anna› er fjalla› á íflróttasí›um ensku bla›anna en krikketvi›ureign Englands og Ástrala annars vegar og stö›u Sven-Göran Eriksson hjá enska knattspyrnulandsli›inu hins vegar. Flestir vilja a› Eriksson ver›i látinn fjúka. Flestir vilja Eriksson burt FÓTBOLTI England tapaði sem kunn- ugt er fyrir Norður-Írum á mið- vikudag og eiga margir erfitt með að sætta sig við það tap, þó svo að Englendingar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslita- keppni HM í Þýskalandi að ári. Fjöldamargir gestapennar og dálkahöfundar skrifuðu í ensku blöðin í gær og flestir þeirra, margir hverjir gamlar fótbolta- hetjur, segja að tími Sven-Göran sé liðinn. Einn þeirra er fyrrum leikmaður enska landsliðsins, Graeme Le Soux, sem líkir ástandinu við það sem ríkti í stjórnartíð Glenn Hoddle áður en hann var látinn fara. „Strákarnir undirbúa sig sam- an fyrir leiki en virðast samt vera svo ráðalausir þegar leikurinn þróast á annan hátt en þeir bjugg- ust við. Ég hef mestar áhyggjur af hversu lítið virðist skila sér af æf- ingum í leikina,“ skrifar Le Soux. „Þetta er keimlíkt ástand og var í stjórnartíð Glenn Hoddle eftir heimsmeistaramótið 1998. Þá var ljóst að leikmenn höfðu misst alla trú á honum.“ En samkvæmt fréttastofu BBC mun starf Eriksson ekki vera í hættu sem stendur en það er haft eftir heimildarmanni innan raða enska knattspyrnusambandsins. Sven sagði sjálfur strax eftir leik Englands og Norður-Íra að hann myndi ekki segja starfi sínu lausu og hefur hann staðið við það, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá ensku pressunni. Enska götublaðið The Sun birti til að mynda tölvugerða mynd af Eriksson með snöru um hálsinn. Hann mun þó vera eyði- lagður eftir tapið í vikunni og slaka frammistöðu sinna manna í undanförnum leikjum. eirikurst@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Laugardagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  14.00 Þór og HK mætast á Akureyri í 1.deild karla.  14.00 Fjölnir og Víkingur mætast á Grafarvogsvelli í 1.deild karla.  14.00 Haukar taka á móti Víkingum á Ásvöllum í 1.deild karla.  14.00 Breiðablik og KA mætast á Kópavogsvelli í 1.deild karla.  16.00 Völsungur og KS mætast á Húsavíkurvelli í 1.deild karla.  16.30 Breiðablik og KR mætast í úrslitum VISA-bikarsins í knattspyrnu kvenna á Laugardalsvelli. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á RÚV.  12.00 Lokamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins á RÚV.  12.00 Liðið mitt á Enska boltanum.  12.25 Leikur Írlands og Frakklands í undankeppni HM endursýndur á Sýn.  13.00 Upphitun á Enska boltanum.  13.30 Á vellinum með Snorra Má á enska boltanum.  14.00 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Leikur Manchester United og Manchester City sýndur beint. Aðrir leikir sýndir á aukstöðvunum.  16.00 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Leikur Middlebrough og Arsenal sýndur beint.  14.05 Kraftasport á Sýn.  15.00 Mótorsport á Sýn.  15.30 Motorworld á Sýn.  16.00 PGA mótaröðin í golfi á Sýn.  16.20 Leikur Breiðabliks og KR í úrslitum VISA-bikarsins á RÚV.  16.25 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn.  17.20 Spænsku mörkin á Sýn.  17.50 Spænski boltinn á Sýn.  19.50 Spænski boltinn á Sýn.  21.50 Hnefaleikar á Sýn. RIO FERDINAND Vill sættast og skora. Rio Ferdinand ætlar að skora: Vill sættast vi› stu›ningsmenn LESTU? KONUR 18–49 ÁRA Skv. fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2005 Auglýsingasími 550 5000 MEST LESNA TÍMARITIÐ Lestur á tímaritinu Birtu mælist langmestur af öllum tímaritum landsins, skv. fjölmiðlakönnun Gallup. Skemmtileg efnistök og öflug sjónvarpsdagskrá eru mikilvægir þættir sem vinna saman við að skapa þessar miklu vinsældir. Ef þú vilt að fyrirtækið þitt sé sjáanlegt skaltu auglýsa þar sem birtan er mest og líklegast að flestir sjái auglýsinguna. Komdu inn í Birtuna. Birtu er dreift inn á 95.000 heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akureyri, Akranesi, Borganesi, Selfossi og Hveragerði. AUGLÝSTU Í BIRTU! F í t o n / S Í A F I 0 1 4 1 0 4 62% 40% TÍM AR IT M OR GU NB L. 22% LI FU N FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hlaut mikinn álits- hnekki í sumar meðal stuðnings- manna Manchester United er hann neitaði að skrifa undir nýjan samning við félagið. Hann þótti sýna mikla græðgi eftir að félagið hafi sýnt honum mikla þolinmæði í kringum átta mánaða langt keppnisbann hans um árið. Hann skrifaði þó á endanum undir samninginn og vonast til að mark gegn Manchester City í dag muni græða sárin endanlega. „Ég skil vel gremju stuðningsmann- anna vegna samningamálsins og ef mér tækist að skora eitt mark eða tvö í grannaslagnum væri því máli lokið í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Ferdinand, sem hefur enn ekki skorað mark fyrir United síð- an hann gekk til liðs við félagið árið 2002. - esá ERFITT Sven-Göran Eriks- son á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. NORDIC PHOTOS/GETTY Sóknarmaðurinn Samuel Eto’osegir að Börsungar verði að brýna klærnar ætli þeir sér að verja meistaratitil sinn í spænsku deildinni. Liðið náði aðeins jafntefli gegn nýlið- um Alaves í fyrstu umferðinni en mæta næst gömlu samherjum Eto’o í Real Mallorca á heimavelli um helgina. „Ég elska Mallorca og það vita allir,“ sagði Eto’o. „En ég er hjá Barcelona til að vinna leiki. Við verðum að fara að brýna klærnar og ganga úr skugga um að ná í öll þrjú stigin og sýna hvers við erum megnugir.“ Ámeðan að Englendingar sleikjasárin eftir 1–0 tap fyrir Norður- Írum eru Skotar í skýjunum með sigur sinna landsliðsmanna í Noregi á miðvikudag. Landsliðsmennirnir fengu hlýjar móttökur við heimkom- una enda eiga Skotar nú allt í einu raunhæfan mögu- leika á öðru sæti riðilsins, sem gefur sæti í umspilsleik um eitt lautt sæti í úrslitakeppni HM að ári. „Þetta var jafnbesti landsleikur sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Darren Fletcher, mið- vallarleikmaður Manchester United. „Og það sjá allir að nú erum við komnir á gott skrið.“ Skotar eiga eftir að leika gegn Hvít-Rússum og Sló- veníu en þurfa að treysta á að Norðmenn misstígi sig annaðhvort gegn Moldavíu eða Hvíta-Rússlandi. ÚR SPORTINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.