Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 70
Undanfarin misseri hafa margir af fræg-ustu hönnuðum heims leitað langt afturtil fortíðar, til róta menningar sinnar,
og verið undir miklum áhrifum af þjóðbún-
ingum og öðrum þjóðlegum fatnaði. Japanskir
kimonoar, spænskir bolero-jakkar og rúss-
neskar loðhúfur hafa sést víða en þjóðleg-
ur rússneskur klæðnaður er einmitt
afar heitur þessa stundina. Þegar tísk-
an sækir svo sterkt í annað tímabil er
ekki flott að endurtaka nákvæmlega
það sem áður var gert, heldur er um að
gera að færa það til nútímans. Það er
til dæmis alls ekki málið að skella sér í
rússneska þjóðbúninginn frá toppi til
táar, setja tvær fléttur í hárið og láta
kalla sig Svetlönu. Kúnstin er sú að
velja úr það sem er fallegast, hvort
sem það er snið, útsaumur, mynstur
eða stök flík, og blanda því við galla-
buxur eða annað hefðbundið sem
finnst í fataskápnum. Eitt af því sem
er skemmtilegt við þjóðernistískuna
er hversu kvenleg hún er því á þeim
tíma sem fötin voru fyrst notuð var
mikill munur á klæðnaði kvenna og
karla. Á þeim tíma var ekkert sem
hét „unisex“. Konur voru í pilsum og
kjólum og í blússum með víðum erm-
um og blúndum. Útsaumur var not-
aður til hátíðabrigða ásamt leðri.
Loðhúfan er svo punkturinn yfir
i-ið í rússneskri tísku en hún er
einnig sérstaklega praktísk fyrir
okkur Íslendingana. Verum smart í vetur
og látum okkur ekki verða kalt – finnum
okkar innri babúsku.
soleyk@frettabladid.is
...um bíla
á laugardögum í Fréttablaðinu.
Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“
Síminn er 550-5000
markvissar auglýsingar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
PR
E
28
02
3
0
4/
20
05
> brúnar neglur ...
Hitaðu þér te og dúll-
aðu við neglurnar.
Það er haustlegt og
smart að vera með
brúnlakkaðar negl-
ur. Naglalakkið frá
Bourjois (litur
númer 60) er seið-
andi súkkulaði-
brúnt.
46 10. september 2005 LAUGARDAGUR
Innganga í Manson-gengi›
Ég hef oft spáð í því af hverju konur máli sig. Er það til að líta bet-
ur út, fela hrukkur eða er það gert af einskærum vana? Því er sum-
sé þannig varið að sumar kvenkyns verur kunna ekkert með snyrti-
dót að fara og þá er betra að sleppa farðanum en að mála sig illa. Ég
er að tala um þær sem bera á sig allt of mikið „kökumeik“ og nota
of mikið af öllu. Það þarf ekki. Það er alveg hægt að vera sætur með
smá gloss og maskara. Ég mála mig yfirleitt á hverjum
degi, ekki þó til að verða svo voðalega sæt, heldur til að
líta út fyrir að vera fullorðin. Bollukinnarnar og kubbs-
lega andlitið framkalla nefnilega barnalegt yfirbragð.
Ljósi punkturinn er að hrukkur eiga afar erfitt upp-
dráttar í styrjöldinni við bollukinnarnar og mér sýnist
þær síðarnefndu hafa vinninginn. Þegar ég er
ómáluð, ógreidd með flaksandi krullur lít
ég út fyrir að vera í tíu ára bekk eða svo.
Þess vegna reyni ég að vakna í tæka tíð til
að geta framkallað fullorðinslegt yfir-
bragð með sólarpúðri, kinnalit og mask-
ara. Þegar ég var ellefu eða tólf ára stalst
ég til að setja á mig maskara sem var í eigu
stúpmóður minnar. Ég hélt náttúrlega að
enginn myndi taka eftir neinu og fór með
maskarann út á pall í sólbað. Þegar ég kom
inn úr sólinni var ég spurð að því hvort ég
væri máluð og ég þverneitaði því. En fékk
vægt sjokk þegar ég labbaði að speglinum. Ég
hafði óvart nuddað á mér augun, gleymt því að
ég væri með maskara, og leit því út eins og tví-
burabróðir Marilyn Manson. Á þessum sama
tíma eignaðist vinkona mín bólufelara sem þótti
afar fullorðinslegt. Móðir hennar sagði henni að
það væri mjög óhollt fyrir húðina að meika sig og
sagði henni að nota bólufelara í staðinn. Ekki vildi
betur til en hún setti bólufelarann yfir allt andlitið
og fannst hún líta vel út. Þegar við skoðum myndir
frá þessum tíma er hún næstum því eins og stytta,
engin svipbrigði, bara massífur hlemmur yfir öllu
andlitinu. Það má því deila um hvort þetta hafi verið
gott ráð hjá móðurinni eða ekki?
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
SMEKKURINN ÁLFRÚN PÁLSDÓTTIR VERSLUNARSTJÓRI OG FÖRÐUNARFRÆÐINGUR
Buxur me› sí›u klofi og dökkblá le›urstígvél
Spáir þú mikið í tískuna? Já, mjög
mikið. Það er óumflýjanlegt starfsins
vegna.
Uppáhaldshönnuður eða fatamerki?
Stella McCartney er uppáhaldshönnuður-
inn en annnars eru rosalega mörg fata-
merki í uppáhaldi hjá mér því ég er alltaf
að uppgötva ný og ný. Ætli ég segi ekki
bara að Fornarina sé uppáhalds galla-
buxnamerkið mitt og Traffic People sé
flottast þegar mig vantar boli og toppa.
Annars kaupi ég mikið „second hand“.
Flottustu litirnir? Fyrir haustið finnst
mér svartur, dökkbrúnn, navy-blár og
gulllitaður flottastir.
Hverju ertu veikust fyrir? Ég er rosa-
lega veik fyrir beltum og töskum og á
alltof mikið af þeim.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég
var að koma frá París og keypti mér
mjög mikið þar. Það nýjasta er samt
sennilega ljósbrúnar flauelsbuxur frá
Mavi.
Hvað finnst þér flottast í tískunni
núna? Buxur með síðu klofi. Þær eru
bæði flottar, trendí og ógeðslega þægi-
legar.
Hvað ætlar þú að kaupa í haust? Ég
er að bíða eftir dökkgrænum og dökk-
bláum leðurstígvélum sem eru væntan-
leg fljótlega.
Uppáhaldsverslun? Á Íslandi eru það
Centrum, Rokk og rósir og Spútnik. Svo
finnst mér alltaf gaman að fara í Urban
Outfitters í London.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt
á mánuði? Úff! Ég verð að fá að segja
„no comment“.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án?
Ég gæti ekki verið án „Aftur“-hettu-
peysunnar minnar. Hún er svo þægileg
að þegar maður fer í hana þarf maður
eiginlega ekki að vera í neinu öðru.
Hún er til dæmis rosalega góð á slæm-
um sunnudögum.
Uppáhaldsflík? Það er gamall
Wrangler-gallajakki sem frænka mín gaf
mér fyrir mörgum árum. Hann er pínu-
lítill, eins og hann sé á fjögurra ára
barn, en hann er alltaf tekinn fram á
sumrin.
Hvert myndir þú fara í verslunarferð?
Ég er alltaf svakalega hrifin af Kaup-
mannahöfn.
Ljótasta flík
sem þú hefur
keypt þér?
Buffalo-skór.
Ég átti tvenna,
eina gráa og
hvíta og eina
svarta. Þeir
eru og voru
alveg hrika-
legir. Ég
vona að þeir
komi aldrei
aftur í tísku
því þetta
eru ljót-
ustu skór í
heimi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
, V
AL
G
AR
Ð
U
R
Rækta›u flína
innri babúsku
HVER MYNDI
EKKI vilja klæðast
þessum? Topshop
Smáralind.
RÚSSNESKT VESTI
gerir heilmikið fyrir
heildarútlitið. Top-
shop Smáralind.
PILS úr Vero
Moda.
PILS úr
Vero Moda.
ARMBAND frá
Accessorize í
Kringlunni.
SKEMMTILEGA
OFINN jakki frá
Topshop.
LILLAÐUR er litur
haustsins. Jakkinn er
frá Vero Moda.
RÚSSALEG stígvél frá 38
þrepum á Laugavegi.