Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 56
32 10. september 2005 LAUGARDAGUR Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að áætla að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum með áberandi svipað form og manneskjur? Það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skil- yrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu inn- byggðar í þróunina. Líffræðileg nauðhyggja, heims- hönnunarkenning og þróun Mikill meirihluti vísindamanna telur að öll líffræðileg nauð- hyggja – hugmyndir um að þróun sé fyrirfram ákveðin – sé í raun ósamrýmanleg þróunarkenningu Darwins. Það á einnig við um hug- myndir um að þróuninni sé stýrt, það sem kallast heimshönnunar- kenning (e. intelligent design). Þessi hugmynd er ekki viðtekin meðal vísindamanna en hefur öðl- ast nokkra hylli meðal trúaðra manna sem vilja sætta vísinda- lega heimsmynd og trúarsetning- ar kirkjunnar. Þannig má áætla að þótt til væri önnur pláneta þar sem líf fyrirfyndist væri það harla ólík- legt að lífverur myndu þróast með algjörlega sambærilegum hætti og menn á jörðinni. Hins vegar skiptist fólk í hópa eftir því hvort það telur að sumir mannleg- ir eiginleikar, svo sem meðvitund hans, auki með afgerandi hætti líkur fólks á að lifa af. Frá sjónar- horni náttúrunnar er þó ekki hægt að segja að maðurinn sé neitt bet- ur heppnuð lífvera en mörg önnur dýr, svo sem ýmis skordýr. Blind þróun Samkvæmt þróunarkenningunni er þróunin blind; hún stefnir ekki að tilteknu marki heldur er hún háð tilviljunum. Þessi hugmynd hefur ekki skilað sér að fullu í huga almennings. Ástæðan fyrir því er sú að slíkar hugmyndir ganga í berhögg við margt sem brjóstvit okkar segir. Þróunar- kenning Darwins (1809-1882) krefst, eins og afstæðiskenning Einsteins (1879-1955), róttækrar endurskoðunar á þeirri heims- mynd sem hefur myndast á þús- undum ára í menningu okkar. Það er því full ástæða til að rannsaka nánar af hvaða tagi þessi endur- skoðun er og hvert sé eðli þeirra heimsmyndar sem hún leysir af hólmi. Allt hefur tilgang, eða hvað? Frá degi til dags gerum við ráð fyrir að allt sem gerist hafi mark- mið. Til að mynda eru setningar í tungumáli okkar tengdar saman á rökrænan hátt með samtenging- um eins og „til þess að“, „vegna þess“, „því að“ og svo framvegis. Í huga okkar er fræ verðandi blóm eða tré, egg verðandi hæna og svo framvegis. Við tengjum þetta við það hvernig við sjálf för- um að. Áður en ég smíða stól hef ég nokkra hugmynd um hvernig stóll er í laginu og áður en ég legg af stað í ferðalag ákveð ég ein- hvern leiðarenda. Þessi hugsun okkar einkennist af markhyggju sem felur í sér að sérhvert ferli stefni að fyrirfram ákveðnum punkti. Það er því ósköp skiljan- legt að hversdagslegur skilningur margra á þróun sé að allar skepn- ur jarðarinnar séu gerðar sam- kvæmt einhverskonar fyrirætlun. Þessi hugsunarháttur er þó með villandi hætti yfirfærður á þróun lífvera, því þá er gert ráð fyrir því að þróunin hafi tilgang, sem hún hefur einmitt ekki. Náttúruval Staðreyndin er sú að háls gíraffans lengdist ekki í þeim til- gangi að geta betur náð upp í efstu laufblöð trjánna, heldur vildi svo til að einmitt við þessi ákveðnu skilyrði lifðu þeir gíraff- ar af sem voru með lengri háls. Hin fræga setning – þeir hæfustu lifa af – sem komin er frá heim- spekingnum Herbert Spencer (1820-1903) en ekki Darwin, er því villandi. Hæfnin er afstæð og ræðst af umhverfisskilyrðum hverju sinni. Betra er því að tala um náttúruval eins og Darwin gerði sjálfur – og í dag hallast flestir að því að valið sé ekki á milli einstaklinga heldur erfða- þátta eða gena. Sumir erfðaþættir stuðla að tilteknum eiginleikum lífvera sem gera þeim kleift að koma genum sínum áfram til næstu kynslóðar. Þar af leiðandi verða þessir erfðaþættir smám saman algengari – þeir lifa af á kostnað annarra. Breytileiki í erfðaefninu Til að náttúruval geti orðið þarf náttúran, eðli málsins samkvæmt, að hafa um eitthvað að velja. Þess vegna þarf maður að skilja hvern- ig breytileiki og frávik eru mögu- leg í erfðaefni lífveranna. Þessi breytileiki er forsenda þess að sumar lífverur lifa af en aðrar ekki. Hann verður aðallega til vegna stökkbreytinga í erfðaefn- inu, en stökkbreytingar eru yfir- leitt tilviljanakenndar og því ófyr- irsjáanlegar. Útkoman úr þróun lífvera getur því tekið á sig ærið fjölbreytta mynd. Tilviljanir og stökkbreytingar Af öllu þessu leiðir að lífveran maður (Homo sapiens) er eins og hann er sökum atburða og að- stæðna fyrir óralöngu og vegna til- viljanakenndra stökkbreytinga sem gerðu sumum einstaklingum kleift að bregðast við þeim aðstæð- um og auka kyn sitt. Með þessa vissu í farteskinu er mjög erfitt að ímynda sér hvers vegna þróun mannsins ætti að vera óhjákvæmi- legt ferli. Eða eins og bandaríski rithöfundurinn Mark Twain sagði, það er jafn fáránlegt að halda að milljóna ára þróun hafi átt sér stað svo maðurinn gæti orðið til, og að halda að Eiffelturninn í París hafi verið byggður svo títuprjónninn efst á turninum fengi að njóta út- sýnisins. Valur Brynjar Antonsson, heimspekingur Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafn- aði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Skólanemar nota vefinn mikið og má merkja það meðal annars á því að aðsóknin vex nú dag frá degi eftir að skólastarf haustsins hófst. Gestir eru nú yfir 2000 á dag um miðja vikuna. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Er spilafíkn á meðal íslenskra ung- menna, er orðið ógnanir til, af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta, duga smokkar alltaf, hvað er Parkinsonssjúkdómur og hver var hugsuðurinn Demókrítos? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS ET, ein frægasta geimvera síðari tíma. Er líklegt a› geimverur líkist mönnum? ÁHRIFAVALDAR RÓBERT ARON MAGNÚSSON PLÖTUSNÚÐUR „Það eru þó nokkrir sem hafa haft áhrif á mitt líf,“ segir Róbert Aron Magnússon, plötusnúður og kynningarfulltrúi. „Á sínum tíma hafði plötusnúðurinn Funkmaster Flex mjög mikil áhrif á mig, til að mynda á hvaða hátt ég nálgaðist tónlistina mína. Uppsetning hans á þættinum sem hann stjórnaði hafði áhrif á það hvernig ég hag- aði mínum eigin útvarpsþætti og hann hafði áhrif á mig sem plötu- snúð. Funkmaster Flex var einn sá besti í bransanum.“ Róbert segir fleiri en Funkmaster Flex hafa náð að fanga athygli hans. „Ég hafði einnig mikið álit á Dj Premiere, sem og Gangstarr, á þessum árum. Það má því segja að tónlistarlega standi þessir þrír einstaklingar upp úr að mínu mati.“ Aðspurður um það hverjir aðaláhrifavaldar hans séu í dag segir Róbert: „Nú er ég farinn að hugsa svolítið öðruvísi. Framtíð- arsýnin er stærri. Menn eins og Russell Simmons og Paul Rosen- berg, sem er umboðsmaður Eminem, eru miklir áhrifavaldar á líf mitt núna.“ Russell Simmons hefur náð að byggja upp stærðar- innar veldi þegar kemur að hiphop-tónlist og fatatísku og Ró- bert segist bera mikla virðingu fyrir honum. „Þetta eru menn sem eru farnir að hugsa aðeins stærra og öðruvísi og láta ekkert stöðva sig. Ég hef alltaf reynt að fylgjast vel með straumum og stefnum þegar kemur að tónlist og sækist eftir nýjum áhrifum. Ég fylgist með því sem er í gangi hverju sinni og svo tekur maður eitt og annað sem hentar manni, sameinar það og býr til eitthvað nýtt og spennandi.“ Róbert segir að fjölskylda hans hafi að sjálfsögðu verið stór áhrifavaldur á allt hans líf. „Ég hef reynt eftir bestu getu að hlusta á allt sem fjölskyldan segir við mig, en verð að viðurkenna að ég fylgi kannski ekki alltaf öllum þeirra ráðum.“ Afi Róberts, Jónas Nordquist, sem nú er látinn, var af gamla skólanum. Hann lagði Róberti lífsreglurnar. Ber mikla vir›ingu fyrir Russell Simmons RUSSELL SIMMONS hefur náð að byggja upp veldi sem er mjög áhugavert. RÓBERT ARON MAGNÚSSON segir þó nokkra hafa haft áhrif á sitt líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.