Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 31
Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Skoðunarskandallinn ógurlegi Hönnun nýrra bíla hefur tekið miklum framförum á síðustu árum. Einföld dæmi eru til dæmis „vöðva“stýrið sem hefur vikið fyrir rafeindastýrðu vökvastýri sem léttist eða þyngist eftir aðstæðum. Fyrsti bíllinn minn var með kassettutæki og þótti gott. Í dag eru bílar með innbyggða DVD-spilara, sjón- varpsskjái, leiðsögu- og aksturstölvu sem talar, gervihnattaút- varp með innbyggðum síma og glasahaldara aftur í. Þetta hefur þó ákveðna ókosti. Elsti bíllinn á heimilinu er nefnilega þannig að ef eitthvað bilar þarf bara að losa þrjár skrúfur til að komast að því og skipta út fyrir nýtt. Sá nýjasti á heimilinu er öðruvísi. Ef eitthvað bilar þarf ég að fara upp í há- skóla, finna tölvunarfræði- eða rafmagnsverkfræðinema, fá þá til að gera alls konar prófanir og reiknilíkön og svo laga þeir bílinn í gegnum tölvupóst. Eða svona næstum því. Bílar eiga auðvitað að vera í lagi, hvort sem til þarf skrúf- járn eða tölvubúnað, og það getur verið lífsspursmál að komast að bilunum í tæka tíð. Þess vegna leiðist mér þegar fólk segir að starfsmenn skoðunarstöðva séu drifnir áfram af misgóðum hvötum. Þeir benda oft á bilanir sem gætu komið manni illa síð- ar. Og það er gott. Maður heyrir samt sögur af konum sem brosa fallega og körlum sem bjóða í nefið. Þannig á að vera hægt að sleppa í gegn og keyra annað ár á tifandi tíma- sprengju. Á heimilinu var til þriðji bíllinn. Gamall og ljótur en fór alltaf í gang. Hann átti að skoða í ágúst. Ég vissi af einu og öðru sem ætti eftir að vekja athygli og var satt að segja ekki í neinu skrúfjárnsstuði. Ágúst leið því hægt og rólega og samviskubit- ið barst mér á gulum miða frá skoðunarstöðinni. „Ertu að gleyma þér?“ spurði það. Fyrsta september gafst ég upp. Í óstuði mínu hringdi ég í góðan vin minn sem ég veit að á gott skrjúfjárn og er stundum í stuði. Bauð honum bílinn fyrir andvirði rafgeymis gegn því að hann tæki við honum óskoðuðum. Samningar tókust og nú er vinurinn með skrúfjárnið á lofti. Næsta bíl á að skoða í janúar. Hann er miklu yngri og í topp- standi. Ég er samt byrjaður að safna neftóbaki og æfi brosið fyrir framan spegilinn ótt og títt. Vinurinn kann nefnilega ekk- ert í tölvunarfræði... LAUGARDAGUR 10. september 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.