Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 78
Smekklega subbulegt. Þessi stíll er alveg málið í dag. Þar semhrái töffarinn hittir snobbaða gaurinn. Kæruleysislega úfið hár,
flott skyrta, gallabuxur og notaðir skór. Skyrtuna jafnvel girta ofan
í eins og meðlimir Franz Ferdinand gera. Uppskriftin er: Flott og
fín föt með smá slettu af kæruleysi. Aðalatriðið er að passa sig á
að fara ekki of mikið í aðra áttina, ekki of fínt og alls ekki of
subbulegt.
Skrautleg prjónapeysa. Reynið að finna peysu sem er þaðfurðuleg og skrautleg að sex ára stelpa gæti gengið í henni
ef hún væri í hennar stærð. Hún er hins vegar ekki í hennar
stærð og virkar ótrúlega vel við töff gallabuxur og skó. Hins
vegar er algjörlega bannað að vera í skærlituðu pilsi, sokka-
buxum og flatbotna skóm við peysuna því þá lítið þið bók-
staflega út eins og ofvaxnar sex ára stelpur!
Sumarkjólar og rúllukragapeysa undir. En ótrúlega ynd-islegt. Enginn þarf að skella sumarkjólnum aftast í fata-
skápinn bara af því að bráðum fer að kólna. Skellið ykkur
bara í rúllukragapeysu undir sumarkjólinn, hlýjar og þykkar
sokkabuxur, há stígvél og jafnvel þykka ullarkápu yfir. Svaka
flott og líka hlýtt!
Subbulegi stíllinn. Sumir karlmenn virðast halda að það sem þurfi tilað vera kúl sé að bíða nógu lengi með að fara í sturtu og rugla
fitugu hárinu aðeins með höndunum. Svo skella þeir sér í skítugar
gallabuxur og leðurjakka og halda að þeir séu kúl. Þetta er hins
vegar misskilningur. Trikkið er að virka örlítið kæruleysislega í útliti
en ilma þó vel og vera í hreinum fötum.
Lopapeysur. Það er eitthvað rosalegt hjarðeðli íokkur Íslendingum sem gerir það að verkum að
þegar eitthvað kemst í tísku þá gjörsamlega verð-
um við öll að eignast það. Lopapeysurnar eru gott dæmi.
Allt í einu er svakalega töff að ganga í einni slíkri og
núna er varla þverfótað fyrir menntaskólastelpum í
lopapeysum með íslensku munstri. Það leiðinlega við
svona trend er að þegar allir eiga svoleiðis er það ekki leng-
ur töff. Lopapeysan er því orðin ofnotuð og allavega í bili úti.
Stutt pils. Hvenær voru mínípilsin aftur inni? Það man það enginn þvíþað er svo langt síðan. Þið ungu píur sem ætluðu að skella ykkur í
mínípilsi, húðlituðum sokkabuxum og svörtum stígvélum á djammið
eruð á rangri braut. Fáið ykkur frekar hnésítt pils, háa ullarsokka við stíg-
vélin og þið eigið minni hættu á að fá blöðrubólgu í röðinni fyrir utan
Sólon.
INNI ÚTI
54 10. september 2005 LAUGARDAGUR
Svanhildur Hólm Valsdóttir var íeinkennilegri og þröngri stöðu í
Ísland í dag á Stöð 2 á
fimmtudagskvöld þegar
hún tók á móti Gísla
Marteini Baldurssyni
ásamt félaga sínum
Þórhalli Gunnarssyni.
Gísli Marteinn var
fyrst og fremst
mættur í þáttinn til
þess að svara fyrir
þá yfirsjón sína að
hafa skráð sig með
BA-gráðu í stjórn-
málafræði í upp-
flettiritið Íslenskir
samtíðarmenn án
þess að hafa lokið
prófi. Gísli Marteinn er góður vinur
Svanhildar og eiginmanns hennar
Loga Bergmanns Eiðssonar og var
veislustjóri í brúðkaupsveislu þeirra í
sumar og það kom því eðlilega í
hlut Þórhalls að ganga harðar að
Gísla Marteini. Svanhildur kom sér
þó í kostulega pattstöðu þegar hún
spurði Gísla Martein út í þá stað-
reynd að bæði hann og eiginkona
hans störfuðu fyrir Ríkisútvarpið.
Það er sjálfsagt lítið við það að at-
huga og sjálf ætti Svanhildur að vita
það best þar sem hún og Logi Berg-
mann unnu bæði hjá RÚV í tilhuga-
lífinu.
Sagnfræðingurinn og Gettu beturspurningatröllið Stefán Pálsson
gerir hið vandræðalega BA-gráðu
mál Gísla Marteins að umtalsefni á
bloggsíðu sinni og segir málið ágæt-
is áminningu „til sagnfræðinga að
taka hóflega mikið mark á uppfletti-
ritum eins og Samtíðarmönnum –
upplýsingar í slíkum ritum geta
byggst á óskhyggju frekar en raun-
veruleikanum.“ Stefán finnur til með
Gísla vegna þess að í símaskránni
1998 er hann titlaður sagnfræðing-
ur. „Þessum titli bætti ég inn í
skrána í þeirri vissu að mér
tækist að útskrifast þá um
vorið. Eftir stendur að ég
var um nokkurra vikna
skeið titlaður sagnfræð-
ingur fyrri hluta ársins –
án þess að hafa lokið
BA-prófi. Hver veit nema
þessu verði slegið upp í
fjölmiðlum eftir einhver ár
og ég úthrópaður
sem loddari
og lygalaup-
ur?“
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Lárétt: 2 stolnir munir 6 í röð 8 runa 9
veitt eftirför 11 ónefndur 12 hærri 14
augnsjúkdómur 16 skóli 17 óhróður 18
stansa 20 skammstöfun 21 þekkja leið.
Lóðrétt: 1 á kökur 3 bogi 4 fornt ríki 5
starf 7 verkfæri 10 að 13 þjófnaður 15
tigna 16 hæfileikamikill 19 bardagi.
Lausn
Lárétt:2 þýfi, 6 rs, 8 röð, 9 elt, 11 nn, 12
meiri, 14 gláka, 16 fg, 17 níð, 18 æja, 20
al, 21 Rata.
Lóðrétt:1 krem, 3 ýr, 4 Fönikía, 5 iðn, 7
sleggja, 10 til, 13 rán, 15 aðla, 16 fær, 19
at.
Stór Humar
Medium Humar
Sigin grásleppa
Stór Humar
Medium Humar
Sigin grásleppa
Tónlistarmaðurinn Jón Jósep
Snæbjörnsson, betur þekktur sem
Jónsi í Í svörtum fötum, gefur í
næsta mánuði út sína fyrstu sóló-
plötu.
„Þessi plata var búin að vera til
umræðu síðan í apríl á þessu ári,“
segir Jónsi. „Þá var þessari spurn-
ingu varpað að mér, sem ég er bú-
inn að íhuga lengi vel. Ég byrjaði
á því að spyrja hvort strákarnir
væru í plötuhugleiðingum. Við
komumst að þeirri niðurstöðu að
það væri frábært að taka pásu frá
útgáfunni fyrir þessi jól. Við erum
búnir að eiga þrjár gullplötur í
gegnum árin og búið að ganga
mjög vel þannig að við ákváðum
að spara okkur, semja fleiri góð
lög og koma sterkir inn ári síðar,“
segir hann.
Jónsi segir að sólóferillinn
muni ekki hafa nein áhrif á hljóm-
sveitina og hún ætli ekkert að
slaka á í spilamennsku. „Ég er að
safna og semja efni fyrir þessa
plötu og það skiptir mig bara
mestu akkúrat núna,“ segir Jónsi,
sem mun semja hluta af lögunum
sjálfur. „Eins og með svo margt
annað þá hafa spilararnir svo mik-
ið að segja. Þeir gefa þessu svolít-
inn keim af sjálfum sér en ég mun
reyna að semja eins mikið og ég
get. Karl Olgeirsson, sem vinnur
með mér að plötunni, lumar líka á
efni og við munum eitthvað semja
saman.“
Að sögn Jónsa verður platan
persónulegri en það sem hann
hefur áður gert. „Ég mun reyna að
syngja á annan máta en ég hef oft
gert áður. Ég ætla að taka meiri
sjénsa þar sem ég mun ekki spila
lögin um hverja helgi eins og með
hljómveitinni,“ segir hann.
Persónuleg plata frá Jónsa
JÓNSI Jón Jósep Snæbjörnsson gefur út
sína fyrstu sólóplötu í næsta mánuði.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Hosni Mubarak.
Júlía Timosjenko.
Stoke City.
Tökum á stórmynd Clints
Eastwood, Flags of Our Fathers,
hér á landi lauk í Krísuvík aðfara-
nótt fimmtudags. Einhverjir úr
tökuliðinu fóru af landi brott í
fyrradag og aðrir fóru í gær, þar á
meðal sjálfur Eastwood.
Tökur á myndinni halda áfram
á mánudag úti í kvikmyndaborg-
inni Los Angeles og standa yfir
fram í lok nóvember. Þriðjungur
myndarinnar var tekinn upp hér á
landi og voru Eastwood og félagar
mjög ánægðir með land og þjóð.
„Það eina sem ég hef heyrt er að
það hafi verið glimrandi gleði
með Ísland hjá öllum og svakaleg
ánægja með alla þessa aukaleik-
ara. Þeir hafi verið íslenskar hetj-
ur sem börðust við veður og
vinda,“ segir Alexía Björg
Jóhannesdóttir hjá Eskimo.
Vel heppnað kveðjuhóf var
haldið fyrir starfsfólk myndarinn-
ar á skemmtistaðnum Rex um síð-
astliðna helgi. Mætti Eastwood
meðal annars á staðinn ásamt
helstu leikurum. Að sögn Alexíu,
sem fór í hófið, var góð stemmn-
ing á Rex enda tökum loksins lok-
ið eftir um það bil mánaðarstreð.
Einn af aðalleikurum myndarinn-
ar ljáði þar máls á því að hann
vildi fjárfesta í íbúð í Reykjavík í
framtíðinni, enda gríðarlega
ánægður með móttökurnar sem
hann fékk hér á landi. Leikarinn
mun þó ekki vera Ryan Philippe,
enda á hann konu og börn úti í
Hollywood.
Næstu þrjár vikur mun íslenskt
starfsfólk vinna við að gera hreint
í Krísuvík eftir tökurnar á mynd-
inni og reyna að skilja við svæðið
eins og komið var að því. Búninga-
og förðunardeildin hefur einnig
verið önnum kafin við að setja
búningana og fleira sem var notað
í kassa sem verða settir í gáma og
þeir fluttir út til Los Angeles.
freyr@frettabladid.is
CLINT EASTWOOD Leikstjórinn Clint Eastwood var viðstaddur kveðjuhóf á skemmtistaðnum Rex um síðustu helgi.
TÖKUM Á „FLÖGGUNUM“ LOKIÐ: EASTWOOD FARINN HEIM
Ánægja með íslensku hetjurnar
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fær Sálin fyrir að ætla að halda
útgáfutónleika vegna nýjustu
plötu sinnar í Kaupmannahöfn
en platan var að mestu leyti tek-
in upp í Danmörku í sumar.
HRÓSIÐ
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N