Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 2
2 10. september 2005 LAUGARDAGUR New Orleans-borg rýmd vegna hættu á farsóttum og eldsvoðum: fiúsundir íbúa flrjóskast vi› BANDARÍKIN, AP Her- og lögreglu- menn gengu hús úr húsi í New Or- leans í gær, lögðu hald á vopn og reyndu að fá þá íbúa borgarinnar sem enn hafast við í húsum sínum til að yfirgefa borgina vegna hættu á farsóttum og eldsvoðum. Lögreglan merkir hús sem lík finnast í til að sækja þau síðar. Talið er að allt að 10.000 manns þrjóskist enn við að verða við fyr- irmælum um að yfirgefa borgina, þrátt fyrir kolmórautt og bakter- íumengað flóðvatnið, sem geymir meðal annars óljósan fjölda rotn- andi líka, og skipun borgarstjór- ans Ray Nagin um að hafa sig á brott eða vera að öðrum kosti fluttir þaðan með valdi. En tals- maður lögreglunnar, Warren Riley, sagði að með hverjum deg- inum sem liði yrði ólíklegra að beita þyrfti nokkurn íbúa valdi, þar sem þeir gerðu sé nú flestir grein fyrir að það væri þeim fyrir bestu; þeir þyrftu ekki að óttast að óaldaflokkar rændu eigum þeirra og þeirra biði ekki ringulreið eins og ríkti fyrstu dagana í Super- dome-íþróttahöllinni og ráð- stefnumiðstöð borgarinnar. - aa Leit að frönskum ferðamanni: Fannst látinn í fiórsmörk SLYSFARIR Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgis- gæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk. Fyrr um daginn höfðu björg- unarsveitir fundið vísbendingar um að maðurinn hefði lent í vandræðum á leið fyrir Kalda- klofskvísl sem rennur í Markar- fljót. Um 80 björgunarsveitarmenn voru við leitina í gær frá sveitum af Suður- og Suðvesturlandi, en henni var stjórnað frá Hellu. Maðurinn hét Christian Aball- éa og var fæddur árið 1972. Eft- irgrennslan um ferðir hans hófst annan þessa mánaðar þegar hann mætti ekki í flug sem hann átti bókað úr landi. Hann var talinn hafa ætlað að ganga „Laugaveg- inn“ til Þórsmerkur og þaðan yfir Fimmvörðuháls til Skóga. Síðast var vitað um ferðir hans 25. ágúst í ferðamannaskálanum Álftavatni. - óká HEILBRIGÐISMÁL Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar lækn- ir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. „Það voru nokkrir einstakling- ar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo,“ segir Sigurbjörn. „Þessar hugmyndir mættu tölu- verðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerð- um.“ Sigurbjörn bendir á að heil- brigðisráðherra geti ráðið örlög- um starfsemi af þessu tagi með pól i t ískum sjónarmið- um, þó svo að ekki sé gert ráð fyr- ir almannafé í stofnun né rekstri henn- ar. Starf- r æ k s l a einkarekins spítala sé háð leyfis- veitingu ráð- herrans og hann geti leyft hana eða hafnað á grundvelli eigin skoðana um þörf- ina fyrir hana. „Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar eins og hún er núna,“ segir Sigurbjörn. „En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðis- þjónustu og vonandi verða þau sjón- armið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi.“ Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé at- vinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagna- hjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarf- semi í landinu. „Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Lækna- setrinu svo dæmi séu nefnd,“ segir hann. „Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin.“ jss@frettabladid.is 16 ára mannræningi: Í var›haldi til októberloka DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja- víkur úrskurðaði í gær sextán ára pilt í gæsluvarðhald til 21. októ- ber eða þar til dómur fellur í máli hans. Pilturinn rændi ásamt fjórum öðrum tæplega tvítugum starfs- manni Bónuss á föstudaginn fyrir viku og daginn eftir voru þeir úr- skurðaðir í sex daga gæsluvarð- hald. Hinum fjórum hefur verið sleppt. Árásarmennirnir hafa borið því við að þeir hafi verið að inn- heimta skuld hjá þeim sem þeir rændu, en honum ógnuðu þeir með skotvopni og neyddu til að taka út peninga í hraðbanka. Pilturinn sem er í haldi var nýsloppinn úr gæsluvarðhaldi þegar brotið var framið. - óká SPURNING DAGSINS Kristinn, tekur flú ólöglegar myndir? Nei, en sumar mynda minna eru eitthvað að fara á skjön við lögin. Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari hefur farið fram á lögbann á útgáfu bókarinnar Flýgur fiski- saga en hann er ósáttur við þá meðferð sem myndir hans fengu við vinnslu bókarinnar. LÖGREGLUFRÉTTIR SJÖ ÁREKSTRAR Í HAFNARFIRÐI Sjö árekstrar urðu í Hafnarfirði í gær. Allir urðu þeir skammt frá gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar. Að sögn lögegl- unnar er líklegt að bleyta á vegi hafi gert ökumönnum erfitt fyrir. Allir árekstrarnir voru þó minni- háttar. Einnig varð minniháttar árekstur á Ísafirði í gær. DÓMSTÓLAR EIGNARNÁMIÐ VAR HEIMILT Samgönguráðuneytið mátti heimila Landssíma Íslands eignarnám á fjarskiptamastri og tveggja metra breiðri lagnaleið í Stykkishólmi í ársbyrjun í fyrra, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fyrirtækið sem stefndi keypti fast- eign og lóð af ríkinu árið 2001, en í afsali var ekkert rætt um mastrið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B AN D AR .S JÓ H ER IN N /A P LEITAÐ HÚS ÚR HÚSI Hermenn sigla milli húsa í kaffærðu hverfi í New Orleans. Einkarekinn spítali innan fimm ára CHRISTIAN ABALLÉA Franski ferðamaður- inn sem ekki hafði til spurst síðan í lok ágúst fannst í gær látinn í Markarfljóti í Þórsmörk. Samningar tókust: 20 prósenta launahækkun VERKALÝÐSMÁL Nýr kjarasamning- ur tryggir félagsmönnum Sam- taka fyrirtækja í heilbrigðisþjón- ustu, SFH, tuttugu prósenta launahækkun á samningstíman- um. Samningarnir eru afturvirkir og gilda frá 1. febrúar. Síðdegis í gær var samningur- inn undirritaður hjá sáttasemjara en sættir milli SFH og SFR náðust síðasta miðvikudag en þann sama dag hefðu félagar í SFH boðað til verkfalls hefðu samningar ekki náðst. Í gær var einnig undirritaður nýr kjarasamingur við Starfs- mannafélag Suðurnesja hjá ríkis- sáttasemjara. - jse Seinheppnir rummungar: Gættu ekki a› felusta›num LÖGREGLA Tveir menn voru hand- teknir í Reykjavík aðfaranótt föstu- dags fyrir árvekni starfsmanna Ríkislögreglustjóra sem tekið höfðu eftir golfsetti við bílageymsludyr embættisins. Settinu hafði verið stolið úr bíl í nágrenninu, en starfsmennirnir biðu þar til þjófana bar að með meira góss. Þeir gistu fangageymsl- ur og voru yfirheyrðir í gær. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki óalgengt að þjófar feli þýfi sitt með þessum hætti til að minnka lík- ur á að vera gripnir með feng sinn. „Í þetta sinn gættu þeir ekki betur að vali á geymslustað.“ - óká Augljóst er a› einkarekinn spítali ver›ur settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir forma›ur Læknafélags Íslands. Hópur fólks var vel á veg kom- inn me› slíkar hugmyndir, en bakka›i vegna andspyrnu sem fla› var› fyrir. ORKUHÚSIÐ Dæmi um einkarekstur í lækningum sem þanist hefur út að undanförnu. Einkarekinn spítali er næsta skref í þeirri þróun. SIGURBJÖRN SVEINSSON Formaður Læknafélags Íslands. Hugmyndasamkeppni: Milljónir í ver›launafé VATNSMÝRIN KB banki, Landsbanki, Íslandsbanki og þróunarfélagið Þyrping ætla að leggja 21 milljón króna í alþjóðlega hugmyndasam- keppni um skipulag Vatnsmýrarinn- ar. Fulltrúar bankanna og Þyrping- ar undirrituðu ásamt borgarstjóra Reykjavíkur samstarfssamning þess efnis. Viðskiptabankarnir þrír hafa aldrei staðið saman að slíku verk- efni. „Fasteignamarkaðurinn er stór hluti af starfsemi bankanna. Vatns- mýrin er mjög áhugavert bygginga- svæði og það skiptir okkur öll máli hvernig staðið verður að skipulagi hennar,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. - sgi GLEÐISTUNDHér er borgarstjórinn í traustum höndum fjárfesta. DÓMSTÓLAR FÆR EKKI BÆTT FALL Húsfélagið í Lágmúla 5 í Reykjavík hefur ver- ið sýknað af rúmlega 10 milljóna króna skaðabótakröfu konu sem hrasaði og datt um brunnlok fyrir framan húsið í janúarlok árið 2002 á leið úr verslun Lyfju. Hún ökklabrotnaði og snerist á hné. Dómurinn sagði slysið óhappatil- vik. KJARASAMNINGAR NÆR ALLIR KUSU VERKFALL Fé- lagar í Starfsmannafélagi Akra- ness samþykktu með 97 prósent- um greiddra atkvæða að hefja verkfall 3. október næstkomandi semjist ekki fyrir þann tíma. Samningafundir hefjast hjá ríkis- sáttasemjara fljótlega í næstu viku. LITLA-HRAUN Mannræninginn ungi þarf að sitja á Litla-Hrauni þar til 2. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.