Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 18
Umsjón: nánar á visir.is Tillitslausir áhættufjárfestar Veckans Åffärer sem er vikurit um viðskipti skrifar grein um íslenska fjárfesta og fjárfest- ingar þeirra erlendis. Niðurstaða blaðisins er að þar fari tillitslausir áhættufjárfestar sem láti ekkert stoppa sig. Blaðið segir þá alla eiga sameiginlegt að hafa kynnst afskiptum lög- reglu. Er þar vísað til Baugsrannsóknar, Haf- skipsmálsins og rannsóknar um meint inn- herjasvik í tengslum við kaup Kaupþings á JP Nordiska. Það mál velktist í sænska kerfinu í á annað ár og var síðan látið niður falla. Ásak- anirnar voru um að fjárfestar hefðu keypt í JP Nordiska með innherjavitneskju um að Kaup- þing myndi gera yfirtökutilboð. Þegar kaupin áttu sér stað hafði Fréttablaðið meðal annarra fjölmiðla skrifað nokkrar fréttir um að yfir- gnæfandi líkur væru á að Kaupþing hygðist taka JP Nordiska yfir. Upplýsingarnar voru því kunnar að minnsta kosti þeim sem lesa ís- lenska fjölmiðla. Magasinkomplexinn Greinin er fremur neikvæð og fordómafull í garð Íslendinganna. Hryggjarstykkið í greininni eru gamlar ritsmíðar norskra og danskra blaða. Annars vegar skrif Berlingske Tidende sem trylltist þegar krúnudjásnið Magasin du Nord var keypt og hins vegar viðtal við prófessor Thore Johnsen við Við- skiptaháskóla Noregs í Dagens Næringliv. Prófess- orinn var harðlega gagnrýndur af kollegum hér á landi fyrir að hafa ekki kynnt sér íslenskt efnahags- líf og markað nægjanlega vel. Hann óttaðist hrun á markaði ef eitthvað blési á móti. Hrun er ekki í sjónmáli, þótt fáir neiti því að hlutabréf á Íslandi séu fremur dýr. Íslendingar eru langt því frá hættir fjárfestingum á Norðurlöndum og við því að búast að slíkar greinar birtist öðru hverju á næstu misserum. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.748 Fjöldi viðskipta: 320 Velta: 2.914 milljónir +0,33% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Dresden Bank gaf í gær út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir tvo milljarða króna. Heildarútgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er með því komin yfir þrjátíu milljarða króna. Farið hefur verið fram á hluthafafundi í sænska getrauna og spilafyrirtækinu Cherryföretagen. Burðarás hefur frá að- alfundi eignast verulegan hlut í fyrirtæk- inu og hefur farið fram á hluthafafund þar sem kosin verðu stjórn sem endur- speglar núverandi eignarhald á fyrirtæk- inu. Bandarískir neytendur hafa ekki verið svartsýnni en nú síðan í mars 2003. RBC CASH vísitalan, sem stofnunin Ipsos mælir, lækkaði úr 72,6 stigum í ágúst í 61,4 stig nú. Ástæða svartsýninnar er fellibylurinn Katrín og afleiðingar flóð- anna í New Orleans. 18 10. september 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,60 +1,20% ... Bakkavör 44,00 +0,00%... Burðarás 19,00 +1,60% ... FL Group 15,00 +0,30% ... Flaga 4,06 +0,00% ... HB Grandi 9,15 +1,10% ... Íslandsbanki 15,40 +0,00% ... Jarðboranir 20,10 +0,00% ... KB banki 613,00 +0,30% ... Kögun 56,00 -0,90% ... Landsbankinn 23,00 +0,00% ... Marel 63,90 +0,30% ... SÍF 4,76 +0,80% ...Straumur 14,20 -0,40% ... Össur 88,50 +1,10% Hampiðjan +4,48% Síminn +2,02% Nýherji +1,89% Kögun -0,88% Atorka Group -0,86% Og fjarskipti -0,41% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Miki› flökt hefur veri› á gengi krónunnar. Se›labankinn er í klemmu; hann á erfitt me› a› hækka vexti en flarf a› halda aftur af ver›bólgunni. Mikið flökt var á gengi krónunnar í gærdag. Við opnun markaða veiktist krónan strax um eitt pró- sent eins og búist var við vegna til- kynningar Seðlabankans í fyrra- dag um aukin kaup á gjaldeyri til að borga niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Hins vegar fóru gjald- eyrismiðlarar fljótt aftur að kaupa krónur. Aukin eftirspurn eftir henni gerði það að verkum að gengið hækkaði. Í lok gærdagsins hafði krónan styrkst um 0,5 pró- sent. Gjaldeyrismiðlarar sem Frétta- blaðið ræddi við í gær búast við að verðbólgan í september mælist 0,8 til 1,0 prósent. Hagstofan tilkynnir um það á mánudaginn. Það þýðir 4,2 til 4,3 prósenta verðbólgu mið- að við tólf mánuði, sem er ekki ásættanlegt fyrir Seðlabanka Ís- lands. Hans meginmarkmið er að halda verðlagi stöðugu. Fari verð- bólgan upp fyrir fjögur prósent verður bankinn að gera ríkis- stjórninni bréflega grein fyrir ástæðum þess. Til að halda verðbólgu í skefj- um má búast við að Seðlabankinn telji nauðsynlegt að hækka vexti. Greiningardeildir bankanna reikna með að stýrivextir bankans hækki um 0,5 prósent í lok septem- ber. Þegar vextir á Íslandi eru mun hærri en í öðrum löndum vilja er- lendir aðilar hagnast á vaxtamun- inum, sem er þá nógu mikill til að vega upp gengisáhættuna. Þeir kaupa þá krónur sem hefur hækk- að gengi hennar undanfarið. Í ein- földu máli má segja að erlendir að- ilar hafi í gær verið búnir að kaupa íslenskar krónur fyrir yfir þrjátíu milljarða króna og selt öðrum er- lendum aðila. Ekki er séð fyrir endann á þeim kaupum. Út frá sjónarhóli Seðlabankans takast þessi sjónarmið á; hvernig eigi að halda verðlagi í skefjum með hækkun vaxta án þess að gengið hækki um of. Í efnahagsfregnum KB banka er því spáð að vaxtamunur við út- lönd nái hámarki í byrjun næsta árs og verði 8 prósent, en lækki síðan hægt. Hátt gengi krónunnar geti verkað sem hemill á vaxta- hækkanir Seðlabankans. Einnig er því spáð að meðalgengi krónunnar það sem eftir lifi árs og á því næsta verði nokkuð hærri en áður var spáð. bjorgvin@frettabladid.is Seðlabankinn í klemmu KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka og slá met. Lokagildi henn- ar í gær var 4.748 stig sem er hæsta gildi frá upphafi. Í vikunni hækkaði vísitalan um tæp 1,8 pró- sent. Straumur fjárfestingarbanki hækkaði mest allra félaga í vikunni eða um sjö prósent en rekja má þessa hækkun til frétta af tæplega tveggja milljarða viðskiptum Þórð- ar Más Jóhannessonar forstjóra og Magnúsar Kristinssonar, stjórnar- formanns Straums, með hlutabréf í því. Burðarás, sem mun að öllum líkindum sameinast Straumi á næstunni, hækkaði um sex prósent á sama tíma. - eþa ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON HJÁ STRAUMI Hlutabréf í Straumi hækkuðu mest í vikunni sem var eða um sjö prósent. Áfram hækka hlutabréf Actavis hefur fest kaup á Higia AD, einu stærsta búlgarska lyfja- dreifingarfyrirtækinu. Kaupin eru fjármögnuð með langtímaláni en kaupverðið fæst ekki uppgefið. Forsvarsmenn Actavis segja að með kaupunum tryggi þeir sér aðgang að tvö þúsund apótekum í Búlgaríu og styrki mjög markaðs- hlutdeild sína í sölu til apóteka og sjúkrastofnana. Kaupin gera það að verkum að Actavis hefur í sömu hendi framleiðslu og dreif- ingu á Búlgaríumarkaði. Fyrirtækið virðist hafa fullan hug á því að stækka enn frekar á þessum markaði. „Búlgaría er einn af okkar lykilmörkuðum og stefna okkar er að styrkja okkur þar enn frekar,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, í til- kynningu frá félaginu. Greiningardeild KB banka tel- ur að kaupin styrki mikið rekstur Actavis í Búlgaríu og býst við að veltan þrefaldist þar. Velta Higia er áætluð um 6,6 milljarðar króna á þessu ári en gert er ráð fyrir að hún verði á bilinu 7-7,7 milljarðar á árinu 2006. - eþa FJÁRFEST Í BÚLGARÍU Actavis styrkir stöðu sína í Búlgaríu með kaupum á Higia, stóru lyfjadrefingarfyrirtæki, sem veltir tæplega sjö milljörðum króna á ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Actavis styrkir sig í Búlgaríu Talið er líklegt að Björgólfur Thor Björgólfsson taki við stjórnarfor- mennsku í Straumi fjárfestingar- banka af Magnúsi Kristinssyni að loknum hluthafafundi í Straumi sem fram fer þann 15. þessa mánaðar. Fimm manns hafa boðið sig fram til stjórnarkjörs en það eru Björgólfur Thor, Eggert Magnússon, Kristinn Björnsson, Magnús Kristinsson og Þór Kristjánsson. Er því sjálfkjörið. Tveir fyrstnefndu og Þór sitja í stjórn Burðaráss en Kristinn og Magnús í stjórn Straums. Á fundinum verður lögð fram til- laga stjórnar Straums um samein- ingu við Burðarás. Hluthafar í Burðarási munu fá um 43 prósent í sameinuðu félagi. Samdægurs fara fram hluthafa- fundir í Landsbankanum og Burðar- ási. - eþa Björgólfur Thor talinn líklegur stjórnarforma›ur Bur›aráss HÖNDLAÐ MEÐ KRÓNUNA Erlendir aðilar hafa í auknum mæli viljað nýta sér hátt vaxtastig á Íslandi miðað við útlönd og keypt íslenskar krónur fyrir um þrjátíu milljarða. Það hefur hækkað gengi krónunnar. GENGI GJALDMIÐLA Gengi gjaldmiðla segir til um verðmæti þeirra gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Til dæmis kostaði einn Bandaríkjadalur í gær tæpar 63 krónur. Þegar gengi krónunnar styrkist verður ódýrara að kaupa Bandaríkjadal í krónum. Dalur- inn verður dýrari ef krónan veikist. Í grófum dráttum má svo segja að gengi gjaldmiðla stjórnist af framboð og eftir- spurn. Aukist eftirspurn eftir gjaldmiðli hækkar gengi hans (verðið á gjaldmiðl- inum hækkar) og öfugt ef eftirspurn minnkar. GENGIÐ OG VIÐSKIPTIN Þegar gengi krónunnar er sterkt er ódýrara fyrir innlenda aðila að kaupa vöru og þjónustu í erlendum gjald- miðli. Það fæst meira fyrir hverja krónu. Hins vegar fá þeir sem fram- leiða vöru og þjónustu á Íslandi færri krónur í sinn vasa þegar þeir selja sínar afurðir í útlöndum. Þeir fá færri krónur en ella fyrir vörur sínar. Þess vegna kvarta hinar svokölluðu útflutnings- greinar á Íslandi yfir háu gengi. GENGISVÍSITALA Gengisvísitala íslensku krónunnar mæl- ir verðgildi erlendra gjaldmiðla gagn- vart krónunni. Þegar vísitalan hækkar er verð erlendra gjalmiðla að hækka í krónum talið. Hækkun vísitölunnar jafngildir því lækkun á gengi íslensku krónunnar (krónan að veikjast). Þegar vísitalan lækkar er gengi krónunnar hins vegar að hækka (krónan að styrkj- ast). Vísitalan er samsett úr myntum þeirra þjóða sem við eigum mest við- skipti við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.