Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 54
Skeiðarvogur, 1980-1981 Þarna fæddist ég. Meira veit ég ekki, enda var þetta stutt tímabil. Amma og afi áttu íbúðina. Reynigrund, 1981-1982 Ég flutti á Reynigrund aðeins árs- gömul. Ég á engar minningar það- an. Nema það að mamma sagði mér að hún hefði komið að mér einn daginn þar sem ég sat og hrærði í klósettinu með matar- sleifinni hennar. Þegar ég sá hana brá mér svo mikið að ég tók á rás en datt um þröskuldinn og sprengdi á mér vörina. Framnesvegur, 1982-1983 Ég flutti mikið á þessum árum og góðar minningar náðu því miður ekki að festast í huga mér. Nýbýlavegur, 1983-1986 Ég var þriggja ára þegar ég fluttist á Nýbýlaveg- inn og sex ára þegar við fluttum út. Skeljagrandi, 1986-1993 Ég man eftir mér á Skeljagrandanum þar sem ég var að metast við Snædísi systur mína um það hvort ég kæmi hausn- um á mér ennþá á milli rimlanna sem aðskildu stofuna og borðstofuna í íbúðinni. En þar bjuggum við frá því að ég var níu til þrettán ára. Við gerð- um okkur það að leik að troða okkur á milli þessara rimla í heilu lagi. Það end- aði með því að í þrjósku minni náði ég að troða mínum feita haus í gegn. En komst að því að ég hafði stækkað töluvert síðan síð- ast og náði að festa mig. Ég heyri enn filippeysk blótsyrði mömmu minnar dynja í eyrum mér. Austurgerði 6, 1993-2002 Ég ákvað að gerast graffari þegar ég flutti í Kópavoginn. Ég gerðist reyndar rappari á sama tíma. Götugengi vesturbæjar Kópavogs „Urban Assault“ réðu ríkjum á þeim tíma. Lenti þar í heilmikilli „eastside–westside“-deilu, sem var reyndar deila milli austur- og vesturbæjar Kópavogs. Ég vissi reyndar aldrei um hvað hún sner- ist, sem var aukaatriði, því ég var þokkalega westside. Twin Oaks, Maple Woods, New York, 2002-2003 Það var frekar erfitt að finna sér íbúð nánast hvert einasta skólaár. En fyrsta árið fékk ég að finna fyrir háskólamenningu Kana þar sem bjórinn (33cl) var þambaður af áfergju á meðan allir í kring görguðu „jug jug jug jug“. Í lokin kramdi viðkomandi dósina á enn- inu á sér með tilheyrandi sigur- hrópum „yeeeaaa“. Ég keypti mér minn fyrsta bíl þarna á 350 dollara. Þetta var gamall en sportlegur rauður bíll. Mér fannst ég ekkert smá töff. Viku síðar kom reykur úr gírkass- anum og bíllinn dó á miðri fimm akreina hraðbraut þegar ég var á leið í skólann. Það var ekki töff. Ég varð að eiga bíl til að komast í skólann svo ég keypti mér annan. Það var rauður Pontiac Grand Am. Síðustu vikuna mína í skólanum, þeg- ar ég var í loka- prófum, var keyrt á mig þar sem ég var á h e i m l e i ð . Dekkið skutlað- ist eitthvert lengst í burtu og ég sat föst í þriggja dekkja bílnum mínum og gat ekki opnað hurðina því keyrt hafði verið inn í bíl- stjórahliðina. Ég var í fullum rétti og fékk þetta bætt. Ég gerði þó eina tilraun í viðbót og keypti mér þriðja bílinn. Ford Taurus, sem reyndar ofhitnaði bara einu sinni en svo kom gat á hljóðkútinn kannski tvisvar. Íbúðarúrvalið var oft á tíðum ekki mikið. Ein íbúð sem ég skoðaði hafði verið í eigu gamallar krónískrar reyk- ingakonu sem dó af tilheyrandi af- leiðingum. Svartir blettir láku niður gulan vegginn og teppið var úr grænum svampi sem nánast skreið úr íbúðinni af sjálfsdáðum. Svo ég tók því opnum örmum að sofa bara í bílnum í nokkrar næt- ur. Næsta íbúð var einhver mús- arhola þar sem vatnið bunaði ofan í beddann í hvert skipti sem einhver á efri hæðinni fór í sturtu. Í eitt skipti átti ég líka heima tímabundið í húsi með fimm strákum. Reyndar var þetta þvottaherbergi þar sem vélin var í gangi alla nóttina. Orðaforði hússins gekk út á setn- ingar á borð við „Dude that chick is so hot“ og „did you check out the rack on that one?“ Góðir fras- ar. Eftir þetta fluttist ég til Maple Woods og bjó í lítilli kjallaraíbúð þar sem þvottavél eigendanna var í einu herberginu svo þeir áttu til að ganga í gegnum íbúðina eins og þeim sýndist. Ég gleymi þó aldrei mjúku, volgu svamp-klósettset- unni í þeirri íbúð. Hryllilegt alveg hreint. Shore Road, Long Beach, New York, 2002-2003 Á endanum fékk ég loksins íbúð sem ég átti skilið. Þessi var upp við ströndina en gallinn var sá að ég þurfti oft að keyra í einn og hálfan tíma til að komast í skólann og þá erum við bara að tala um aðra leiðina. Það hafði þó ekki mikil áhrif þegar restinni af deg- inum var eytt í sólbaði á strönd- inni. Carlton Avenue ( Fort Green ) Brooklyn, New York, 2003-2004 Þarna var ég loksins komin til Brooklyn og ekki bara eitthvert, heldur akkúrat á milli gettósins og þeirra ríkustu. Ég átti heima þar í ár sem var lengsta sam- fellda dvölin mín í New York. Vinstra megin við húsið mitt var verið að ræna búðir og skjóta fólk. Hægra megin sat fólk á ná- lægum kaffi- og veitingahúsum og talaði saman í rólegheitum með vínglas í hendi. Brooklyn er sá staður sem er mér kærastur því þar fékk ég borgarlífið og menningu New York-borgar beint í æð. Á sama tíma fékk ég líka að kynnast fjölskyldulífi og sam- heldni Brooklyn-búa. Skógarsel 39, 2004 Hér bý ég nú. Foreldrar mínir keyptu þetta hús í fyrra. Mamma vill ala upp næstu fimm kynslóðir í þessu húsi, þess vegna sá hún til þess að það væri nógu stórt. Ég bý þar í kjallaranum ásamt stökk- breyttum köngulóm sem munu líklega vera það eina sem ég kem til með að ala upp næstu árin. ■ 30 10. september 2005 LAUGARDAGUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 95 17 0 9/ 20 05 GSM SAMSÖNGUR Nú bjóðum við glæsilega Samsung GSM síma á frábærum tilboðum. 16.900 kr. Samsung X640 9.900 kr. Samsung X480 34.900 kr. Samsung D500 RAGNA KJARTANSDÓTTIR „Ég bý í kjallaranum ásamt stökkbreyttum köngulóm.“ GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU > RAGNA KJARTANSDÓTTIR Skeiðarvogur Reynigrund Framnesvegur Nýbýlavegur Skeljagrandi Austurgerði Twin Oaks Shore Road Carlton Avenue Skógarsel Í Brooklyn lei› mér best Ragna Kjartansdóttir tónlistarkona ger›ist rappari í Kópavogi og fluttist fla›an til New York. Í Brooklyn fékk hún menningu borgarinnar beint í æ›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.