Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,82 63,12 115,29 115,85 77,89 78,33 10,447 10,509 9,993 10,051 8,347 8,395 0,5682 0,5716 92,67 93,23 GENGI GJALDMIÐLA 09.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,8949 4 10. september 2005 LAUGARDAGUR Ágúst Einarsson um ráðningu Davíðs Oddssonar: Ska›ar ímynd Se›labankans SEÐLABANKINN „Ég er mjög ósátt- ur við þessi vinnubrögð og finnst þessi skipun mjög gagn- rýniverð,“ segir Ágúst Einars- son, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Ís- lands. „Að það skuli eina ferðina enn vera skipaður stjórnmála- maður í bankastjórastöðu í Seðlabankanum sem er að setj- ast í helgan stein. Ég var for- maður bankaráðs Seðlabankans og sagði af mér þegar Stein- grímur Hermannsson var skip- aður við samskonar aðstæður og Davíð Oddsson núna,“ segir Ágúst. „Það gerðist fyrir rúmum tíu árum og ég hélt að við hefðum lært betri vinnubrögð en svo virðist ekki vera. Staða seðla- bankastjóra er sérhæft verkefni á sviði peningamála og þeir sem gegna henni verða að hafa fag- legar forsendur til þess. Svo var ekki í tilviki Steingríms Her- mannssonar á sínum tíma og er ekki í tilviki Davíðs Oddssonar núna,“ segir Ágúst. Hann segir pólitískar ráðn- ingar vitaskuld skaða ímynd Seðlabankans. „Þetta eru vinnubrögð sem þekkjast ekki í nálægum lönd- um og eru ekki dæmi um góða efnahagsstjórnun eða hegðun af hálfu stjórnvalda. Við erum ein- faldlega ekki komin lengra í því að viðhafa eðlileg vinnubrögð þegar kemur að stjórnmála- mönnunum sjálfum,“ segir Ágúst. - sda EFTIRLAUN Laun seðlabankastjóra voru hækkuð um fimmtán prósent fyrir tveimur vikum. Formaður bankastjórnar er nú með 1.354.000 krónur á mánuði, sam- kvæmt upplýsingum frá Ingi- mundi Friðrikssyni, aðstoðar- bankastjóra Seðlabankans. Davíð Oddsson hefur rétt á að þiggja eftirlaun sem ráðherra ofan á laun sín sem seðlabanka- stjóri. Eftirlaunin í upphafi ráðn- ingartímabilsins verða 334 þús- und krónur á mánuði vegna ald- urstengdrar skerðingar sem kem- ur á eftirlaun þegar ráðherrar fara í aðra launaða vinnu. Í lok ráðningartímabils síns sem seðla- bankastjóri verða eftirlaunin hins vegar um 718 þúsund krónur. Davíð gæti því verið með 1.688.000 krónur í laun frá ríkinu á mánuði þegar hann tekur við starfi seðlabankastjóra og 2.074.200 undir lok ráðningar- tímabilsins. Samkvæmt eftirlaunalögunum umdeildu sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2003 hefur Davíð rétt á eftirlaunum sem eru 80 prósent af launum forsætisráð- herra. Laun forsætisráðherra eru 915.162 krónur á mánuði. Færi Davíð á eftirlaun nú án þess að fara í annað starf fengi hann því 732.130 krónur í eftirlaun á mán- uði. Davíð er fæddur 17. janúar 1948 og er því 57 ára en sam- kvæmt eftirlaunalögunum getur hann hafið töku eftirlauna 55 ára hafi hann gegnt ráðherraembætti lengur en sex ár. Hið sama gildir fari hann í annað launað starf. Lögin gera þó ráð fyrir því að eftirlaunin skerðist um 0,5 pró- sent fyrir hvern mánuð sem eftir- launaþegann vantar upp á 65 ára aldurinn og munu eftirlaun hans sem forsætisráðherra því skerð- ast um 43,5 prósent fyrsta mánuð hans í starfi. Skerðingin minnkar þó um 0,5 prósent á hverjum mán- uði og fellur niður ef hann lætur af störfum seðlabankastjóra. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem situr í bankaráði, voru skiptar skoðanir um launa- hækkunina í ráðinu. „Samfylking- in samþykkti hana ekki,“ segir Ingibjörg. sda@frettabladid.is Á skilorð í tvö ár: Beit a›ra í baugfingur DÓMSTÓLAR Ákvörðun um refsingu rétt tæplega 26 ára gamallar konu var í gær frestað í Héraðsdómi Vestfjarða, en hún hafði verið kærð fyrir líkamsárás. Haldi konan skil- orð í tvö ár fellur refsingin niður. Konan bar við sjálfsvörn þegar hún beit aðra í baugfingur vinstri handar í húsi á Ísafirði aðfaranótt laugardagsins 19. mars síðastliðins. Ákæruvaldið féllst á að árásin hefði átt sér stað í átökum milli kvenn- anna. Sú sem bitin var á einnig í málarekstri fyrir dómi, en hún sæt- ir ákæru fyrir líkamsárás, sem og bróðir hennar. Hún hlaut bitför og skurð á fingur. - óká EKIÐ Í GEGN Samgönguráðherra fór fyrstur um göngin. Fáskrúðsfjarðargöng opnuð: Bylting á Austurlandi SAMGÖNGUR Fáskrúðsfjarðargöng voru formlega tekin í notkun í gær. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra klippti á borða við gangamunnann Reyðarfjarðar- megin. Með tilkomu ganganna styttist akstursleiðin á milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar um 31 km og rutt er úr vegi einum hættu- legasta vegarkafla á Austfjörðum, veginum fyrir Vattarnes. Fáskrúðsfjarðargöng eru tví- breið, samtals 5,9 km að lengd, en heildarkostnaður við gerð þeirra er um 3,9 milljarðar króna. - kk Hótelstjórinn á Raufarhöfn: Lei›inlegt og kalt sumar FERÐAÞJÓNUSTA „Sumarið var kalt og leiðinlegt og aðsóknin eftir því,“ segir Erlingur Thoroddsen, hótel- stjóri á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Hann segir enga lausa- traffík hafa verið í sumar, aðeins þeir hafi komið sem bókuðu her- bergi fyrir- fram. „Vont veður og malarvegur gerðu það að verkum að ekki komu fleiri til okkar í sumar,“ segir Erlingur, sem hefur stýrt Norður- ljósum í áratug. Sumarið var þó ekki það versta sem Erlingur hefur séð. „Nei, ég hef séð það verra,“ segir hann og vonast eftir betra veðri næsta sumar. - bþs ...um bíla á laugardögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05 FRAKKLAND EGYPTALAND ÁGÚST EINARSSON: „Staða seðlabanka- stjóra er sérhæft verkefni á sviði peningamála og þeir sem gegna henni verða að hafa faglegar for- sendur til þess.“ DAVÍÐ KVEÐUR STJÓRNMÁLIN Hann verður þó ekki á flæðiskeri staddur því samkvæmt hinum umdeildu eftirlaunalögum hefur hann rétt á eftirlaunum ofan á laun sín sem seðlabankastjóri. Samtals verður hann því með 1.688.000 krónur frá ríkinu á mánuði í upphafi ráðningartímabilsins en 2.074.200 í lok þess. LAUN OG EFTIRLAUN DAVÍÐS: 20. OKT. 2005 Seðlabankastjóri kr. 1.354.000 Eftirlaun kr. 334.000 Samtals kr. 1.688.000 20. OKT. 2012 Seðlabankastjóri kr. 1.354.000 Eftirlaun kr. 732.130 Samtals kr. 2.074.200 ERLINGUR THORODD- SEN HÓTELSTJÓRI Fáir ferðamenn lögðu leið sína til Raufarhafnar í sumar. CHIRAC HÆTTIR VIÐ FUND Jaques Chirac Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni ekki taka þátt í fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku af heilsu- farsástæðum. Chirac þjáist af æðaþrengingum sem hafa áhrif á sjón hans. Miklar vangaveltur eru í Frakklandi um hversu al- varleg veikindin eru. Daví› fær eftirlaun auk se›labankalauna Eftirlaun Daví›s Oddssonar leggjast ofan á laun hans sem se›labankastjóri. Fyrst í sta› ver›a eftirlaunin 334 flúsund en hækka í 718 flúsund í lok rá›ning- artímabilsins. Laun se›labankastjóra eru tæplega 1,3 milljónir á mánu›i. MUBARAK SAKAÐUR UM SVINDL Ríkisfjölmiðlarnir í Egyptalandi fögnuðu úrslitum forsetakosning- anna í landinu þar sem Hosni Mubarak sitjandi forseti fór með sigur af hólmi. Efasemdaraddir eru þó uppi meðal stjórnarand- stöðunnar um lögmæti kosning- anna þó að hún fagni nýtilkomnu lýðræði í landinu. Bílveltur í Borgarfirði: Keyr›u fullir af dansleik SLYS Tvær bílveltur urðu á Vestur- landsvegi með stuttu millibili í fyrrinótt skammt sunnan við Bif- röst en þar var haldinn dansleikur umrædda nótt. Báðir ökumenn- irnir eru grunaðir um ölvun við akstur. Engin slys urðu á fólki en bílarnir eru báðir mjög skemmdir eða ónýtir að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Fyrr um nóttina hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem hafði fengið sér neðan í því. Í gær voru síðan níu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Borgarfirðinum þó að akstursskil- yrði væru með verra móti. - jse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.