Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 12
Nú þegar lokið er mærðarlegri skjallumræðunni um stórfengleik Davíðs Oddssonar – sem vissulega var eðlileg og sjálfsögð í tilefni af starfslokum hans í pólitík – hljóta sjónir manna að beinast að þróun íslenskra stjórnmála eftir Davíð. Hin pólitíska staða er í einum svip orðin gjörbreytt og miklar breyt- ingar fram undan. Slíkum breyt- ingum fylgir ávallt nokkur óstöð- ugleiki og óvissa og víst er að svo mun einnig verða nú. Óvissan mun hafa veruleg áhrif á allt litróf hins pólitíska veruleika, enda eru spurningarnar og álitamálin fjöl- breytileg sem vakna við tíðindi vikunnar. Fyrsta spurningin lýtur kannski að því hversu pólitískt óvirkur Davíð muni í raun verða í stjórn- málum? Mikið af því valdi sem hann hefur haft undanfarna ára- tugi hefur tengst persónu hans, og í stöðu formanns bankastjórnar Seðlabankans er hann vissulega í aðstöðu til að kippa áfram í spotta og láta til sín taka á bak við tjöldin. Almælt var til dæmis að Finnur Ingólfsson hafi haft veruleg póli- tísk afskipti af framgagni mála í Framsóknarflokknum þótt hann hafi verið orðinn seðlabankastjóri. Önnur spurning snýr að þeirri stöðu sem Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra er kominn í þegar hans helsti bandamaður í pólitík síðustu tíu árin er farinn af vett- vangi. Í hönd fara tímar flokkspóli- tískra átaka í tengslum við sveitar- stjórnarkosningar og síðan alþing- iskosningar í framhaldinu. Sé kom- in þreyta í stjórnarsamstarfið, eins og margir hafa talið sig merkja, mun það verða mun erfiðara verk- efni fyrir forsætisráðherra að halda niðri átökum og árekstrum án aðstoðar hins sterka og drottn- andi félaga í samstarfsflokknum. Í þriðja lagi munu stjórnarandstöðu- flokkarnir telja sig eiga sóknar- færi í gagnrýninni eftir að stjórn- arliðið hefur ekki lengur á að skipta Davíð Oddssyni. Það hefur þannig myndast um- talsvert tómarúm í stjórnmálun- um, sem getur haft veruleg áhrif á framvinduna í baráttu stjórnmála- flokkanna. En þótt tómarúmsins verði vart í almennri stjórnmála- baráttu og stjórnmálaástandi er ljóst að það mun mest áhrif hafa á framvinduna innanhúss hjá Sjálf- stæðisflokknum sjálfum. Ein arf- leifð Davíðs Oddssonar er að hann vakti til vegs á ný stjórnunarstíl foringjastjórnmálanna. Hann var hinn sterki foringi, sem ávallt átti síðasta orðið og raunar talsvert oft það fyrsta líka. Allt stjórnmála- starf flokksins stóð því í skugga formannsins og sjálfsmynd flokks- ins var meira og minna skilgreind út frá honum. Það hafði vissulega sína kosti og varð flokknum oft til framdráttar. Á öðrum sviðum er þetta hins vegar fötlun. Á meðan foringjans nýtur við verða gallarn- ir ekki mjög áberandi, en þegar hann fer koma þeir í ljós. Þannig er ljóst að fram undan er í Sjálfstæðisflokknum tímabil átaka milli manna og fylkinga og umræða mun spretta fram sem legið hefur í láginni um margra missera skeið. Það eru vissulega pólitísk tíðindi að Davíð skuli sjálf- ur hafa útnefnt Geir Haarde sem eftirmann sinn á formannsstóli. Þótt Geir sé farsæll og hæfur stjórnmálamaður getur verið erfitt fyrir hann að ná utan um alla þá þræði sem Davíð hefur ofið saman á löngum ferli. Hann mun einfald- lega þurfa talsverðan tíma til að festa sig í sessi. Hin hliðin á því að Geir er krýndur eftirmaður Davíðs er að Björn Bjarnason er úr leik að þessu leyti, en oft er talað um Björns-arminn og Geirs-arminn í flokknum. Þó Björn játi sig sigrað- an í forustuátökum er ekki víst að stuðningsmenn hans sætti sig við þessa niðurstöðu. Framundan eru harðvítug átök um varaformennsk- una í flokknum þar sem ráðherr- arnir Árni Mathiesen og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og fulltrúi alveg nýrrar kynslóðar, Bjarni Benediktsson munu verða meðal keppenda. Ugglaust verður þar teflt saman sjónarmiðum reynsl- unnar, kvennapólitíkur og þarfar- innar á kynslóðaskiptum. Þegar síðan lengra líður munu fleiri mál gjósa upp sem haldið hefur verið niðri undir þrýstingi hins sterka formanns. Evrópumálin eru þar á meðal og samskipti flokksins við hina ofurríku auðmenn sem vaxið hafa upp í nýjum efnahagsveru- leika. Það er því ljóst að á fjölmörgum sviðum mun glóð pólitískra átaka ná að magnast og verða að eldum – við það eitt að vindurinn fer úr for- ingjastjórnmálum sjálfstæðis- manna. Það er því ekki að undra þótt margir sjálfstæðismenn hafi áhyggjur af því sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Sporin hræða – því þegar allt kemur til alls er þetta jú ekki í fyrsta sinn sem Davíð Oddsson yfirgefur snögglega þann pólitíska vettvang sem hann starfar á. Það gerði hann árið 1991 þegar hann hvarf úr borgarstjórnarpólitíkinni. Þar hef- ur flokknum enn ekki tekist svo vel sé að vinna úr því tómarúmi sem myndaðist, þrátt fyrir að Davíð hafi þá – eins og nú – útnefnt eftir- mann og þrátt fyrir að flokkurinn hafi í raun haft á að skipa glæsileg- um og frambærilegum frambjóð- endum sem tóku við keflinu. Ólafur G. Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, upp- ástendur að það sé einstök tilviljun að bankaráðið hafi afráðið að hækka laun bankastjóranna þegar Davíð Oddsson ákvað að verða aðalbankastjóri bankans. Sama gerir Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar sama banka, þegar hann segir ekkert samhengi í því að hann láti af störfum áður en stóð til, á sama tíma og Davíð Oddsson vill starfið sem Birgir Ísleifur gegnir. Þetta eru miklar tilviljanir. Eflaust er það líka tilviljun að Davíð Oddsson kom í veg fyrir að eftirlaunakjör forréttindahópsins fræga yrðu endurskoðuð síð- astliðið vor. Allar þessar tilviljanir hafa mikil áhrif á einkahagi Davíðs Oddssonar. Starfslokasamningurinn við hann mun kosta samfélagið verulegar fjárhæðir. Það sjá allir, eins og Davíð orðar hluti svo oft. En það er ekki á allra færi að meta hverjar afleiðing- ar geta orðið, eða hafa jafnvel orðið, af því að uppgjafastjórn- málamenn setjist í stól seðlabankastjóra. Aftur og ítrekað. Þeir eru fáir fræðimennirnir sem mæla með þessu, en þeir eru marg- ir sem óttast afleiðingar þess að Seðlabankinn sé notaður sem endastöð í starfsævi stjórnmálamanna. Svo langt ganga sumir, sem mark er tekið á, að segja stjórnmálamennina ekki bara van- hæfa til starfsins, þeir séu óhæfir. Allir vissu, svo notaðar séu frægar fullyrðingar, að eftirlauna- lögin voru keyrð í gegnum Alþingi með slíkum ofsa að óbreyttir þingmenn og óbreyttir ráðherrar þorðu ekki annað en að sam- þykkja þau. Það vissu líka allir að lögin pössuðu betur að réttind- um sumra. Til að mynda að tekjur af menningarstörfum, svo sem skrifum, kæmu ekki til frádráttar, skertu ekki himinhá eftirlaun- in. Vissulega er lífið svo ótrúlega fjölbreytt og ófyrirséð að á flestu er von. Það er kannski þess vegna sem okkur er ætlað að trúa að stórbætt kjör bankastjóra Seðlabankans hafi ekkert með það að gera að Davíð Oddsson er að taka við fyrsta sæti í banka- stjórninni, og það er kannski þess vegna sem okkur er ætlað að trúa að það sé hrein og klár tilviljun að Birgir Ísleifur Gunnars- son afréð að biðjast lausnar á sama tíma og Davíð þurfti á starf- inu að halda. Merkilegt er að heyra formann bankaráðsins rökstyðja vilja ráðsins, um hækkandi laun til handa Davíð, að þau séu svar við háum launum í öðrum peningastofnunum, að Seðlabankinn þurfi að keppa við viðskiptabankana um starfsfólk. Nýverið losnaði staða bankastjóra í KB banka. Ætli Ólafur G. Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og þeir aðrir í bankaráðinu, sem sam- þykktu ósköpin, hafi óttast það mikið að ef launin hækkuðu ekki væri yfirvofandi hætta á að Davíð færi til starfa í þeim banka? Hann sem nýverið lokaði viðskiptareikningum sínum í bankanum í mótmælaskyni, þegar hann gat ekki sætt sig við há laun banka- stjóranna. Þetta er skrýtið líf. ■ 10. september 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Halldór Ásgrímsson hefur sagt að þekking og reynsla Davíðs Oddssonar sé yfir alla gagnrýni hafin. fiessar tilviljanir FRÁ DEGI TIL DAGS Hann sem n‡veri› loka›i vi›skiptareikningum sín- um í bankanum í mótmælaskyni, flegar hann gat ekki sætt sig vi› há laun bankastjóranna. fietta er skr‡ti› líf. Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekov 8. og 9. september á Stóra sviðinu Að eilífu eftir Árna Ibsen 10. og 11. september á Stóra sviðinu Texti á skjá Af pólitískum tómarúmum Ekki fjörugur Viðskiptablaðið hefur stundum verið talið nokkurs konar óopinbert málgagn þess valdahóps í Sjálfstæðisflokknum sem nú mun smám saman hverfa úr pólitíkinni á eftir foringja sínum, Davíð Oddssyni. Enn má þó lesa á milli lín- anna í blaðinu eitt og annað forvitni- legt um innri mál flokksins. Þannig segir dálkahöfundur blaðsins, Týr að væntanlegur landsfundur sjálfstæðis- manna í október verði „ekki fjörugur eða eftirminnilegur að nokkru leyti, fyrir utan að þá lætur Davíð Odds- son formlega af embætti for- manns“. Týr segir að frétta- og blaðamenn, sem eigi von á öðru, „verði fyrir vonbrigðum“. Svona yf- irlýsing frá gamla valdahópnum hefði í tíð Davíðs falið í sér endan- lega ákvörðun, en nú er spurning hvort dagar málfrelsisins – og hugrekk- isins – séu runnir upp í flokknum. Þorgerður varaformaður Týr og vinir hans eru búnir að ákveða hver verður næsti varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra. „Fátt mun geta komið í veg fyrir kjör hennar“. Og mót- frambjóðendur karlkyns, svo sem Kristján Júlíusson – og Árni Mathiesen, ef hann skyldi vera að hugsa sig um – fá svohljóðandi skilaboð: „Týr er nokkuð sannfærður um að það yrði nokkurs konar póli- tískt harakírí fyrir karl- mann að fara gegn henni í varaformannskjöri. Hér skiptir andrúmið öllu. Landsfundarfull- trúar munu keppast við tvennt; að sýna mikla samstöðu með nýjum formanni og leiða konu til áhrifa í flokknum.“ Illa fyllt skarð Væntanlegur formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir H. Haarde, fær þessa kveðju frá blaðinu: „Hans bíður það erfiða hlutverk að fylla skarð sem illa verður fyllt.“ Og svo koma stóru lýsing- arorðin um hinn fráfarandi á nær öll- um síðum blaðsins: „Merkasti stjórn- málamaður fyrr og síðar. Einstakur fer- ill. Kænska og rökfimi. Styrkur. Fáir ef nokkrir eiga glæstari feril og fáir hafa haft jafnmikil áhrif á samtíð sína og framtíð þjóðar. Harka, húmor og traust. Vinsældir. Glæsilegur árangur. Söguleg- asti dagurinn“. Amen. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG ÍSLENSK STJÓRNMÁL EFTIR DAVÍÐ BIRGIR GUÐMUNDSSON fiannig er ljóst a› fram undan er í Sjálfstæ›isflokknum tíma- bil átaka milli manna og fylk- inga og umræ›a mun spretta fram sem legi› hefur í láginni um margra missera skei›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.