Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 10. september 2005 29 miklu máli fyrir efnahagsstjórn- ina, þurfi meira til. Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efna- hagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála,“ segir hún. Sigurður Snævarr, fulltrúi hag- fræðinga í Félagi viðskipta- og hagfræðinga, er annarrar skoðun- ar. Hann segir að stjórn Seðla- bankans sé ekki hagfræðilegt úr- lausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum muni nýtast honum og bankanum mjög vel. „Það skiptir öllu máli að bank- inn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmál- um. Það skiptir líka verulegu máli að seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list. Ég hef mikla trú á hag- fræði og hagfræðingum en mér finnst fráleitt að það sé skilyrði til að gegna þessu starfi að menn hafi einhvern sérstakan bak- grunn,“ segir Sigurður. Ekki einu sinni í Afríku Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að löggjöf um seðlabanka hafi breyst til batnaðar undan- gengin ár í flestum nálægum löndum og einnig hér heima með nýju Seðlabankalögunum frá 2001. „Höfuðmarkmið breyting- anna var að auka sjálfstæði seðla- bankanna innan stjórnkerfisins til að draga úr hættunni á því, að skammsýnir stjórnmálamenn valdi skaða, til dæmis með því að beita völdum sínum til þess að fá seðlabankastjóra til að prenta peninga til að fjármagna at- kvæðakaup fyrir kosningar,“ seg- ir Þorvaldur. „Af þessum sökum þykir það nú brýnt, að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönk- um. Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Sums staðar, til dæmis í Ísrael, hafa menn jafnvel sótt seðlabanka- stjóra til útlanda einmitt til að draga sem allra mest úr hættunni á hagsmunatengslum bankastjóra við stjórnmálamenn og flokka innan lands,“ segir Þorvaldur. „Við þetta bætist það, að seðla- bankastjórn hefur undangengin ár kallað í auknum mæli á yfir- gripsmikla sérþekkingu á efna- hagsmálum, sérþekkingu af því tagi sem menn hafa yfirleitt ekki tök á að afla sér nema þeir séu annaðhvort þrautþjálfaðir hag- fræðingar eða þaulreyndir banka- menn,“ segir hann. „Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem rík- isstjórn hans fékk samþykkt á Al- þingi 2001. Ráðning Jóns Sigurðs- sonar í stöðu Seðlabankastjóra fyrir fáeinum misserum var sama marki brennd, og hið sama er að segja um ráðningu til dæmis Birg- is Ísleifs Gunnarssonar og Stein- gríms Hermannssonar á sínum tíma, enda voru þeir ráðnir á allt öðrum forsendum, yfirleitt til að greiða götu þeirra út úr stjórn- málum,“ segir Þorvaldur. „Slíkir menn eru ekki taldir henta til seðlabankastjórastarfa í nálægum löndum, ekki heldur í Afríku nema á stöku stað, og gild- ir þá einu, hversu vel þeir kunna að hafa reynst í ólgusjó stjórnmál- anna,“ segir hann. ■ BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON 1991-2005 MENNTUN: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands FYRRI STÖRF: Lögmaður 1963-1972. Borgarstjóri í Reykjavík frá desember 1972-1978. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1979-1991. Mennta- málaráðherra 1987-1988. EIRÍKUR GUÐNASON 1994- MENNTUN: Hagfræðipróf frá Háskóla Íslands FYRRI STÖRF: Hefur unnið í bankanum frá árinu 1969, fyrst sem fulltrúi, þá deildarstjóri og svo hagfræðingur bankans frá 1984-1986. Aðstoðarbankastjóri 1987-1994. JÓN SIGURÐSSON 2003- MENNTUN: Doktorspróf í menntunarfræði og fræðslustjórnun frá Bandaríkjunum. MBA í rekstrarhagfræði. FYRRI STÖRF: Ritstjóri Tím- ans 1978-1981. Skólastjóri Samvinnu- skólans á Bifröst 1981-1988. Rektor Samvinnuháskólans á Bifröst 1988- 1991. Framkvæmdastjóri Vinnumála- sambandsins (sameinað í Samtök at- vinnulífsins) 1997-1999. Ýmis trúnaðar- störf á vegum Framsóknarflokksins, sat í miðstjórn flokksins 1978-1981. NÚVERANDI BANKASTJÓRN DAVÍÐ ODDSSON 2005- MENNTUN: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. FYRRI STÖRF: Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005. Forsætis- ráðherra 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005. » Tekur vi› af Birgi Ísleifi í október næstkomandi „Hva›a skilyr›i menn eigi a› uppfylla til a› geta rækt stö›u se›labanka- stjóra flá er fla› fyrst og fremst náttúrlega almenn skynsemi, í ö›ru lagi grundvallarflekking á fljó›lífinu, í flri›ja lagi ví›tæk flekking á efna- hagsmálum fljó›arinnar, í fjór›a lagi stjórnunar- hæfileikar, í fimmta lagi hæfileikinn til fless a› geta teki› ákvar›anir og svo framvegis.“ DAVÍÐ ODDSSON í umræðum á Alþingi um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands 2001 PANTAÐU SMÁAUGLÝSINGAR Í SÍMA 550 5000 EÐA Á VISIR.IS. – SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ F í t o n / S Í A F I 0 1 3 7 2 7 Vantar þig... YFIR 150.000 ÍSLENDINGAR LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI Á HVERJUM DEGI. SMÁAUGLÝSING Í FRÉTTABLAÐINU ER ÓDÝR OG ÁHRIFARÍK LEIÐ SEM TRYGGIR MESTU HUGSANLEGU ÚTBREIÐSLU Á SKILABOÐUM ÞÍNUM. AUGLÝSINGIN ER AUK ÞESS BIRT ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á VISIR.IS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.