Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 53

Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 53
LAUGARDAGUR 10. september 2005 29 miklu máli fyrir efnahagsstjórn- ina, þurfi meira til. Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efna- hagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála,“ segir hún. Sigurður Snævarr, fulltrúi hag- fræðinga í Félagi viðskipta- og hagfræðinga, er annarrar skoðun- ar. Hann segir að stjórn Seðla- bankans sé ekki hagfræðilegt úr- lausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum muni nýtast honum og bankanum mjög vel. „Það skiptir öllu máli að bank- inn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmál- um. Það skiptir líka verulegu máli að seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list. Ég hef mikla trú á hag- fræði og hagfræðingum en mér finnst fráleitt að það sé skilyrði til að gegna þessu starfi að menn hafi einhvern sérstakan bak- grunn,“ segir Sigurður. Ekki einu sinni í Afríku Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að löggjöf um seðlabanka hafi breyst til batnaðar undan- gengin ár í flestum nálægum löndum og einnig hér heima með nýju Seðlabankalögunum frá 2001. „Höfuðmarkmið breyting- anna var að auka sjálfstæði seðla- bankanna innan stjórnkerfisins til að draga úr hættunni á því, að skammsýnir stjórnmálamenn valdi skaða, til dæmis með því að beita völdum sínum til þess að fá seðlabankastjóra til að prenta peninga til að fjármagna at- kvæðakaup fyrir kosningar,“ seg- ir Þorvaldur. „Af þessum sökum þykir það nú brýnt, að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönk- um. Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Sums staðar, til dæmis í Ísrael, hafa menn jafnvel sótt seðlabanka- stjóra til útlanda einmitt til að draga sem allra mest úr hættunni á hagsmunatengslum bankastjóra við stjórnmálamenn og flokka innan lands,“ segir Þorvaldur. „Við þetta bætist það, að seðla- bankastjórn hefur undangengin ár kallað í auknum mæli á yfir- gripsmikla sérþekkingu á efna- hagsmálum, sérþekkingu af því tagi sem menn hafa yfirleitt ekki tök á að afla sér nema þeir séu annaðhvort þrautþjálfaðir hag- fræðingar eða þaulreyndir banka- menn,“ segir hann. „Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem rík- isstjórn hans fékk samþykkt á Al- þingi 2001. Ráðning Jóns Sigurðs- sonar í stöðu Seðlabankastjóra fyrir fáeinum misserum var sama marki brennd, og hið sama er að segja um ráðningu til dæmis Birg- is Ísleifs Gunnarssonar og Stein- gríms Hermannssonar á sínum tíma, enda voru þeir ráðnir á allt öðrum forsendum, yfirleitt til að greiða götu þeirra út úr stjórn- málum,“ segir Þorvaldur. „Slíkir menn eru ekki taldir henta til seðlabankastjórastarfa í nálægum löndum, ekki heldur í Afríku nema á stöku stað, og gild- ir þá einu, hversu vel þeir kunna að hafa reynst í ólgusjó stjórnmál- anna,“ segir hann. ■ BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON 1991-2005 MENNTUN: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands FYRRI STÖRF: Lögmaður 1963-1972. Borgarstjóri í Reykjavík frá desember 1972-1978. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1979-1991. Mennta- málaráðherra 1987-1988. EIRÍKUR GUÐNASON 1994- MENNTUN: Hagfræðipróf frá Háskóla Íslands FYRRI STÖRF: Hefur unnið í bankanum frá árinu 1969, fyrst sem fulltrúi, þá deildarstjóri og svo hagfræðingur bankans frá 1984-1986. Aðstoðarbankastjóri 1987-1994. JÓN SIGURÐSSON 2003- MENNTUN: Doktorspróf í menntunarfræði og fræðslustjórnun frá Bandaríkjunum. MBA í rekstrarhagfræði. FYRRI STÖRF: Ritstjóri Tím- ans 1978-1981. Skólastjóri Samvinnu- skólans á Bifröst 1981-1988. Rektor Samvinnuháskólans á Bifröst 1988- 1991. Framkvæmdastjóri Vinnumála- sambandsins (sameinað í Samtök at- vinnulífsins) 1997-1999. Ýmis trúnaðar- störf á vegum Framsóknarflokksins, sat í miðstjórn flokksins 1978-1981. NÚVERANDI BANKASTJÓRN DAVÍÐ ODDSSON 2005- MENNTUN: Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. FYRRI STÖRF: Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005. Forsætis- ráðherra 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005. » Tekur vi› af Birgi Ísleifi í október næstkomandi „Hva›a skilyr›i menn eigi a› uppfylla til a› geta rækt stö›u se›labanka- stjóra flá er fla› fyrst og fremst náttúrlega almenn skynsemi, í ö›ru lagi grundvallarflekking á fljó›lífinu, í flri›ja lagi ví›tæk flekking á efna- hagsmálum fljó›arinnar, í fjór›a lagi stjórnunar- hæfileikar, í fimmta lagi hæfileikinn til fless a› geta teki› ákvar›anir og svo framvegis.“ DAVÍÐ ODDSSON í umræðum á Alþingi um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands 2001 PANTAÐU SMÁAUGLÝSINGAR Í SÍMA 550 5000 EÐA Á VISIR.IS. – SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ F í t o n / S Í A F I 0 1 3 7 2 7 Vantar þig... YFIR 150.000 ÍSLENDINGAR LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI Á HVERJUM DEGI. SMÁAUGLÝSING Í FRÉTTABLAÐINU ER ÓDÝR OG ÁHRIFARÍK LEIÐ SEM TRYGGIR MESTU HUGSANLEGU ÚTBREIÐSLU Á SKILABOÐUM ÞÍNUM. AUGLÝSINGIN ER AUK ÞESS BIRT ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á VISIR.IS.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.