Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 71
Hin dáða Coco Chanel hafði
næma tilfinningu fyrir
fallegum hlutum.
Heimili hennar
var innréttað á
sérstakan hátt
og þar var ekki
að finna neinn
ljótan hlut. Í
stað málningar
eða veggfóðurs
notaði hún harm-
onikkuskilrúm sem
þöktu veggina. Alls
átti hún 32 skilrúm
yfir ævina. Þessi skil-
rúm voru iðulega með
„Coromandel“-áferð en
það er útskurðar-
tækni sem er upp-
runnin í Asíu. Með
þessari skurðað-
gerð myndast fal-
leg litbrigði sem
ekki er hægt að ná
fram með öðrum
áferðum.
Mikil nákvæmnisvinna er á
bak við „Star Product“-
augnskuggann frá Chanel og
hvert smáatriði skiptir máli.
Gæðin eru ekki síðri en útlitið, en
aðeins sannir listamenn fá að
spreyta sig við að hanna yfirborð-
ið. Munstur eru grafin í yfirborð-
ið til að skapa ákveðið útlit. Ekk-
ert pláss er fyrir mistök af neinu
tagi, enda er þetta mjög tímafrek
nákvæmnisvinna. En það er þó
ekki bara útlitið á augnskuggapal-
lettunni sem er fallegt. Hún er
alls ekki síðri þegar hún er komin
á augnlokið sjálft og hægt er að
leika sér með augnskuggapallett-
una að vild. Það er fallegt að
blanda rauða og gyllta litnum
saman en það framkallar appel-
sínugylltan. Þann lit má bera yfir
allt augnlokið og nota svarta litinn
til að skyggja með. Við þessa að-
ferð verður augnskyggingin mjúk
og fögur. Einnig má blanda öllum
litunum saman svo útkoman verði
stórglæsileg. Fallegt getur verið
að nota svarta litinn sem eyeliner.
Þess má til gamans geta að pal-
líettan er í takmörkuðu upplagi.
„STAR PRODUCT“
ÁRSINS FRÁ
CHANEL
Augnskuggapal-
líetta sem vísar í
uppáhalds-
mynstur Coco
Chanel sem
er ættað frá
Asíu.
LAUGARDAGUR 10. september 2005 47
fiægileg &
heillandi
Eitt heitasta tískuæðið um
þessar mundir í Evrópu, sér í
lagi í Kaupmannahöfn og
London, eru svoköllu
„Fryboots“. Stígvélin eru eyði-
merkurlituð með lágum
kubbahæl og saumum sem
gera þau sérstök. Þau eru upp-
runalega frá Mexíkó en þau
voru fyrst framleidd þar árið
1863. Síðan hafa þau þróast í
ýmsar áttir. Margar stór-
stjörnur hafa sést í þessum
stígvélum og þar má nefna
Kate Moss. Stígvélin eru falleg
við pils og þykkar sokkabuxur,
við hnébuxur en svo er flott að
girða gallabuxurnar ofan í þau.
Fyrir 25 árum fengust ná-
kvæmlega eins stígvél í versl-
uninni Evu sem þá var
til húsa á
L a u g a v e g i
42. Þær sem
áttu svona
stígvél á
sínum tíma
geta því
endurvakið
s t e m n i n g -
una!
„FRYBOOTS“
eru að gera allt
vitlaust í tísku-
heiminum. Fást
í Kultur og GS
skóm.
N‡ hárgrei›sla
Leikkonan Sarah Jessica Parker
skartaði nýrri hárgreiðslu í Lund-
únum á dögunum þegar hún
mætti í verslunina Harvey
Nichols til að vera viðstödd þegar
ilmurinn Lovely var kynntur. Hár-
greiðslan minnir óneitanlega á
sjöunda áratuginn en þó er túber-
ingin öllu framarlegar en þá tíðk-
aðist. Það er ekki hægt að segja
annað en að greiðslan sé fersk
enda var kominn tími til að fá eitt-
hvað annað en endalausar styttur
eða hár í tagli.
COCO CHANEL Elskaði skilrúm og not-
aði þau eins og veggfóður á heimili sínu í
París.
Fagurfræ›i Coco Chanel í hnotskurn