Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 33
5LAUGARDAGUR 10. september 2005 Mazda Motors hefur gert formlegan samning við Brimborg ehf. um að veita heildarþjónustu hér á landi á sviði sölu, viðhalds- og viðgerðarþjónustu Mazda og tekur Brimborg við sem umboðsað- ili Mazda á Íslandi hinn 1. október næstkomandi. Fyrirtækið mun á næstu mánuðum hefja sölu á Mazda og veita alhliða þjónustu samkvæmt gæðastöðl- um Mazda í nýju húsnæði við Bílds- höfða 8, á lóðinni við hlið Brimborgar við Bíldshöfða 6. Framkvæmdir við nýtt húsnæði Mazda eru hafnar og gera áætlanir ráð fyrir að formleg markaðs- færsla á Mazda, undir fána Brimborgar, hefjist á árinu eða jafnskjótt og fram- kvæmdum lýkur. Sýningarsalur fyrir Mazda auk vara- hlutaverslunar, hraðþjónustu og við- gerðar- og viðhaldsþjónustu Mazda verður í 1.800 fermetra húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Framkvæmdastjóri fyrir Mazda hjá Brimborg er Þórður Gunnarsson, sem áður gegndi starfi sölustjóra hjá Heklu og Öskju. Um 25 manns munu starfa hjá Mazda á Bílds- höfða 8. Hyundai Automotive Group opnaði í vik- unni nýja rannsóknarmiðstöð sem verður helguð rannsóknum og þróun á umhverf- isvænum bílum. Fjárfestingin í miðstöðinni nemur samtals 7,5 milljörðum króna, en miðstöðin er í nýrri fjórtán þúsund fer- metra byggingu í útjaðri Seúl. Byggingin sjálf er ekki bara umhverfisvæn í orði heldur einnig á borði. Byggingarefni eru umhverfisvæn, til dæmis eru gólfin úr endurunnum hjólbörðum. Rafmagn til lýs- ingar er fengið úr sólarrafhlöðum og til að orkunýting verði enn umhverfisvænni er sú raforka sem tilraunir með rafala gefa af sér nýtt innan stöðvarinnar. Þá eru salernin í byggingunni búin umhverfisvænni loft- þrýstitækni, sem sparar um 1.500 tonn af vatni árlega. Hyundai hefur á undanförn- um árum vakið verulega athygli fyrir nýja gerð af vetnisknúnum efnarafölum og hafa bæði Santa Fe og Tucson komið vel út í prófunum með þeirri tækni. Á síðasta ári hlaut Hyundai síðan styrk til að kanna mögleika á fjöldaframleiðslu þessarar tækni fyrir almenna bílamarkaðinn. Sumarið er liðið og ágætt að fara að gera klárt fyrir veturinn áður en hann skellur á af fullum þunga. Ásgeir Ásgeirsson ferðamennsku- bílstjóri segir hér frá því sem hann telur að þurfi að vera í fólksbíl til að hann geti talist tilbúinn fyrir veturinn. „Eitt það mikilvægasta er efni til að hreinsa dekkin. Það er líka alltaf gott að hafa húfu, vettlinga og annan fatnað í bílnum. Ef fólk á litla skóflu er það mjög sniðugt. Eins nesti ef ferðast er á þjóðveg- um og tólf volta vinnuljós,“ segir Ásgeir. „Eitt láist fólki líka oft að hafa í bílnum á langferðum og það er gott og stórt vaxkerti sem stendur vel. Ef bíllinn festist í skafli má ekki hafa hann í gangi vegna hættu á koltvísýringseitrun. Þá er gott að hafa svona kerti því það getur haldið yl í bílnum í marga klukku- tíma. Góð rúðuskafa er líka nauð- synleg og rúðuvökvi sem þarf að þola 14-16 stiga frost. Í dag eru til léttar og nettar keðjur, úr plasti eða vír, sem auðvelt er að smeygja á hjólin ef maður lendir í ógöngum. Þá getur líka verið gott að hafa loftmæli því meira að segja fólks- bíladekk grípa aðeins betur ef smá lofti er hleypt úr.“ Ætli fólk hins vegar í fjallaferð- ir á breyttum bílum að vetri til bætist aðeins við listann: „Þá viljum við hafa stóra og öfl- uga skóflu, teygjuspotta, jafnvel drullutjakk og auðvitað loftdælu til að geta pumpað í og hleypt úr til skiptis. Þá eru margir með kol- sýrukúta til að geta sprengt dekk upp á ef þeir affelga. Ég ráðlegg fólki alls ekki að gera það með því að kveikja í startgasi, slíkt getur endað illa,“ segir Ásgeir. „Að lokum er það svo GPS-tæk- ið. Það ætti alltaf að vera í bílnum, líka í sólskini, því maður veit aldrei hvenær vonda veðrið skell- ur á. Það þarf líka að læra á tækin og gott að æfa sig að keyra eftir þeim til og frá vinnu til dæmis. Þá skilur maður hvernig tækið virkar þegar á reynir.“ ■ Umhverfið á oddinn Hyundai hefur stofnað rannsóknarmiðstöð fyrir þróun umhverfisvænna bíla. Umhverfisrannsóknarmiðstöð Hyundai er í útjaðri Seúl. Nýtt húsnæði með stórum sýningarsal Brimborg verður formlegur umboðsaðili Mazda á Íslandi frá og með 1. október. Brimborg hefur tekið við Mazda-umboð- inu á Íslandi. Skófla, teygjuspotti og loftdæla flurfa a› vera í skottinu Ásgeir Ásgeirsson hefur fimmtán ára reynslu af jeppamennsku. Hann veit upp á hár hvað þarf að vera í bílnum áður en lagt er upp í ferð að vetri. Gott vaxkerti, húfa og rúðuskafa eru meðal þess sem Ásgeir Ásgeirsson ferðamennskubílstjóri mælir með að fólk hafi í bílnum yfir vetur- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.