Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 6
6 10. september 2005 LAUGARDAGUR
SAMGÖNGUR „Við fögnum því að
stjórnvöld skuli ætla að verja ein-
um og hálfum milljarði til vega-
gerðar á Vestfjörðum,“ segir
Birna Lárusdóttir, forseti bæjar-
stjórnar í Ísafjarðarbæ, um þá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
verja hluta ágóðans af sölu Sím-
ans til vegamála.
Átta hundruð milljónum króna
verður veitt til vegagerðar í Arn-
kötludal og sjö hundruð milljón-
um í Vestfjarðaveg sem liggur frá
Bjarkarlundi til Vatnsfjarðar í
Breiðafirði.
„Þetta þýðir að leiðin frá
Hólmavík, og þá einnig frá Ísa-
firði, til Reykjavíkur styttist um
41 kílómetra,“ bætir Birna við.
Guðmundur Guðlaugsson, bæj-
arstjóri Vesturbyggðar, segir að
þar sem fjárveiting sem renna
átti til Vestfjarðarvegar sam-
kvæmt samgönguáætlun hafi ver-
ið skert á síðasta þingi sé kær-
komið að fá þessa fjárveitingu þó
að hún nægi ekki til að koma Vest-
fjarðarveg í það horf sem vænst
er. - jse
FERÐAMÁL Skemmtiferðaskipið
Heimurinn (The World) kom til
Reykjavíkur á fimmtudag og
lagðist að bryggju í Sundahöfn.
Skipið er óvenjulegt fyrir þær
sakir að herbergi þess og íbúðir
eru í einkaeigu og geta eigendur
þeirra ráðstafað þeim að vild.
110 íbúðir eru í skipinu, ýmist
eins, tveggja eða þriggja her-
bergja auk stúdíóíbúða. Íbúðirnar
kosta frá tæpum 50 millljónum
króna upp í rúmar 260 milljónir
og eru nokkrar til sölu. Þar sem
svo háttar til er hægt að leiga
íbúðir í tiltekinn tíma og er leigan
frá 63.000 krónum upp í 215.000
krónur nóttin. Minnst er hægt að
leigja íbúðir í sex sólarhringa í
senn.
Öll nútímaþægindi eru um
borð í Heiminum, til dæmis átta
veitingastaðir, þrjár verslanir,
gallerí, leikhús, bókasafn, nætur-
klúbbur, spilavíti, tennisvöllur,
hlaupabraut, sundlaugar, líkams-
ræktarsalir og snyrtistofa.
Skipið er á sjó lungann úr árinu
og hefur stutta viðdvöl í höfnum
hér og þar um heiminn. - bþs
Fimmtán hafa tilkynnt frambo› í prófkjör Sjálfstæ›isflokksins, sem ver›ur 4.
og 5. nóvember. Fjórir hafa tilkynnt frambo› í prófkjör Vinstri grænna. Anna
Kristinsdóttir, Framsóknarflokki, ætlar gegn Alfre› fiorsteinssyni oddvita hans.
BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Mun
fleiri hafa tilkynnt um framboð í
prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar næsta
vor en í prófkjör hjá öðrum flokk-
um. Prófkjör flokksins verður þó
ekki haldið fyrr en 4. og 5. nóvem-
ber. Kosning á lista hefur verið
bindandi hljóti menn 50 prósent at-
kvæða í það sæti.
Björn Bjarnason, sem er í fyrsta
sæti listans, mun ekki gefa kost á
sér aftur. Þá er einnig ljóst að Guð-
rún Ebba Ólafsdóttir, sem nú er í
þriðja sæti mun ekki bjóða sig fram
aftur. Júlíus Vífill Ingvarsson hefur
tilkynnt að hann muni sækjast eftir
einu forystusæti listans og er fast-
lega gert ráð fyrir að hann bjóði sig
fram í fyrsta sætið. Þá hafa einnig
raddir verið uppi um að Guðlaugur
Þór Þórðarson gefi kost á sér í
fyrsta sætið. Ef úr
verður eru þeir fjórir sem gefa kost
á sér í forystu flokksins í borginni,
en þegar hafa Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og Gísli Marteinn Bald-
ursson tilkynnt það.
Það er nokkuð síðan tilkynnt var
að Ólafur F. Magnússon muni leiða
Frjálslynda flokkinn. Margrét
Sverrisdóttir verður í öðru sæti.
Ekki hefur verið tilkynnt um önnur
sæti, en eftir uppstillingu býður
flokkurinn upp á fléttulista.
Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi
R-listans, fyrir Framsókn sækist
eftir fyrsta sæti flokksins í borg-
arstjórnarkosningunum rétt eins og
Alfreð Þorsteinsson. Hún tilkynnti
framboð sitt í gær.
Þá er fastlega gert ráð fyrir að
Björn Ingi Hrafnsson tilkynni fljót-
lega að hann bjóði sig fram til for-
ystu í borginni. Ekki hefur verið
ákveðið hvernig
verður raðað
á listann, en á kjördæmaráðsfundi,
sem verður líklega í næsta mánuði,
verður ákvörðun tekin um niðurröð-
unina. Reiknað er með prófkjöri, en
framsóknarmenn eru ekki á eitt
sáttir um hversu opið það verður.
Einungis þrír hafa tilkynnt um
framboð hjá Samfylkingunni: Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir og Stefán
Jón Hafstein í fyrsta sætið og Stef-
án Jóhann Stefánsson í öruggt sæti.
Ekkert hefur verið ákveðið um
prófkjör innan flokksins.
Þá hafa fjórir tilkynnt að þeir
stefni á sæti hjá vinstri grænum:
Svandís Svavarsdóttir í fyrsta sæt-
ið, Árni Þór Sigurðsson í annað sæt-
ið, Grímur Atlason í þrjú fyrstu
sætin og Þorleifur Gunnlaugsson í
þriðja til fjórða sæti. Framboðs-
frestur rennur út 16. september og
prófkjör fer fram 1. október.
svanborg@frettabladid.is
Njarðarbraut í Njarðvík:
Sluppu vel
úr árekstri
LÖGREGLA Allharður árekstur
tveggja bíla varð á Njarðarbraut í
Njarðvík um klukkan eitt aðfara-
nótt föstudags.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Keflavík voru öku-
menn og farþegar bílanna fluttir
með sjúkrabifreið á Heilbrigðs-
stofnun Suðurnesja til skoðunar,
en meiðsl þeirra voru ekki talin
alvarleg.
Þá var ökumaður kærður um
nóttina fyrir að aka á 122 kíló-
metra hraða á Reykjanesbraut,
þar sem leyfilegur hámarkshraði
er 90 kílómetrar á klukkustund.
- óká
Þorleifur Gunnlaugsson:
Í prófkjör hjá
Vinstri grænum
PRÓFKJÖR Þorleifur Gunnlaugsson
dúklagningameistari hefur ákveðið
að gefa kost á sér í forval Vinstri
grænna vegna borgarstjórnarkosn-
inga á næsta ári. Hann segist stefna
að þriðja til fjórða sæti listans.
Þorleifur er varaformaður
Vinstri grænna í Reykjavík og hef-
ur verið virkur í borgarmálum í tæp
fjögur ár. Hann situr í stjórn SÁÁ
og er fyrrverandi formaður Félags
dúklagninga- og veggfóðrarameist-
ara og tók þátt í stofnun Meistara-
sambands byggingamanna. Hann
segir að félagsmál verði sín helstu
baráttumál, auk þess sem hann hafi
mikinn áhuga á skipulagsmálum. ■
Skráning og dagskrá
er á heimasíðu ráðstefnunnar
http://www.meetingiceland.com/ginorden2005/
Allt það nýjasta á sviði landupplýsinga og
notkun landupplýsingakerfa.
Fimmtíu fyrirlesarar og viðamikil sýning
Meðal annars er fjallað um:
stefnumótun, lagasetningu, aðgengi að landupplýsingum,
tæknilausnir, kortagerð, gagnagrunna,
gagnavefsjár, fjarkönnun, eftirlitskerfi vegna náttúruhamfara
LÍSA - samtök um landupplýsingar á Íslandi
og GI Norden
Norræn ráðstefna um landupplýsingar
14.-17. september á Nordica Hótel
Er rétt hjá Davíð Oddssyni að
fara í Seðlabankann?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að leyfa varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli að fara burt?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
62,58%
37,42%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
1. sæti Alfreð Þorsteinsson
1. sæti Anna Kristinsdóttir
1. sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Gísli Marteinn Baldursson
Júlíus Vífill Ingvarsson (1-3)
2. sæti Hanna Birna Kristjánsdóttir
3. sæti Kjartan Magnússon
4. sæti Jórunn Frímannsdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
5. sæti Ragnar Sær Ragnarsson
Kristján Guðmundsson
Jónína Benediktsdóttir
Steinn Kárason (5-6)
6. sæti Marta Guðjónsdóttir
Loftur Már Sigurðsson
8. sæti Gústaf Níelsson
10.- 12. sæti Gunnar Dorfi Ólafsson
1. sæti Ólafur F. Magnússon
2. sæti Margrét Sverrisdóttir
1. sæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Stefán Jón Hafstein
2.-5. sæti Stefán Jóhann Stefánsson
1. sæti Svandís Svavarsdóttir
Grímur Atlason (1-3)
2. sæti Árni Þór Sigurðsson
3.-4. sæti Þorleifur Gunnlaugsson
VINSTIRHREYFINGIN
– GRÆNT FRAMBOÐ
SAMFYLKINGIN
SJÁFSTÆÐIS-
FLOKKURINN
FRAMSÓKNAR-
FLOKKURINN
FRJÁLSLYNDI
FLOKKURINN
BIRNA LÁRUSDÓTTIR Birna fagnar þeim
skerfi sem Vestfirðingar fá af sölu Símans,
en sá skerfur mun fara til vegagerðar.
Ágóða af sölu Símans varið til samgöngubóta:
Styttir lei›ina til Ísafjar›ar
Skemmtiferðaskipið The World í Reykjavík:
Íbú›ir seldar á 260 milljónir
HEIMURINN Öll nútímaþægindi eru um borð í skipinu, til dæmis leikhús, tennisvöllur og
snyrtistofa.
KAPPHLAUP UM RÁÐHÚSIÐ Flokkarnir í Reykjavík eru lengst komnir í að skipuleggja framboðsmál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Flestir í frambo›
fyrir Sjálfstæ›isflokk
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Anna Kristinsdóttir:
Vill lei›a lista
Framsóknar
PRÓFKJÖR Anna Kristinsdóttir borg-
arfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta
sæti á lista Framsóknarflokksins í
Reykjavík í næstu
borgarstjórnar-
kosningum.
„Ég er tilbúin til
þess að taka það
verkefni að mér að
leiða flokkinn til
sigurs í næstu
borgarstjórarkosn-
ingum. Þótt á brattann sé að sækja
held ég að tækifærin séu mýmörg,“
segir Anna.
„Ég hef öðlast ákveðna þekkingu
á borgarmálum með starfi mínu
innan borgarinnar og hef starfað
sem formaður Íþrótta- og tóm-
stundaráðs, sem formaður fram-
kvæmdaráðs borgarinnar og sem
varaformaður skipulagsráðs og haft
mikla ánægju og gleði af þessum
störfum,“ segir hún. - sda
ANNA
KRISTINSDÓTTIR