Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.09.2005, Qupperneq 6
6 10. september 2005 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUR „Við fögnum því að stjórnvöld skuli ætla að verja ein- um og hálfum milljarði til vega- gerðar á Vestfjörðum,“ segir Birna Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar í Ísafjarðarbæ, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja hluta ágóðans af sölu Sím- ans til vegamála. Átta hundruð milljónum króna verður veitt til vegagerðar í Arn- kötludal og sjö hundruð milljón- um í Vestfjarðaveg sem liggur frá Bjarkarlundi til Vatnsfjarðar í Breiðafirði. „Þetta þýðir að leiðin frá Hólmavík, og þá einnig frá Ísa- firði, til Reykjavíkur styttist um 41 kílómetra,“ bætir Birna við. Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri Vesturbyggðar, segir að þar sem fjárveiting sem renna átti til Vestfjarðarvegar sam- kvæmt samgönguáætlun hafi ver- ið skert á síðasta þingi sé kær- komið að fá þessa fjárveitingu þó að hún nægi ekki til að koma Vest- fjarðarveg í það horf sem vænst er. - jse FERÐAMÁL Skemmtiferðaskipið Heimurinn (The World) kom til Reykjavíkur á fimmtudag og lagðist að bryggju í Sundahöfn. Skipið er óvenjulegt fyrir þær sakir að herbergi þess og íbúðir eru í einkaeigu og geta eigendur þeirra ráðstafað þeim að vild. 110 íbúðir eru í skipinu, ýmist eins, tveggja eða þriggja her- bergja auk stúdíóíbúða. Íbúðirnar kosta frá tæpum 50 millljónum króna upp í rúmar 260 milljónir og eru nokkrar til sölu. Þar sem svo háttar til er hægt að leiga íbúðir í tiltekinn tíma og er leigan frá 63.000 krónum upp í 215.000 krónur nóttin. Minnst er hægt að leigja íbúðir í sex sólarhringa í senn. Öll nútímaþægindi eru um borð í Heiminum, til dæmis átta veitingastaðir, þrjár verslanir, gallerí, leikhús, bókasafn, nætur- klúbbur, spilavíti, tennisvöllur, hlaupabraut, sundlaugar, líkams- ræktarsalir og snyrtistofa. Skipið er á sjó lungann úr árinu og hefur stutta viðdvöl í höfnum hér og þar um heiminn. - bþs Fimmtán hafa tilkynnt frambo› í prófkjör Sjálfstæ›isflokksins, sem ver›ur 4. og 5. nóvember. Fjórir hafa tilkynnt frambo› í prófkjör Vinstri grænna. Anna Kristinsdóttir, Framsóknarflokki, ætlar gegn Alfre› fiorsteinssyni oddvita hans. BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Mun fleiri hafa tilkynnt um framboð í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor en í prófkjör hjá öðrum flokk- um. Prófkjör flokksins verður þó ekki haldið fyrr en 4. og 5. nóvem- ber. Kosning á lista hefur verið bindandi hljóti menn 50 prósent at- kvæða í það sæti. Björn Bjarnason, sem er í fyrsta sæti listans, mun ekki gefa kost á sér aftur. Þá er einnig ljóst að Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, sem nú er í þriðja sæti mun ekki bjóða sig fram aftur. Júlíus Vífill Ingvarsson hefur tilkynnt að hann muni sækjast eftir einu forystusæti listans og er fast- lega gert ráð fyrir að hann bjóði sig fram í fyrsta sætið. Þá hafa einnig raddir verið uppi um að Guðlaugur Þór Þórðarson gefi kost á sér í fyrsta sætið. Ef úr verður eru þeir fjórir sem gefa kost á sér í forystu flokksins í borginni, en þegar hafa Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Gísli Marteinn Bald- ursson tilkynnt það. Það er nokkuð síðan tilkynnt var að Ólafur F. Magnússon muni leiða Frjálslynda flokkinn. Margrét Sverrisdóttir verður í öðru sæti. Ekki hefur verið tilkynnt um önnur sæti, en eftir uppstillingu býður flokkurinn upp á fléttulista. Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, fyrir Framsókn sækist eftir fyrsta sæti flokksins í borg- arstjórnarkosningunum rétt eins og Alfreð Þorsteinsson. Hún tilkynnti framboð sitt í gær. Þá er fastlega gert ráð fyrir að Björn Ingi Hrafnsson tilkynni fljót- lega að hann bjóði sig fram til for- ystu í borginni. Ekki hefur verið ákveðið hvernig verður raðað á listann, en á kjördæmaráðsfundi, sem verður líklega í næsta mánuði, verður ákvörðun tekin um niðurröð- unina. Reiknað er með prófkjöri, en framsóknarmenn eru ekki á eitt sáttir um hversu opið það verður. Einungis þrír hafa tilkynnt um framboð hjá Samfylkingunni: Stein- unn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein í fyrsta sætið og Stef- án Jóhann Stefánsson í öruggt sæti. Ekkert hefur verið ákveðið um prófkjör innan flokksins. Þá hafa fjórir tilkynnt að þeir stefni á sæti hjá vinstri grænum: Svandís Svavarsdóttir í fyrsta sæt- ið, Árni Þór Sigurðsson í annað sæt- ið, Grímur Atlason í þrjú fyrstu sætin og Þorleifur Gunnlaugsson í þriðja til fjórða sæti. Framboðs- frestur rennur út 16. september og prófkjör fer fram 1. október. svanborg@frettabladid.is Njarðarbraut í Njarðvík: Sluppu vel úr árekstri LÖGREGLA Allharður árekstur tveggja bíla varð á Njarðarbraut í Njarðvík um klukkan eitt aðfara- nótt föstudags. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík voru öku- menn og farþegar bílanna fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðs- stofnun Suðurnesja til skoðunar, en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Þá var ökumaður kærður um nóttina fyrir að aka á 122 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. - óká Þorleifur Gunnlaugsson: Í prófkjör hjá Vinstri grænum PRÓFKJÖR Þorleifur Gunnlaugsson dúklagningameistari hefur ákveðið að gefa kost á sér í forval Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosn- inga á næsta ári. Hann segist stefna að þriðja til fjórða sæti listans. Þorleifur er varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík og hef- ur verið virkur í borgarmálum í tæp fjögur ár. Hann situr í stjórn SÁÁ og er fyrrverandi formaður Félags dúklagninga- og veggfóðrarameist- ara og tók þátt í stofnun Meistara- sambands byggingamanna. Hann segir að félagsmál verði sín helstu baráttumál, auk þess sem hann hafi mikinn áhuga á skipulagsmálum. ■ Skráning og dagskrá er á heimasíðu ráðstefnunnar http://www.meetingiceland.com/ginorden2005/ Allt það nýjasta á sviði landupplýsinga og notkun landupplýsingakerfa. Fimmtíu fyrirlesarar og viðamikil sýning Meðal annars er fjallað um: stefnumótun, lagasetningu, aðgengi að landupplýsingum, tæknilausnir, kortagerð, gagnagrunna, gagnavefsjár, fjarkönnun, eftirlitskerfi vegna náttúruhamfara LÍSA - samtök um landupplýsingar á Íslandi og GI Norden Norræn ráðstefna um landupplýsingar 14.-17. september á Nordica Hótel Er rétt hjá Davíð Oddssyni að fara í Seðlabankann? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að leyfa varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli að fara burt? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 62,58% 37,42% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN 1. sæti Alfreð Þorsteinsson 1. sæti Anna Kristinsdóttir 1. sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Gísli Marteinn Baldursson Júlíus Vífill Ingvarsson (1-3) 2. sæti Hanna Birna Kristjánsdóttir 3. sæti Kjartan Magnússon 4. sæti Jórunn Frímannsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 5. sæti Ragnar Sær Ragnarsson Kristján Guðmundsson Jónína Benediktsdóttir Steinn Kárason (5-6) 6. sæti Marta Guðjónsdóttir Loftur Már Sigurðsson 8. sæti Gústaf Níelsson 10.- 12. sæti Gunnar Dorfi Ólafsson 1. sæti Ólafur F. Magnússon 2. sæti Margrét Sverrisdóttir 1. sæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir Stefán Jón Hafstein 2.-5. sæti Stefán Jóhann Stefánsson 1. sæti Svandís Svavarsdóttir Grímur Atlason (1-3) 2. sæti Árni Þór Sigurðsson 3.-4. sæti Þorleifur Gunnlaugsson VINSTIRHREYFINGIN – GRÆNT FRAMBOÐ SAMFYLKINGIN SJÁFSTÆÐIS- FLOKKURINN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN BIRNA LÁRUSDÓTTIR Birna fagnar þeim skerfi sem Vestfirðingar fá af sölu Símans, en sá skerfur mun fara til vegagerðar. Ágóða af sölu Símans varið til samgöngubóta: Styttir lei›ina til Ísafjar›ar Skemmtiferðaskipið The World í Reykjavík: Íbú›ir seldar á 260 milljónir HEIMURINN Öll nútímaþægindi eru um borð í skipinu, til dæmis leikhús, tennisvöllur og snyrtistofa. KAPPHLAUP UM RÁÐHÚSIÐ Flokkarnir í Reykjavík eru lengst komnir í að skipuleggja framboðsmál fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flestir í frambo› fyrir Sjálfstæ›isflokk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Anna Kristinsdóttir: Vill lei›a lista Framsóknar PRÓFKJÖR Anna Kristinsdóttir borg- arfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnar- kosningum. „Ég er tilbúin til þess að taka það verkefni að mér að leiða flokkinn til sigurs í næstu borgarstjórarkosn- ingum. Þótt á brattann sé að sækja held ég að tækifærin séu mýmörg,“ segir Anna. „Ég hef öðlast ákveðna þekkingu á borgarmálum með starfi mínu innan borgarinnar og hef starfað sem formaður Íþrótta- og tóm- stundaráðs, sem formaður fram- kvæmdaráðs borgarinnar og sem varaformaður skipulagsráðs og haft mikla ánægju og gleði af þessum störfum,“ segir hún. - sda ANNA KRISTINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.