Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 32
4 10. september 2005 LAUGARDAGUR Allt a› 1000 bílar á einum sta› Við Klettháls hefur verið byggt upp bílasölusvæði sem er sannkallaður draumur fyrir þann sem er að leita sér að notuðum bíl. Birgir Reynisson og börnin hans Agnar og Sif standa á bak við fram- kvæmd bílasölusvæðisins við Klettháls. Það er byggt upp að er- lendri fyrirmynd og búið að vera lengi á teikniborðinu. „Þetta er okkar fjölskyldufyrirtæki, við byggðum svæðið upp og leigðum svo plássin út.“ Fjölskyldan fór af stað með hugmyndina fyrir um ári síðan, svæðið rúmar allt að þúsund bíla og nú eru þar fimm bílasölur. Mikið var lagt upp úr að svæðið hefði upp á fjölbreytni að bjóða og væri aðgengilegt bæði fyrir kúnna og söluaðila. „Þetta er mjög sér- stakt og hefur lengi vantað,“ segir Birgir. „Svæðið er vel heppnað og mest um vert að kúnnarnir séu ánægðir. Það styrkir alla söluaðila að vera á sama svæði, viðskipta- vinirnir hafa úr meiru að moða og hér er gott aðgengi“. Sif og Agnar verða vör við að fólk sé ánægt með að þurfa bara að fara á einn stað til að sækja þjónustuna. „Bílastæðin eru næg, fólk getur annað hvort gengið eða ekið um svæðið og auð- veldlega farið út úr bílum sínum til að skoða,“ segir Agnar. Aðgengið er til fyrirmyndar og segir Birgir það mikið atriði að hver bíll fái að njóta sín enda hafa þau fengið já- kvæð viðbrögð frá viðskiptavinum sínum. „Það var mikið lagt í þetta varðandi hönnun og gerð húsa,“ segir Birgir. „Húsin eru örlítið hækkuð upp og gluggar eru allan hringinn þannig að sölumaðurinn hefur yfirsýn yfir planið. Hingað til hafa menn verið í bröggum, skemmum og gömlum bílaverk- stæðum og að því leyti er þetta al- gjör bylting því starfsaðstaðan er mjög sérstök.“ Sif segir að aðsókn söluaðila í plássin hafi verið mikil en þau hafi vandað valið vel með það að markmiði að svæðið ein- kenndist af fagmennsku. Þau eru einnig vör við jákvæð áhrif þess á samkeppnina að hafa margar bíla- sölur á sama stað. „Samvinnan á svæðinu er góð og þegar svona margir koma saman með sömu þjónustuna býður það upp á ýmsa möguleika að gera sem best fyrir kúnnann. Þetta er mjög sérstakt starfsumhverfi þar sem allir eru vinir og allir vinna saman,“ segir Birgir. ■ Almennar bílaviðgerðir Allt um fasteignir og heimili á mánudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 Gulli Helga Laugardagsmorgna 9-13 Askja hefur samstarf vi› Iglhaut frá fi‡skalandi Bílar kynntir á laugardag hjá Öskju. Í tilefni samstarfs Öskju og Iglhaut verður haldin sýning í Öskju í dag. Fjórir bílar af gerð- inni Mercedes-Benz Sprinter, breyttir af Iglhaut í mismunandi útfærslum, verða til sýnis hjá Öskju. Bílaumboðið Askja, sem er sölu- og þjónustuaðili Mercedes Benz á Íslandi, hefur hafið samstarf við þýska breytingafyrirtækið Igl- haut og samstarfsaðila þess Enta ehf. Fyrirtækið sérhæfir sig í breytingum á Mercedes-Benz Sprinter og leggur áherslu á að nota sem mest af upprunalegum varahlutum frá Mercedes-Benz svo auðvelt sé að nálgast vara- hluti hvar sem er í heiminum. Aldrifsbreytingar Iglhaut eru viðurkenndar af framleiðanda Mercedes-Benz og helst því verk- smiðjuábyrð óskert. Hjá Öskju er hægt að fá Mercedes-Benz Sprinter í ýmsum útfærslum, svo sem vinnuflokka- bíla-, ferðaþjónustubíla-, sjúkra- bíla-, björgunarbíla- og húsbílaút- færslum. Síðan 1983 hefur breytinga- verkstæði Iglhaut í Þýskalandi (Iglhaut-Allrad) skapað sér nafn sem frumkvöðull í aldrifsbreyt- ingu á Mercedes-Benz atvinnubíl- um. Breytingin á bílnum fer al- farið fram í breytingasmiðju Igl- haut í Markbreit í Þýskalandi en Askja annast ábyrgðar- og við- gerðaþjónustu hér á landi. ■ BÍLASÖLUSVÆÐIÐ VIÐ KLETTHÁLS RÚMAR ALLT AÐ ÞÚSUND BÍLA OG ER HIÐ GLÆSILEGASTA. SYSTKININ SIF OG AGNAR ERU LÖGGILDIR BÍLASALAR OG STARFA MEÐ FÖÐ- UR SÍNUM. BÍLASÖLUR Á SVÆÐINU VIÐ KLETTHÁLS • Bílalíf • Bílaþing Heklu • Heimsbílar • Höfðahöllin • Toppbílar bílamarkaður } Samstarf Fiat og Ford FIAT Á ÍTALÍU SEM HEFUR UM HRÍÐ LEITAÐ AÐ NÝJUM SAM- STARFSAÐILA GENGUR NÚ TIL SAMSTARFS VIÐ FORD. Fiat á Ítalíu tilkynnti það á dögun- um að hjá fyrirtækinu væru uppi áform um að fara í samstarf við annað fyrirtæki fyrir árslok. Í gær kom í ljós að þetta fyrirtæki er Ford Motor. Sérfræðingar hafa metið stöðuna svo að Fiat þyrfti á sterk- um samstarfsaðila að halda til að draga úr kostnaði, þar sem sam- keppni á bílamarkaði fer harðn- andi vegna offramboðs á bílum og ætti samstarfið við Ford að uppfylla þær þarfir. Samstarf Fiat við General Motors fór út um þúfur í febrúar síðastliðnum og hefur Fiat leitað að nýjum samstarfsaðila síðan. Samstarfið við Ford verður ekki eins víðtækt og áætlað var í samningaviðræðum Fiat við GM, heldur snýr fyrst og fremst að þróun smábíla fyrirtækjanna, nýjum Fiat Cinquecento og Ford KA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.