Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 36
Bólusetningar geta verið nauðsynlegar þegar ferðast er til framandi
landa. Ef þú ert á leiðinni í ferðalag skaltu athuga með góðum fyrirvara
hvaða sprautur þú þarft að fá. Bólusetningarnar geta nefnilega tekið tíma
og sumar bólusetningarnar þarf maður að fá með nokkrum fyrirvara.[
Búdapest – perlan vi› Dóná
Í október er hægt að fara í
spennandi ferðir til Búdapest,
borgarinnar sem hefur upp á
allt að bjóða sem ferðamenn
sækjast eftir.
Búdapest er sérlega falleg borg
sem hefur nútímalegt yfirbragð í
bland við sögulegt umhverfi, lif-
andi menningu, iðandi mannlíf og
endalausan glaðning fyrir bragð-
laukana. Áin Dóná skiptir borg-
inni í tvo hluta, Búda, sem er
eldri hluti borgarinnar og stend-
ur í hlíð vestan árinnar og hins-
vegar Pest. Í vestari hluta borg-
arinnar Búda er kastalahverfið
sem gnæfir yfir borgina. Þar er
að finna rústir Aquincum, hinnar
fornu borgar Rómverja, fornt
völundarhús sem liggur undir
borgina og stórbrotinn arki-
tektúr. Hið sögufræga Hetjutorg
og þinghúsið sem er það þriðja
stærsta í Evrópu eru á sléttunni
austan megin árinnar, í Pest.
Mörg minjasöfn og listasöfn eru í
borginni.
Ungverjar hafa getið sér orð
fyrir gestrisni og góðan mat og er
Búdapest sannkallað himnaríki
fyrir sælkerana. Í kastalahverf-
inu er hægt að gæða sér á gúllas-
súpu og njóta um leið útsýnisins
yfir Pest og Dóná. Matarmenning
Ungverja er rík og má finna fjöl-
marga veitingastaði sem bjóða
upp á hefðbundna ungverska rétti
en einnig úir og grúir af matar-
gerð frá öllum heimshornum.
Ekki spillir fyrir að verðið er ívið
lægra en Íslendingar eru vanir og
því auðvelt að fara á glæsileg
veitingahús eins og Gundel við
Hetjutorgið án þess að buddan
finni mikið fyrir því. Margir veit-
ingastaðir bjóða upp á lifandi tón-
list og söng með matnum og er
upplagt að fara á þá og njóta
listar af lyst.
Sumir veitingastaðir eru með
miðaldayfirbragði, maturinn er
borinn fram á fati og vínið í krús.
Einnig er auðvelt að sækja venju-
lega kráarstemningu til að kom-
ast nær daglegu lífi innfæddra.
Ungverski Laugavegurinnn nefn-
ist Váci utca og út frá þeirri götu
liggja margar hliðargötur þar
sem má finna helstu merkjavör-
ur. Í Búdapest er einnig að finna
mikið magn af verslunarmið-
stöðvum meðal annars þá stærstu
í Evrópu, West End City. Einnig
má finna markaði sem bjóða upp
á næstum hvað sem er. Ungverjar
eru þekktir fyrir vandað og fal-
legt handverk, þar má nefna þjóð-
búningadúkkurnar frægu, leir-
vörur og handmálað postulín.
Einnig má finna mikið úrval af
antíkmunum. Á kvöldin hefur
borgin yfir sér rómantískan blæ,
tilvalið er að bregða sér í óper-
una, ganga meðfram Dóná eftir
sýninguna, njóta ljósanna og
mannlífsins. Enn betra væri að
sigla niður ána, hlýða á
sígaunatónlist um leið og upplifa
þá mögnuðu stemningu sem um-
lykur þessa fallegu borg í miðju
Evrópu.
Heimsferðir bjóða upp á
þriggja, fjögurra og sjö nátta
ferðir til Búdapest í októbermán-
uði. Uppselt er í ferðir hjá Úrval
Útsýn og Plúsferðum. Meðalverð
á helgarferðum til Búdapest án
skatta er um 50 til 60 þúsund.
Nánari upplýsingar um Búdapest
má nálgast á netinu
http: / /www.i i t .bme.hu/hung-
ary/budapest/.■
]
Í vikunni var sögulegu hámarki náð í íslenskri
laxveiði því þá voru sett aflamet í þremur ám.
Þverá og Kjarrá rufu 4.000 laxa múrinn, Norð-
urá skreið yfir 3.000 laxa og Selá í Vopnafirði
fór yfir 2.000 fiska múrinn þegar 55 laxar
komu á land á átta stangir á einum degi! Vik-
an 29. ágúst til 4. september gaf 317 laxa í
Eystri-Rangá sem er þreföld meðalveiði fyrir
þessa viku. Til samanburðar gaf þessi vika
194 laxa í fyrra og var það þá metveiði svo
þarna er fjör líka!
Hins vegar eru ekki allar fréttir góðar: Flestir
virðast sammála um að sjóbleikjuveiðin hafi
brugðist þetta sumarið. Við heyrðum á tal
tveggja manna í dag sem voru að bera saman bækur sínar
og komust að sömu niðurstöðu: Sjóbleikjan lætur bara varla
á sér kræla. Þeir höfðu verið í Svarfaðardalsá, Hörgá og Ólafs-
fjarðará og varla fengið bein. Áður höfum við einnig skýrt frá
slakri sjóbleikjuveiði í Eyjafjarðará og Vatnsdalsá.
Vænir fiskar hafa verið að fást af og til í Fnjóská í allt sumar
og fréttist af einum 97 sm sem tók fluguna hjá Haraldi Eiríks-
syni síðasta mánudagskvöld.
Landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson hyggst leggja fram á
þingi núna í haust ný frumvörp til laga um lax- og silungs-
veiði. Á heimasíðu landbúnaðarráðuneytisins má nálgast drög
að öllum þessum frumvörpum og senda inn athugasemdir.
Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér málið enda mikið í
húfi.
Stangveiði lauk í Veiðivötnum á Landmannaafrétti 21. ágúst
og er lokatalan ein sú hæsta sem þar hefur sést, eða 16.585
fiskar! Mikil bleikjuveiði hefur verið í mörgum
vatnanna þetta sumarið og hífir fjöldi bleikja
töluna upp, þ.e.a.s 6.818 bleikjur voru skráðar
og 9.767 urriðar. Þyngsti urriðinn þetta sumar-
ið var 13 pund og kom hann úr Hraunvötnum
eins og oft áður.
Veiðinni er nú lokið á urriðasvæðunum í Laxá
en við heyrðum eina góða sögu sem gerðist
rétt undir lokin. Það var Jonni flugmaður hjá
Atlanta sem lenti í því í Laxárdalnum að fiskur
tók fluguna – ekki stór, að honum fannst,
stangarendinn bara rétt tifaði. En þegar hann
fór að draga fenginn nær sér, þyngdist dráttur-
inn skyndilega, og okkar maður taldi víst að
slýdræsa hefði lent á urriðanum litla sem át fluguna. Jonni
tók fast á móti en allt í einu var eins og urriðanum hefði vax-
ið ásmegin. Þegar Jonni var við það að landa „krílinu og
slýdræsunni“ sá hann hvers kyns var: Risastórt vígtennt
urriðaskrímsli hafði ráðist framan að litla greyinu og sproð-
rennt því í orðsins fyllstu merkingu – aðeins sporðurinn á litla
urriðanum stóð út úr kjaftinum á þeim stóra. Það munaði
minnstu að Jonni næði að landa báðum fiskunum, en þegar
þeir sprikluðu saman í fjöruborðinu lak sá litli út úr þeim
stóra, sem synti burt álíka hissa á uppákomunni og veiðimað-
urinn. Meira um haustveiðina á flugur.is! Góða skemmtun.
Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flug-
ur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrif-
enda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar
veiðiskap í sumar.
VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein
VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS
Veiðimet í vikunni!
Sjálfsmynd af veiðimanni
með feng!
Opinbert tungumál: Ungverska.
Flatarmál: 93.030 ferkílómetrar.
Fólksfjöldi: 10.198.315 (Árið 2001).
Tímabelti: UTC+1 (UTC+2 á sumrin).
Þjóðsöngur: Himnusz (Isten áldd
meg a magyart).
Gjaldmiðill: Forinta (HUF). 100 krón-
ur íslenskar eru 350 forintur.
Fjarlægðir: Frá Ferihegy flugvelli til
Búdapest eru 22 km, um 40-50 mín-
útna akstur.
Flugtími: Flug frá Íslandi til Búdapest
tekur um fjórar klukkustundir.
M
YN
D
/G
ETTY
Kastalahverfið að kvöldiFæðingar í háloftunum
FLUGFÉLÖGIN VILJA VOTTORÐ FRÁ BARNSHAFANDI KONUM Á LEIÐ Í FLUGVÉL.
Flestum konum er óhætt að ferðast með flugvél milli áfanga-
staða fram á 36. viku meðgöngu. Þó nefna aðrir 32. viku í
þessu samhengi og enn styttri tíma ef meðgangan er ekki al-
veg eins og hún á að vera. Því er best að ráðfæra sig ávallt
við lækni ef lagt er upp í langferðir með bumbuna út í loftið.
Þar fyrir utan setja flugfélögin ákveðnar reglur um ferðalög
barnshafandi kvenna. Flugleiðir vilja til dæmis fá að sjá lækn-
isvottorð frá þeim konum sem eru á síðasta mánuði með-
göngu. Iceland Express gerir enn strangari kröfur og vill vott-
orð frá konum frá og með 28. viku og leyfir ekki flug eftir 34.
viku.
Því er ljóst að hafa verður varann á og stóla ekki um of á ferðalög á síðustu vikum
fyrir fæðingu.
Ekki bíða eftir að kúlan
verði of stór.