Fréttablaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 72
48 10. september 2005 LAUGARDAGUR
Íslenskum leikskólabörnum frá
Sæbóli var boðið upp á „uji“
graut á Ægisíðunni í gær í sól og
blíðu. „Uji“ er grautur sem gef-
inn er vannærðum börnum í Afr-
íku. Viðbrögð íslensku barnanna
voru áhugaverð, en öll voru þau
tilbúin að smakka. Trommari úr
Kramhúsinu var á staðnum og
fólk frá Kenýa til að gera daginn
myndrænan. „Í Afríku hafa
börnin ekkert val og þar liggur
munurinn. Þeim er boðinn þessi
grautur sem er þeirra eina mál-
tíð yfir daginn. Ef þau vilja hann
ekki þá er einfaldlega ekkert
annað í boði,“ segir Sigríður Arn-
ardóttir, sjónvarpskona eða Sirrý
eins og við þekkjum hana best.
Tilgangurinn með þessum degi
var að kynna þáttinn Fólk sem
hefur göngu sína á miðvikudags-
kvöldið klukkan níu. En í þættin-
um fá Íslendingar tækifæri til
þess að gerast heimsforeldrar.
„Það er nóg að gefa þúsund krón-
ur á mánuði. Með því getum við
hjálpað þessum vannærðu börn-
um í Afríku til þess að fá mat og
vatn og til þess að komast í
skóla,“ segir Sigríður. Þátturinn
verður tvöfaldur og þó að aðalá-
herslan verði lögð á það starf
sem UNICEF hefur verið að
vinna í Afríku, þá verður einnig
líf og fjör. Sylvía Nótt kíkir í
sund, kona frá Kenýa sem býr í
Hveragerði kemur í heimsókn og
litið er inn til íslenskrar fjöl-
skyldu sem búsett er í Afríku.
Íslandsvinirnir og Bandaríkja-
mennirnir Antony and the John-
sons skutu Bretum og Írum ref
fyrir rass og unnu Mercury-verð-
launin fyrir árið 2005. Umdeilt er
hvort Antony átti tilkall til verð-
launanna þar sem þau eiga að fara
til bestu bresku eða írsku plötu
ársins. Margir segja þetta skandal
þar sem Anthony ólst upp í Kali-
forníu og hefur búið í New York
frá árinu 1990. Ástæðan fyrir því
að hann á rétt á Mercury-verð-
laununum er að hann er fæddur í
Chichester í Englandi og er því
með enskt vegabréf en það er það
eina sem þarf til að eiga rétt á til-
nefningu til verðlaunanna.
Margir eru því í fýlu út í Ant-
ony fyrir að hafa „stolið“ Merc-
ury-verðlaununum. Meðal þeirra
sem voru tilnefndir og þóttu lík-
legir til að hljóta verðlaunin í ár
eru Kaiser Cheifs fyrir plötuna
Employment, Bloc Party fyrir Si-
lent Alarm, Coldplay fyrir X&Y
og M.I.A. fyrir Arular en allir
þessir listamenn eru í miklum
metum í Bretlandi. Nick Hodgson,
trommari Kaiser Chiefs, sagði við
blaðamann Guardian: „Hann er
bandarískur. Þetta er góð plata
sem á verðlaun skilið en það er
nokkuð skítt að hann hafi aðeins
unnið því hann er fæddur í
Englandi.“ Örlar greinilega fyrir
biturleika hjá Hodgson. Söngkon-
an M.I.A. gekk út úr salnum
nokkrum mínútum eftir að úrslit-
in voru tilkynnt, sármóðguð.
Bæði Antony og Kaiser Chiefs
spiluðu á verðlaunahátíðinni
ásamt Bloc Party, Maximo Park,
The Magic Numbers, The Go!
Team og fleirum. Þegar Antony
tók við verðlaununum lét hann
þessi orð falla: „Þetta hljóta að
vera einhver mistök. Ég er gjör-
samlega í skýjunum. Þetta er
brjálað.“ Verðlaunin eru valin af
öðrum virtum tónlistarmönnum,
blaðamönnum og bransafólki. Í
hópi fyrri sigurvegara eru meðal
annars Franz Ferdinand, Dizzee
Rascal, PJ Harvey og Ms.
Dynamite.
Íslensk börn hafa val
Mercury-skandallinn
ANTONY HEGARTY Margir tónlistarmenn eru ekki svo ánægðir að Antony and the John-
sons hafi hlotið Mercury-verðlaunin sem veitt voru nýlega. Hljómsveitin er að mestu leyti
bandarísk fyrir utan þá staðreynd að Antony er fæddur í Englandi. Verðlaunin geta aðeins
breskir og írskir tónlistarmenn hlotið.
Velcrow Ripper me› námskei›
Kanadíski kvikmyndagerðarmað-
urinn Velcrow Ripper heldur
námskeið í heimildarmyndagerð á
alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík sem fer fram 29. sept-
ember til 9. október. Auk þess
verður nýjasta mynd hans, Scared
Scared, sýnd á hátíðinni.
Ripper hefur leikstýrt yfir þrjá-
tíu kvikmyndum og myndböndum,
bæði leiknum myndum og heimild-
armyndum. Hann hefur unnið
meira en 20 verðlaun á ferli sínum,
þar á meðal verðlaun kanadísku
kvikmyndaakademíunnar.
Í Scared Scared er fylgst með
fimm ára ferðalagi Rippers um
heiminn þar sem hann heimsækir
átakasvæði í leit að von. Hann
skoðar jarðsprengjusvæði í Kam-
bódíu, fer til Afganistan, Bosníu,
Hiroshima, Ísraels og Palestínu
og lítur á rústir tvíburaturnanna í
New York.
Ripper mun miðla af nær þrjá-
tíu ára reynslu sinni af kvik-
myndagerð laugardaginn 1. októ-
ber á Kaffi Reykjavík. Skráning-
argjald er 1500 krónur og er sæta-
fjöldi takmarkaður. Meðal annars
er hægt að skrá sig á heimasíð-
unni filmfest.is. ■
SCARED SCARED Ripper heimsækir
meðal annars Afganistan í myndinni
Scared Scared.
Það eru ekki fáar erlendar stór-
stjörnur sem hafa verið giftar allt
að fimm sinnum á ævinni. Skilnað-
ir verða æ algengari og sumir virð-
ast gifta sig upp á grín. Þessar
stjörnur hafa ekki látið nægja að
gifta sig einu sinni á ævinni. Þeim
virðist hafa gengið heldur illa að
finna sína einu sönnu ást. En með-
al þessarra aðlila má nefna: Billy
Bob Thornton, Kenny Rogers, Ric-
hard Pryor, Dennis Hooper, Geor-
ge Foreman, Rita Heyworth, Jos-
ephine Baker og Tony Curtis.
Meðal þeirra sem hafa gift sig
fjórum sinnum á ævinni eru með-
al annarra, James Brown, Ernest
Hemingway, Liza Minelli og
Frank Sinatra. Þess má geta að
Marilyn Monroe gifti sig þrisvar
sinnum en Michael Jackson og
Sean Penn hafa verið kvæntir
tvisvar.
Ekki nóg a› gifta sig einu sinni
ÞAÐ VAR LÍF OG FJÖR Á ÆGISÍÐUNNI Þar var leikskólabörnum boðið að smakka
„uji“-graut frá Afríku.
MARILYN MONROE Entist illa í
hjónaböndum og giftist þrisvar.
MICHAEL JACKSON Er tvífráskilinn eins
og staðan er hjá honum í dag.