Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 33

Fréttablaðið - 10.09.2005, Page 33
5LAUGARDAGUR 10. september 2005 Mazda Motors hefur gert formlegan samning við Brimborg ehf. um að veita heildarþjónustu hér á landi á sviði sölu, viðhalds- og viðgerðarþjónustu Mazda og tekur Brimborg við sem umboðsað- ili Mazda á Íslandi hinn 1. október næstkomandi. Fyrirtækið mun á næstu mánuðum hefja sölu á Mazda og veita alhliða þjónustu samkvæmt gæðastöðl- um Mazda í nýju húsnæði við Bílds- höfða 8, á lóðinni við hlið Brimborgar við Bíldshöfða 6. Framkvæmdir við nýtt húsnæði Mazda eru hafnar og gera áætlanir ráð fyrir að formleg markaðs- færsla á Mazda, undir fána Brimborgar, hefjist á árinu eða jafnskjótt og fram- kvæmdum lýkur. Sýningarsalur fyrir Mazda auk vara- hlutaverslunar, hraðþjónustu og við- gerðar- og viðhaldsþjónustu Mazda verður í 1.800 fermetra húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Framkvæmdastjóri fyrir Mazda hjá Brimborg er Þórður Gunnarsson, sem áður gegndi starfi sölustjóra hjá Heklu og Öskju. Um 25 manns munu starfa hjá Mazda á Bílds- höfða 8. Hyundai Automotive Group opnaði í vik- unni nýja rannsóknarmiðstöð sem verður helguð rannsóknum og þróun á umhverf- isvænum bílum. Fjárfestingin í miðstöðinni nemur samtals 7,5 milljörðum króna, en miðstöðin er í nýrri fjórtán þúsund fer- metra byggingu í útjaðri Seúl. Byggingin sjálf er ekki bara umhverfisvæn í orði heldur einnig á borði. Byggingarefni eru umhverfisvæn, til dæmis eru gólfin úr endurunnum hjólbörðum. Rafmagn til lýs- ingar er fengið úr sólarrafhlöðum og til að orkunýting verði enn umhverfisvænni er sú raforka sem tilraunir með rafala gefa af sér nýtt innan stöðvarinnar. Þá eru salernin í byggingunni búin umhverfisvænni loft- þrýstitækni, sem sparar um 1.500 tonn af vatni árlega. Hyundai hefur á undanförn- um árum vakið verulega athygli fyrir nýja gerð af vetnisknúnum efnarafölum og hafa bæði Santa Fe og Tucson komið vel út í prófunum með þeirri tækni. Á síðasta ári hlaut Hyundai síðan styrk til að kanna mögleika á fjöldaframleiðslu þessarar tækni fyrir almenna bílamarkaðinn. Sumarið er liðið og ágætt að fara að gera klárt fyrir veturinn áður en hann skellur á af fullum þunga. Ásgeir Ásgeirsson ferðamennsku- bílstjóri segir hér frá því sem hann telur að þurfi að vera í fólksbíl til að hann geti talist tilbúinn fyrir veturinn. „Eitt það mikilvægasta er efni til að hreinsa dekkin. Það er líka alltaf gott að hafa húfu, vettlinga og annan fatnað í bílnum. Ef fólk á litla skóflu er það mjög sniðugt. Eins nesti ef ferðast er á þjóðveg- um og tólf volta vinnuljós,“ segir Ásgeir. „Eitt láist fólki líka oft að hafa í bílnum á langferðum og það er gott og stórt vaxkerti sem stendur vel. Ef bíllinn festist í skafli má ekki hafa hann í gangi vegna hættu á koltvísýringseitrun. Þá er gott að hafa svona kerti því það getur haldið yl í bílnum í marga klukku- tíma. Góð rúðuskafa er líka nauð- synleg og rúðuvökvi sem þarf að þola 14-16 stiga frost. Í dag eru til léttar og nettar keðjur, úr plasti eða vír, sem auðvelt er að smeygja á hjólin ef maður lendir í ógöngum. Þá getur líka verið gott að hafa loftmæli því meira að segja fólks- bíladekk grípa aðeins betur ef smá lofti er hleypt úr.“ Ætli fólk hins vegar í fjallaferð- ir á breyttum bílum að vetri til bætist aðeins við listann: „Þá viljum við hafa stóra og öfl- uga skóflu, teygjuspotta, jafnvel drullutjakk og auðvitað loftdælu til að geta pumpað í og hleypt úr til skiptis. Þá eru margir með kol- sýrukúta til að geta sprengt dekk upp á ef þeir affelga. Ég ráðlegg fólki alls ekki að gera það með því að kveikja í startgasi, slíkt getur endað illa,“ segir Ásgeir. „Að lokum er það svo GPS-tæk- ið. Það ætti alltaf að vera í bílnum, líka í sólskini, því maður veit aldrei hvenær vonda veðrið skell- ur á. Það þarf líka að læra á tækin og gott að æfa sig að keyra eftir þeim til og frá vinnu til dæmis. Þá skilur maður hvernig tækið virkar þegar á reynir.“ ■ Umhverfið á oddinn Hyundai hefur stofnað rannsóknarmiðstöð fyrir þróun umhverfisvænna bíla. Umhverfisrannsóknarmiðstöð Hyundai er í útjaðri Seúl. Nýtt húsnæði með stórum sýningarsal Brimborg verður formlegur umboðsaðili Mazda á Íslandi frá og með 1. október. Brimborg hefur tekið við Mazda-umboð- inu á Íslandi. Skófla, teygjuspotti og loftdæla flurfa a› vera í skottinu Ásgeir Ásgeirsson hefur fimmtán ára reynslu af jeppamennsku. Hann veit upp á hár hvað þarf að vera í bílnum áður en lagt er upp í ferð að vetri. Gott vaxkerti, húfa og rúðuskafa eru meðal þess sem Ásgeir Ásgeirsson ferðamennskubílstjóri mælir með að fólk hafi í bílnum yfir vetur- inn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.