Fréttablaðið - 10.09.2005, Síða 31

Fréttablaðið - 10.09.2005, Síða 31
Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Skoðunarskandallinn ógurlegi Hönnun nýrra bíla hefur tekið miklum framförum á síðustu árum. Einföld dæmi eru til dæmis „vöðva“stýrið sem hefur vikið fyrir rafeindastýrðu vökvastýri sem léttist eða þyngist eftir aðstæðum. Fyrsti bíllinn minn var með kassettutæki og þótti gott. Í dag eru bílar með innbyggða DVD-spilara, sjón- varpsskjái, leiðsögu- og aksturstölvu sem talar, gervihnattaút- varp með innbyggðum síma og glasahaldara aftur í. Þetta hefur þó ákveðna ókosti. Elsti bíllinn á heimilinu er nefnilega þannig að ef eitthvað bilar þarf bara að losa þrjár skrúfur til að komast að því og skipta út fyrir nýtt. Sá nýjasti á heimilinu er öðruvísi. Ef eitthvað bilar þarf ég að fara upp í há- skóla, finna tölvunarfræði- eða rafmagnsverkfræðinema, fá þá til að gera alls konar prófanir og reiknilíkön og svo laga þeir bílinn í gegnum tölvupóst. Eða svona næstum því. Bílar eiga auðvitað að vera í lagi, hvort sem til þarf skrúf- járn eða tölvubúnað, og það getur verið lífsspursmál að komast að bilunum í tæka tíð. Þess vegna leiðist mér þegar fólk segir að starfsmenn skoðunarstöðva séu drifnir áfram af misgóðum hvötum. Þeir benda oft á bilanir sem gætu komið manni illa síð- ar. Og það er gott. Maður heyrir samt sögur af konum sem brosa fallega og körlum sem bjóða í nefið. Þannig á að vera hægt að sleppa í gegn og keyra annað ár á tifandi tíma- sprengju. Á heimilinu var til þriðji bíllinn. Gamall og ljótur en fór alltaf í gang. Hann átti að skoða í ágúst. Ég vissi af einu og öðru sem ætti eftir að vekja athygli og var satt að segja ekki í neinu skrúfjárnsstuði. Ágúst leið því hægt og rólega og samviskubit- ið barst mér á gulum miða frá skoðunarstöðinni. „Ertu að gleyma þér?“ spurði það. Fyrsta september gafst ég upp. Í óstuði mínu hringdi ég í góðan vin minn sem ég veit að á gott skrjúfjárn og er stundum í stuði. Bauð honum bílinn fyrir andvirði rafgeymis gegn því að hann tæki við honum óskoðuðum. Samningar tókust og nú er vinurinn með skrúfjárnið á lofti. Næsta bíl á að skoða í janúar. Hann er miklu yngri og í topp- standi. Ég er samt byrjaður að safna neftóbaki og æfi brosið fyrir framan spegilinn ótt og títt. Vinurinn kann nefnilega ekk- ert í tölvunarfræði... LAUGARDAGUR 10. september 2005

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.