Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 19. október 1975. V ^pheytætlurnar Prófaðar af Bútæknideild og þaulreyndar af hundruðum bænda um land allt ó undanförnum órum. heytætlurnar hafa reynzt afkastamiklar, velvirkar og þurfa lítið viðhald — en þetta eru þau atriði, sem skipta meginmóli — þegar velja skal góða heyvinnuvél. Örfáar vélar óseldar — Greiðsluskilmálar Hagkvæmt haust-verð kr. 237 þúsund með söluskatti Verðtilboð þetta stendur til 5. nóvember - eða meðan birgðir endast G/obus7 LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Slapp inn í landið með falsað vegabréf: Segist vera liðhlaupi, en neitar að segja til nafns utanríkisráðuneytið kannar málið Gsal-Reykjavik — Hann neitar að segja til nafns, en hann er meö svissneskt vegabréf, sem augsýnilega er falsað, — og liann er að öllum likindum Bandarikjamaður, sagði Þor- geir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Kefla vikurflugvelli i gær, um tvitugan pilt, sem i varðhaldi er i Keflavik, en hann var stöðvaður aðfaranótt föstu- dags, þegar hann ætlaði út af Kelavíkurflugvelli, og kom þá i Ijós að hann var með falsað vegabréf. Pilturinn kvaðst I fyrstu vera svissneskur ríkis- borgari, en Þorgeir Þorsteins- son, lögreglustjóri ávarpaði hann bæði á þýzku og frönsku, og gat pilturinn ekki svarað i sömu mynt. Utanrikisráðuneytið kannar nú hvar vegabréf mannsins er gefið út, og eins er leitað upplýsinga, sem geta varpað ljósi á það, hver pilturinn sé i raun og veru. Pilturinn hefur greint frá þvi, að hann sé liðhlaupi og hafi strokið úr bandariska hernum i Vietnam árið 1971 og siðan farið huldu höfði. Pilturinn hefur dvalizt hér á landi siðan 8. október. s.l. og má furðu sæta, að hann skuli hafa komizt inn i landið með falsað vegabréf. Piltur þessi hefur einnig greint frá þvi, að hann sé heró- inneytandi og læknar hafa staðfest, að nálarstungur séu á handlegg hans, en um það, hvort þær eru eftir heróin- sprautur geta þeir ekki fullyrt. Að sögn Þorgeirs Þorsteins- sonar verður pilturinn i haldi, þar til upplýst verður hver hann er. Fylgzt með hreinlæti í slóturhúsum AÐ SÖGN Agnars Tryggvasonar frkvstj. hafa fimm starfsmenn Búvörudeildar SIS heimsótt öll sláturhús á vegum kaupfélag- anna nú i sláturtiðinni. Hafa þeir fylgzt með réttri verkun og með- ferð afurðanna og haft eftirlit með hreinlæti og hollustuháttum. Þessir fimm starfsmenn eru þær Guðrún Hallgrimsdóttir og Sjöfn óskarsdóttir hjá Rann- sóknadeild Búvörudeildar Kristján Kristjánsson og Guðm. Ingólfsson hjá Kjötiðnaðarstöð- inni og Þórður Magnússon hjá Af- urðasölunni. Eftirlit sem þetta hefur lengi verið á dagskrá hjá deildinni, og framvegis er ætlun- in, að slikt eftirlit verði viðhaft i öllum húsunum. Kjör- dæmis- þing Kjördæmisþing iramsóknarmanna á Norðuiiandi eystra verður haldið á Hótel KEA, Akureyri 1.-2. nov. n.k. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. ^Borðsfofu- og ^eldhúshorð Eigum ennþá fyrirliggjandi nokkur Thibenzole — Inngjafasett Kr. 6.125,00 Söluskattur Kr. 1.225,00 Einnig örfáar Thibenzole — Duft-byssur Kr. Söluskattur Kr. 7.740,00 1.548,00 FARMASÍ Ap Pósthólf 544 — sími 25933. Steinbítsriklingur Til sölu óbarinn steinbitsriklingur i 4ra og 5 kg pakkningum. Barinn i 100 g pakkningum. Sérstök gæðavara. — Sendum um land allt. VONIN H.F. Súgandafirði — Sími 94-6176 Þjóðhótíðarmyndirnar Heyannir og Vörin eftir Eggert Guð- mundsson. Stærð mynda 58x71 sm i fururrannna, gráum enskum eða gylltúm brciðum römmum. Nokkrar myndir á mjög góðu verði. Póstsendi. Upplýsingar i síma 93-134B kl. 12—14 eða á kvöidin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.