Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif j iÍk^iSS^....."-' Landvélarhf PRIMUS HREYFILHITARAR Í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 239. tbl. — Sunnudagur 19. október — 59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 -SÍMI (91)19460 &~m$k '* i - Loðnumjölinu er síður hætt við þránun og hitaskemmdum en öðru mjöli Gsal-Reykjavik. — Fituinnihald loðnumjöls lækkar óvcrulega, þó að það sc geymt i allt að þvi hálft ár við venjuleg skilyrði. Lækkunin nær ekki i neínu tilviki 0,5%. Af þvi má ljóst vera, að loðnumjöli er miklu siður hætt við oxun ( þránun) og. hita- NY RÆKJU- VINNSLA Á KÓPA- SKERI Mó-Rey kjavik. Nýjar rækjupillunarvélar eru væntanlegar til Kópaskers á næstunni, og verður þvi væntanlega unnin þar rækja ifyrstasinn á komandi vetri. Kristján Árnason, kaup- félagsstjóri á Kópaskeri, bjóst við að rækjuvinnslan gæti veitt 10-15 manns at- vinnu og yrði mikil lyftistöng fyrir allt atvinnulif á staðn- um. Nú stendur slátrun yfir á Kópaskeri, og verður þar slátrað um 30 þiisund fjár: Er það 8% aukning frá i fyrra. Meðalþungi dilka er nú 15,5 kg, en var i fyrra 14,8 kg. Hálfri milljón stolið Gsal-Reykjavik — Reykvikingur nokkur brá sér að heiman hálfan annan tima siðari hluta aðfara- nætur laugardags. Þegar heim kom tók hann eftir þvi að rótað hafði verið i ibúðinni og skömmu siðar varð honum ljóst, að hálf milljón kr. sem hann var með ln'iina hjá sér, — var horfin. Far- ið hafði verið inn um glugga á ibúðinniá timabilinu milii kl. hálf fjögur og sex, og var lögreglunni lilkynnt um þjófnaðinn um kl. 7. Rannsóknarlögreglan var i gær að kanna hvort rétt væri, að maðurinn hefði i raun og veru geymt hálfa milljón króna i pen- ingum heima hjá sér. — t sjálfu sér getum við alls ekki rengt manninn, en við eigum þvi ekki að vénjast, að fólk geymi svona miklar f járhæðir undir koddanum hjá sér, sagði rannsóknarlög- reglumaður við Timann i gær. Sprengja frá stríðs- árunum liggur ó víða- vangi - gæti verið virk FB—Reykjavik — Minjar stríðs- áranna er enn að finna viða um land. Sumar eru þær hættulausar, en aðrar eru það ekki, og þar á meðal er að öllum Hkindum sprerigja ein, sem liggur við flug- vélarflak á svonefndum Völu- hjalla i Krossanesfjalli norðan við fjarðarmynni Reyðarfjarðar. Fyrir skömmu skrifaði Geir Hólm á Eskifirði Timanum bréf og sendi með mynd af sprengj- unni, sem birtist hér fyrir ofan fréttina. Geir hefur hvað eftir annað reynt að fá yfirvöld til að athuga þessa sprengju, en án árangurs. 1 bréfi sinu segir Geir: „Arið 1941, i mai eða byrjun júni, fórst þýzk herflugvél við Reyðarfjörð, nánar tiltekið i Krossanesfjalli norðan við fjarð- armynnið. í flugvélarbrakinu, sem liggur á svonefndum Völu- hjalla i fjallinu, er ósprungin sprengja, og er myndin, sem hér fylgir með, tekin af sprengjunni um miðjan september sl. Ég furða mig á þvi kæruleysi að láta sprengjuna liggja i 34 ár, án þess að gengið sé úr skugga um það, hvort hún sé hættulaus. Alltaf eru að heyrast fréttir af skotglöðum mönnum og ungling- um, sem skjóta á hvað sem fyrir augu ber, og virðist ekki ómögu- legt að slikir menn gætu farið sér að voða með óvitaskap, varðandi þessa sprengju. Fyrir um það bil tveimur árum fannst ósprungin sprengikúla i fjalli milli Fljótsdalshéraðs og Eskif jarðar, og var þegar sendur maður til þess að gera hana hættulausa. Þegar ég frétti þetta, fór ég til sýslumanns Suð- ur-Múlasýslu og sagði honum frá sprengjunni, og að mér fyndist ekki minni háski að henni en peirri, sem eyðilögð var. Þegar ár var um liðið og ekkert hafði verið gert, reyndi ég að koma þessu aftur á framfæri, og þá gegnum Slysavarnafélag Islands. Ég fékk það svar, að upplýsingar ættu að koma eftir öðrum leiðum, þ.e. Hklega frá sýslumanni. Skýrði ég þá forstöðumanni al- m'annavarna frá málinu. Nú hef ég orð hans fyrir þvi, að hann hafi gefið Landhelgisgæzlu Islands upplýsingar um málið, en ekkert hefur enn gerzt." Að sögn Geirs Hólm er um það bil tveggja tima gangur af akvegi að flugvélarbrakinu, og á Eski- firði og i nálægum byggðarlögum vita allflestir fullorðnir um sprengjuna. Er þvi alltaf hætta á að fólk fari að forvitnast, og gæti þa orðið alvarlegt slys, ef sprengjan spryngi. Virðist furðu- legt, að yfirvöld skuli i öll þessi ár hafa látið málið eins og vind um eyru þjóða, þrátt fyrir það að at- hygli þeirra hafi hvað eftir annað verið vakin á hættunni, sem af sprengjunni kann að stafa. FYRSTA UM- FERÐ í DAG FJ-Reykjavik. Fyrsta umferð svæðamótsins i skák verður tefld að Hótel Esju i dag og hefst hún klukkan 14:00. Dregið var um töfluröð keppenda i gærkvöldi og mótið sett. Tveir Islendingar taka þátt i mótinu Björn Þorsteinsson og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, sem á góða möguleika á að vera annar þeirra tveggja sem úr mótinu komast áfram á millisvæðamót. A myndinni hér til hægri sjást islenzku keppendurnir, Björn og Friðrik við skákborðíð. skemmdun en mjöli úr flestum öðrum feitfiskum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem gerð var á veg- um Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins i Vestmannaeyjum á s.l. loðnuvertið og staðfesti rarinsóknin kenningar um stöðug- leika loðnumjöls. Ein afleiðing þránunar i mjöli er rýrnun á næringargildi þess, og er rýrnun þrenns konar. 1. Orkugildi mjölsins lækkar. Eggjahvita mjölsins spiliist m.a. vegna hitamyndunarinnar. 3. Skaðleg efni myndast i mjölinu sem draga úr vexti alidýra. t Tæknitiðindum Rannsóknar stofnunarinnar, þar sem frá áðurnefndri rannsókn er greint, segir, að þessar staðreyndir han lengi verið kunnar, en þeim hafi heldur litill gaumur verið gefinn af framleiðendum, einfaldlega vegna þess. að kaupendur hafi i þessu tilliti ekki gert greinarmun á góðu og lélegu mjöli. Hins vegar virðist það nú vera að breytast. Ollu fiskmjöli er ekki jafnt hætt við skemmdum vegna þránunar. Þar gilda tvær meginreglur. annars vegar ab þvi feitara sem mjölið er, þeim mun meiri verða skemmdírnar. Mjöl úr feitfiskum er þvi viðkvæmara en beinamjöl. Hins vegar, þvi hærri sem joðtala fitunnar, er, þeim mun viðkvæmara ermjölið. Joðtala er mælikvarði á magn ómettaðrar fitu. Joðtala loðnulýsis er lág. og loðnumjöli þvi ekki eins hætt við þránuneins og t.d. sildarmjóli, en sildarlýsi hefur mun hærri joðtölu. I Tæknitiðindunum segir, að erlendir fiskimjölsfram- leiðendur munu nú orðið i flestum tilfellum reyna að koma i veg fyrir þránun með þvi að úða þráavarnarefnum yfir mjölið við framleiðslu þess. en hins vegar geri islenzkir framleiðendur það ekki. Eins og áður segir, sýndu niðurstöður rannsóknarinnar i Vestmannaeyjum glöggt, að fitu- innihald loðnumjöls lækkar óverulega. þó að það sé geymt i hálftár.Á það er hins vegar bent i Tæknitiðindunum, að á siðustu árum hafi sumir mjölkaupendur óskað eindregið eftir þvi aö notuð verði þráavarnarefni i fiskmjöl. — ísienzkir fiskmjölsfram- leiðendur ættu að sjálfsögðu að vera við öllu búnir i þessum efn- um, en það er sjálfsagt fyrir þá að benda á sérstöðu loðnumjöls i þessu sambandi. með þeim rök- um. sem fram koma i þessari | skýrslu, segir að lokum i ; Tæknitiðindum. þar sem frá j áðurnefndri rannsókn er greint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.