Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 19. október 1975. Upphaf Þorskastriðs 1958 Hinn 1. september árið 1958 var fiskveiðilandhelgi tslands færö Ut i 12 milur. Voru veiðar útlendinga innan þessara fisk- veiðitakmarka bannaðar og settar voru strangar reglur um veiðar islenzkra skipa innan markanna. Aðdragandi þessarar útfærslu er öllum kunnur, en þann 24. mai 1958 gerði rikisstjórn Her- manns Jónassonar, þáverandi forsætisráðherra svofellt sam- komulag: 1) Fiskveiðilandhelgin skal vera 12 sjómilur út frá grunnlln- um. 2) íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eöa dragnót skal heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelginnar, en þó utan núverandi friðunarlinu. Sérstök ákvæði skulu sett um þessa heimild og tilgreina nánar veiðisvæði og veiðitima. 3) Reglugerðin öðlast gildi 1. september n.k. Timinn þang- að til reglugeröin kemur til framkvæmda verður notaður til þess að vinna að skilningi og viöurkenningu á réttmæti og nauðsyn stækkunarinnar o.s.frv. Krafa um herskipa- vernd 30. júni var svo gefin út reglu- gerðin um 12 sjómilna land- helgina og átti hún að koma til framkvæmda 1. september þá um haustið. Eins og mörgum er kunnugt þá olli áðurnefnd ráðstefna um hafréttarmál Bretum miklum vonbrigðum. Þeir höfðu gert ráð fyrir aö unnt yrði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að binda hendur þeirra þjóða er áttu auð- ug fiskimið fyrir ströndum. Þegar fréttist um fyrirætlanir Islendinga, um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 12 sjómilur, þá fóru að heýrast raddir i Bret- landi þar sem þess var krafist að gripið yröi til vopna til þess aö hindra íslendinga i að stækka landhelgi sina. Hinn 30. april 1958 hefur brezka stórblaðiö DAILY EXPRESS þetta að segja frá ráðstefnu brezkra fiskikaupmanna, sem haldin var um þessar mundir I Brigh- ton,aö tveir ræðumenn frá Hull hafi krafizt aðgerða brezka her- skipaflotans, ef Islendingar færöu út fiskveiðilandhelgi slna. Tom Boyd togaraeigandi sagði m.a.: „Við verðum nú að þola hótun við alla lifsafkomu okkar. Ef málin snúast algjör- lega gegn okkur, þá hvilir ábyrgðin eingöngu á rlkis- stjórninni. Hún veit fullvel um ástandið.” Ian Class, forseti fiskkaupa- sambandsins var æstur I ræöu sinni og sagði: ,,Ef Islenzka rlkisstjórnin vikkar landhelgina I 12 milur með einhliða akvörö- un, þá ættu okkar menn að mega kalla á hjálp. Ef flotinn v'eitir ekki nauðsyn- lega hjálp af ótta við, hvað af þvi myndi leiða siðar, þá gætum við alveg eins farið að viður- kenna, aö við séum þriðja flokks stórveldi og þá hljótum við að spyrja tilhvers við berum þung- ar byröar vígbúnaðarins.... ...Við höfum hlýtt ákvörðun Islendinga frá 1952 um 4 milna 'undur Jxisundanna á Lækjartorgi táknræn mynd ai inhuga þjoð, sem vikur hvergi í landhelgismálinu Ríkisstjórnin 1958. TaliS frá vinstri: Hermann Jónasson, forsœtisráSherra. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráSherra. LúSvik Jósepsson, sfávarútvegsmáiaráSherra. Eysteinn Jónsson, fjármálaráSherra. Hannibal Valdimarsson. félaesmálaráSherra. GuSmundur 1. GuSmundsson. utanrikisráSherra. landhelgi, enda þótt við höfum mótmælt henni. Ef máli þessu verður vísað til Allsherjarþings S.Þ. I september, þá er þaö enn — óútkljáð. Ef islenzk varðskip reyna, meðan svo stendur á, að stöðva togara okkar, sem eru að veiðum utan núverandi fisk- veiðimarka, þá ættu herskip okkar að skerast I leikinn. Eitt fallbyssuskot fyrir stafn- inn myndi stöðva það. Þið segið máske, að það myndi orsaka heimsstyrjöld. Ég held þó, að Rússar myndu ekki hætta á kjarnorkustyrjöld vegna fisk- veiðideilu”. 3. júni mótmælir brezka rlkis- stjórnin svo lögmæti 12 sjómilna fiskveiðilandhelgi við Island. Aðfaranótt 29. ágúst 1958 var svo eini brezki togarinn tek- inn að ólöglegum veiðum innan gömlu 4 mllna markanna. Var það Lord Plender og var George Harrisson skipstjóri hans. Þrátt fyrir eindregin mótmæli vlða að, var fiskveiðilandhelgi Islands færð út I 12 sjómllur hinn 1. sept. 1958. Brezk herskip á íslandsmið öll dagblöðin fjalla itarlega um ástandið á miðunum og fyrirsögnin i Timanum, var á þessa leið: „Brezki flotinn látinn vernda veiðiþjófa i islenzkri fiskveiði- landhelgi”. Segir blaðið frá tiðindunum á þessa leið: Islendingar geta verið ánægð- ir meö fysta daginn, sem reglu- geröin um 12 milna fiskveiði- landhelgi var I gildi. Allar þjóð- ir, sem veiðiskip eiga h^r við land, virtu fiskveiðitakmörkin, nema Bretar. Þeir beittu herskipavaldi til þess að vernda veiðiþjófnað i islenzkri land- helgi og hindruðu islenzk varð- skip I lögreglustörfum. Mun þessi framkoma einsdæmi. Islendingar gátu ekki trúað þvl, fyrr en á reyndi, að Bretar, sem þeir hafa litið upp til sem réttsýnnar lýðræðisþjóðar, geröu alvöru úr slikum hótun- um, og hætt er viö að vinátta Is- lendinga og Breta, sem lengi hafa átt mikil og góö skipti, hafi beðið slíkt áfall, að erfitt verði að bæta svo að um heilt grói. Þótt nokkurn skugga bæri á atburöi dagsins I gær, fögnuðu Islendingar hinum mikla áfanga I landhelgismálinu af heilum hug. Mjög viða blakti Is lenzki fáninn viö hún, ekki slzt á bátum og skipum. Bátar komu sums staðar fánum skreyttir úr róðri I gær. I Reykjavik og i öðr- um byggðum og kaupstööum og kauptúnum landsins var og al- mennt flaggað. Islenzka þjóðin stendur einhuga saman I landhelgismál- inu, og atburðir þeir, sem gerð- ust I gær, þjöppuðu henni meira saman en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir allt var þetta mikill fagnaðardagur. Brezki flotinn, er stundum hefir verið kallaður stolt heims- hafanna, hefir tekið sér það hlutverk að vernda veiðiþjófnað við landsteina litillar og varnar- lausrar nágrannaþjóðár. Islenzka ríkisstjórnin hefir mót- mælt þessu ofbeldi harðlega, og er sú orðsending birt á öðrum staö hér I blaðinu. Atburðum fyrsta sólarhrings- ins, sem 12 milna fiskveiðiland- helgin var í gildi, er annars lýst hér á eftir í fréttatilkynningum landhelgisgæzlunnar. Eftir- tektarvert er það, að þeir brezk- ir togarar, sem þegið hafa her- skipavernd til veiðiþjófnaðar eru aöeins 11, en upphaflega var talað um 1-200 togara. Sýnir það, að margir brezkir togara- skipstjórar blygðast sin fyrir þetta ofbeldi. Um hádegi I gær barst blaðinu eftirfarandi fréttatilkynning frá landhelgisgæzlunni um at- burðarásina fyrstu 12 klukku- stundirnar eftir gildistöku 12 mllna fiskveiðilandhelginnar: „Eftir þeim upplýsingum, sem landhelgisgæzlan hefir, er I dag mjög svipaður fjöldi er- cglugerSin um 12 sjómilna íiskveiSilandhelgi vi rendur Islands gengur i gildi klukkan 24 i kvöl lendra togara á grunnslóðum við ísland og algengt er um þennan tlma árs. Við breyting- una á fiskveiðitakmörkunum úr fjórum I tólf sjómllur síðast- liðna nótt varð hins vegar sú breyting á, að að minnsta kosti, þeir belgiskir og þýzkir togarar, sem vitað var um nálægt fjög- urra sjómílna takmörkunum I gærkvöldi höfðu flutt sig út fyrir 12 sjómilna takmörkin i morg- un. Hins vegar er vitað um um það bil 15 brezka togara , er i nótt söfnuðust saman undir vernd fjögurra brezkra her- skipa og eins birgðaskips á þremur nánar tilteknum svæð- um á milli fjögurra og tólf sjómllna takmarkanna. Eitt þessara svæða er út af Dýra- firði, annað norður af Horni og hið þriðja fyrir Suð-vesturlandi, milli Hvalbaks og lands, en þar var dimmviðri í morgun og þvi erfitt um athuganir. A hinum stöðunum var bjartviðri og voru flestir togaranna út af Dýra- firði. Snemma i morgun hófu varðskipin aðgerðir gegn þess- um togurum en þá beitti eitt brezka herskipið strax valdi til þess að hindra að varðskipið kæmist að sökudólgnum. Gerð- ist það með þeim hætti, að brezka freigátan „Palliser” kom á mikilli ferð með mannað- ar fallbyssur og sigldi á milli varðskipsins og landhelgis- brjótsins, þannig að varðskipið komst ekki að togaranum. Til frekari árekstra hefur ekki komið en hins vegar hafa náðst nöfn cg númer allra þeirra irezki f lotinn handtók 9 íslendingi úð löggæzlu í íslenzkri iandhelg brezkra landhelgisbrjóta, sem eru aðgera tilraun til að veiða innan hinna nýju takmarka og verða mál þeirra tekin fyrir eins og venja er.” 1 gærkvöldi barst svo önnur’ tilkynning frá landhelgisgæzl- unni svohljóðandi: „Brezkir togarar halda áfram tilraunum til landhelgisbrota fyrir Vestfjörðum, undir vernd brezk'ra herskipa. Freigátan „Palliser” beitir að sögn svip- uðum aðferðum og áður við að hindra íslenzku varöskipin I þvl að ná til veiðiþjófanna og hefir tilkynnt að sérhver tilraun Is- lendinga til að fara um borð I brezku togarana,muni veröa hindruö með valdi. A svæðinu út af Dýrafirði eru 9 brezkir þétt saman I nánd við brezku her- skipin að tilraunum til landhelgisbrota, en tveir út af Horni. Um enga áðra erlenda togara er vitað innan hinnar nýju landhelgisllnu, en nokkrir þýzkir og belgiskir eru að veið- um utan hennar. Einn brezki landhelgisbrjót- urinn , bað brezka herskipið Russel um leyfi til að mega fara út fyrir landhelgi, og eftir mikl- ar bollaleggingar leyfði herskipið honum það, með þvi skilyrði að hann yrði kominn I landhelgi aftur fyrir myrkur. Þá bað einn brezki togarinn um að mega leita islenzkrar hafnar, en herskipið bannaði það alger- lega. A svæðinu fyrir Austur- og Suðausturlandi hefir ekki orðið vart við neinar tilraunir brezkra togara til veiðiþjófnaðar. 1 morgun var álitið að brezku landhelgisbrjótarnir væru 15, en við -nánari athugun reyndust þeir ellefu.” 1 leiðara blaðsins kemst rit- stjóri svo að orði: Einhuga þjóð „Hafi nokkur efast um það fyrir 1. september að íslending- um myndu veitast erfitt að fá 12 milna f iskveiðilandhelgina viðurkennda, hlýtur sá efi að vera búinn nú. Þótt Bretar veiti veiðiþjófum sinum hervernd innan tólf mflna markanna, er það eigi að siður orðið fullljóst, aö alger sigur mun vinnast og það fyrr en síðar. Tvennt er það, sem örugglega mun tryggja tslendingum fullan sigur I málinu. Það er I fyrsta lagi hinn algeri samhugur þj óðarinnar um að láta hvergi undan siga fyrr en fullur sigur er unninn. Það er i öðru lagi hin óbeina viöurkenning, sem nágrannaþjóðir okkar hafa veitt, allar nema Bretar. Sennilega hafa Islendingar aldrei verið meira einhuga um neitt en þá stefnu að hvika hvergi frá tólf milna fiskveiði- landhelginni og ljá ekki fangs á neinum samningum um það at- riði. Eftir ofbeldisverk Breta I fyrradag og gær, er það tak- mark ofar öllu I hugum hvers einasta Islendings að hopa hér hvergi unz, fullur sigur er unn- inn. Bretar munu tyrr en síöar tilneyddir til þess að fylgja for- dæmi annarra þjóða I þessum efnum. Þvi lengur, sem þeir þráastvið, þvi meira óorð munu þeir fá af þvi að beita ofbeldi við smáþjóð til þess að koma I veg fyrir aðhúnnái lifsnauðsynleg- um rétti slnum. Togurum sinum valda þeir llka mestu tjóni meö þessu, þar sem þeir munu tzk» rtjrncw íyUr tm »»UUl*i(o o* b«tir brotí * ví( lendir herskip leyfislaust langt inn þriggja mílna landhelgi íslands gegn siðustu yíirtroðsium rtdjsrfrwjfMi' (l»«jJcií»r fwvur FrnsnáUarouim^ um LndbHfiiaúhJ: eynslan sýnir að það er ekki hacgt að cækja áðar á íilandsmið nema hafa not af landinu sjalfu slenzku varðskipin halda áfram að safna sSnjMtn- nn gegn brezkum landhelgiibrjótum og kæra þá — ismálið á Lækjartorgi klukkan 18 I dag trezki flotinn látinn vernda veiði jófa í íslenzkri fiskveiðilandhelgi iirMkhmkiphiorkuðumrðvakh lofgriKr ohnrkra virlikipa Wwuáa t<p*í« IstxsSi ostXai Ujktnft Iganur fótWfá mrð U»* »ió té

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.