Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 19. október 1975. SKREF FYRIR SKREF Hinn 19. marz árið 1952, lýsti rikisstjórn íslands yfir stækkum landhelginnar úr þrem milum i fjórar, en auk þess voru dregnar linur þvert yfir flóa og firði: Mest munaði um friðun Faxaflóa, þar sem brezkir og erlendir togarar toguðu upp i kálgörðum. Reglugerðin tók gildi 15. mai sama ár. Má segja að þá hafi hafizt sú langvinna styrjöld um fiski- miðin viðlsland, sem enn stend- ur, þrátt fyrir einhverja dúra inn á milli. Hefur þvi þorska- striðið staðið i nær aldar- fjórðung, ef allt er talið með, rúma þrjá áratugi ef litið er til þingsályktunartillögu frá Her- manni Jónassyni og Skúla Guðmundsyni, sem voru þing- menn Framsóknarflokksins, en þeir lögðu til i ársbyrjun að samningi sem gerður var milli Danmerkur og Stóra-Bretlands árið 1901 yrði sagt upp. Þingið var þessu fylgjandi, en talið var að undirbúningur yrði að vera betri undir svona skref. Klukkan 12 á miðnætti aðfarar- nótt 15. mai 1952 var svo Faxa- flóa lokað. Togarar sigldu út draugalega bugtina, en innlendir togbátar höfðu uppi og sjómennirnir sigldu syngjandi til lands og skip höfðu uppi fána. „Black Day” i Bretlandi Bretar mótmæltu útfærslunni harðlega og i sumum útgerðar- bæjum var flaggað i hálfa stöng. Nefnist þessi dagur „Black Day” á Bretlandseyjum. í kjölfar útfærslunnar í 4 mflur fylgdu ýms vond eftir- köst. Bretar gripu til gamla ráðsins að reyna að svelta. Það hafði oft gefizt vel. Hófst nú ófrægingarherferð gegn Is- lendingum á Bretlandseyjum. Útgerðarmenn, sjómenn og frammámenn i fiskiðnaði lýstu yfirvofandi gjaldþroti brezka togaraflotans og lögðu hart að stjórnvöldum að þjarma að smáríkinu. Þeir eru samt ekki enn orðnir gjaldþrota, en afraksturinn varð að sett var löndunarbann á Islensk skip, sem þá lönduðu isvörðum fiski i Bretlandi. ÍMIar botnvðrpu- og dragnótavelftar bannaftar Inna 4 milna varnarlínu útaf grunnlmi *«f« úivRln «r .1» „t* c>|jr 0g vUt ||r#, o, ,|n« -4- — , ** sjSrHS Verndarsvœðid umhvarfis íslan £^33§:verður erfiðara Hf varnaren fy» * : !Skönmrfur yii 'íjnarbrti l Ky 4 MILUR Ríkisstjórnin 1952 Talið frá vinstri: Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Eysteinn Jónsson, fjármálaraðherra. Hermann Jónasson, landbúnaðarráðherra. Ólafur Thors, sjávarútvegsmálaráðherra. Stein- grímur Steinþórsson, forsœtisráðherra. Björn Ólafsson, viðskiptamálaráðherra. ísvarinn fiskur —löndunarbannið Um þessar mundir var tsland mjög háð sölu á isvörðum fiski til Bretlands. Landsmenn höfðu endurnyjað togaraflota sinn og áttu að mig minnir 48 nýja togara og þéir voru einvörðungu hugsaðir til þess að veiða fyrir brezka og þýzka fiskmarkaðinn. Togararnir isuðu aflann og sigldu með hann isvarinn til þessara landa. Til marks um það hve frábrugðin togaraút- gerð þessara tima var þvi sem nú tiðkast, að t.d. útgerðar- félag Akureyringa og Bæjarút- gerð Reykjavikur áttu þá engin frystihús og engar fisk- verkunarstöðvar. Togarafloti kkar var þvi ekki notaður i það, sem við nefnum hráefnis- öflun fyrir fiskvinnslu i landi, heldur var einvörðungu siglt með aflann. Einkenni útfærslunnar á land- helginni árið 1952 voru þvi fyrst og fremst á efnahagssviðinu. Bretar sendu ekki herskip til þess að vernda togara sina við ólöglegar veiðar. Þeir beittu efnahagslegum þvingunum. Ef þessi mál eru skoðuð i samhengi, þá voru íslendingar mjög háðir isfjskmarkaðnum á Bretlandseyjum . Þessi markaður var eina forsenda þess, að unnt væri að nýta þessi nýju og kröftugu skip, ,,ný- sköpunartogarana”. 1 svipinn sáust ekki önnur úrræði. Menn hugsuðu nú málin. Dawson kemur til bjargar Það varð úr að tslendingar reyndu að komast inn á brezka Isfiskmarkaðinn eftir nýjum leiðum. Dawson, litt þekktur fjármálamaður gerði athyglis- verða tilraun til þess að sniðganga löndunarbannið. Brezkar húsmæður höfðu fengið að kenna á hærra fiskverði eftir að islenzku togararnir hættu að landa, en það munaði svo sannarlega um afla þeirra. i Bretlandi. Brezkir sjómenn og útgerðarmenn höfðu aðra skýringu. Minni afli vegna út færslunnar var skýringin á háu fiskverði. Allt var gert til að ófrægja íslendinga i Bretlandi og þeim jafnvel kennt um þegar tveir togarar fórust út af Vest- fjörðum i ofviðri. LORELLA og RODERIGO. Þvi var dreift út, að skipin hefðu farizt vegna þess að skipstjórar þeirra þorðu ekki að leita hafnar á Islandi vegna landhelgisdeilunnar. Það fór svo að Dawson gafst upp og tilraunir til fisklöndunar iBretlandi runnuút í sandinn og það var ekki fyrr en fjórum ár- um siðar að löndun gat aftur hafizt á isvörðum fiski í Bret- landi, en 14. nóvember það ár var undirritaður samningur er stóð í 10 ár. Það er enginn efi á þvi, að efnahagsþvinganir voru revndar við Islendinga árið 1952, alvarlegri þvinganir en núna og ef ekki hefði komið til aukin kaup Rússa á hraðfryst- um sjávarafurðum, þá hefði á- standið verið mun erfiðara á Is- landi en það var. Að lokum þetta: Þótt stækkun úr þrem sjómil- um i fjórar virðist ekki mikil, þá er þessi útfærsla ef til vill sú dýrmætasta sem framkvæmd hefur verið hér við land, án þess að hinar séu ekki taldar varða miklu. Það sem skeði var að nú var landhelgislinan dregin þvert yfir flóa og firði og þeim lokað fyrir togveiðum. Faxaflóa var lokað þar eð linan var dregin frá Reykjanesi að Snæfellsnesi, Breiðafjörður lokaðist, sömuleiðis Isafjarðar- djúp og Húnaflói og svo framv. Dýrmætar uppeldisstöðvar fyrir fisk voru nú friðaðar fyrir togveiðum og — togarar gátu ekki lengur skrapað inn á fjörðum. I tilefni af útfærslunni i fjórar mllur átti Timinn eftirfarandi viðtal við Pálma Loftsson, sem þá var forstjóri Landhelgis- gæzlunnar: Viðhorf Pálma Loftssonar forstjóra landhelgisgæzlunnar 1952 Blaðið átti tal við Pálma Loftsson, yfirmann landhelgis- gæzlunnar um þessi mál i gær og spurði hann um álit hans á landhelgisvörnum eftir að stækkun verndarsvæðisins um- hverfis landið gengi í gildi. — Ég get ekki auðveldlega svarað þeirri spurningu að svo komnu máli, þar sem ég hefi ekki enn athugað legu hinnar nýju varnarlinu, sagði Pálmi, en það er augljóst, að varnirnar verða þvi erfiðari, sem verndarsvæðið er stærra Þótt linan sjálf sé kannske ekki lengri en fyrr, kemur það i sama stað niður, þvf að verndarlina þessi er ekki eins og girðing. Þar koma til margar ástæður. Lands nýtur ekki. Nú liggur linan lengra undan landi og af þvi leiðir, að ekki verður notið eins þess stuðnings, sem hægt er að hafa úr landi og af landinu á margan hátt. Þótt linan liggi nú utar, nær hún á fáum stöðum út fyrir þau mið, sem togarar hafa sótt á, svo að ekki eru likur til, að ásókn erlendra skipa á miðin umhverfis landið minnki að mun. "Er þvi augljóst að skipin verða að veiðum við varnar- linuna sem fyrr oft og einatt. Vamirnar gætu þvi aðeins orðið auðveldari, að stækkunin væri svo mikil, að linan lægi utan helztu togara miðanna á land- grunninu, og þess vegna væri erlendum skipum litill fengúr að þvi að sækja á islenzk mið. Hraðfærari tæki En hvað sem um gæzluna er að segja, er það augljóst, að til hennar þarf umfram allt hraðfærari tæki en áður, og þá helzt flugvélar og stór og hraðskreið skip, en verður ekki i sama mæli hægt að notast við litla báta til gæzlunnar og verið hefir. Léttir á ef dragnóta- bátar hætta Hins vegar getur það orðið allmikill léttir við gæzluna, ef dragnótaveiði vélbáta hættir með öllu eftir að hin ný ja skipan Hans G. Andersen átti frum- kvæðið að sctningu landgrunns- laganna 1948 og hann hefur alla tið verið helzti sérfræðingur okk- ar i landhelgismálinu. Landgrunnslögin fró 1948 LÖG um vlsindalega verndun fiskimiða land- grunnsins 1. gr. Sjávarútvegsmálaráöuneytiö skal meö reglugerð ákvarða takmörk verndarsvæða við strendur landsins innan endimarka landgrunnsins (eða á hafsvæði allt að 200 sjómllum utan við grunnllnu), þar sem allar veiðar skuli háðar islenskum reglum og eftirliti, enda veröi friöun á iandgrunninu á engan hátt rýrð frá þvl, sem verið hefur. Ráðuneytið skal einnig ákvarða allar þær reglur, sem nauðsynlegar eru til verndar fiskimiðunum á ofangreindum svæðum. Ráðstafanir þessar skulu gerðar að fengnum tillögum Fiskifélags tslands og Atvinnudeildar Há- skóla Islands. Reglugerðin skal endurskoðuð eftir þvl, sem visindalegar rannsóknir gefa tilefni til. 2. gr. Reglum þeim, sem settar verða samkvæmt 1. gr. laga þessara, skal framfylgt þannig, að þær séu ávallt I samræmi við , miilirlkjasamninga um þessi mál, sem tsland ' er aðili að á hverjum tlma. 3. gr. Brot á reglum, sem settar verða samkvæmt 1. gr. laga þess- ara, varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 62, 18. mal 1967, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu með slðari breytingum, laga nr. 40.9.júni 1960 um takmarkað leyfi til dragnótaveiða I fiskveiöilandhelgi tslands undir vlsindalegu eftirliti, laga nr. 33 19. júni 1922, um rétt til fiskveiða I landhelgi, með siðari breytingum eða, eí um brot er að ræöa, scm ekki fell- ur undir framangreind lög, sektum frá kr. 10.000.00 til kr. 100.000.00. 4. gr. Sjávarútvegsmálaráðuneytið skal, eftir þvi sem unnt er, taka þátt i alþjóðlegum visindarannsóknum, er miða að verndun fiskimiða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.