Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 19. október 1975. TÍMINN 31 f George Harrison — Extra Text- ure (Read All About It) SW-3420 — Apple Records ★ ★ ★ ★ ★ GEORGE Harrison er snilling- ur. AO sjálfsögðu var þessi stað- reynd ljós fyrir allmörgum ár- um — m.a. þegar hann var i Bftlunum og samdi lög eins og „Something”, „While My Gitar Gently Weeps” og „Here Comes The Sun” — og skömmu siöar, þegar 3ja platna albúm hans sannaði svo um munaöi, að hann var sá Bltiil, sem hafði mesta hæfileika tii að standa á eigin fótum. George Harrison var samt ekki mjög lengi talinn snillingur. Við, sem þekkjum til hans tónlistarferils, veröum aö viðurkenna — og gerum það auðvitað að meðvituðum vilja — að hann missteig sig talsvert á plötunum eftir „Alls Things Must Pass”, sérstaklega á plöt- unni undan þessari, „Dark Horse”. Þrátt fyrir aö honum hafi mistekizt ýmislegt á sinum tónlistarferli — og orsakir þess eru okkur margar hverjar ljós- ar — hefur tónlistin ætiö gefið okkur til kynna að Harrison býr yfir mjög miklum tónlistarleg- um hæfileikum. Jafnvel á hans lélegustu plötu gaf hann til kynna, að hann var langt frá þvi að vera „útbrunn- inn”, eins og svo margir álitu. Snillingar hafa ætið verið mis- skildir, og svo er farið meö Harrison, eins og aöra. Ýmsir tónlistargagnrýnendur, sem svo sannarlega þóttust hafa lög að mæla, voru þess fullvissir eftir „Dark Horse”-plötuna, að Harrison væri útbrunnið skar. 1 dag verða þeir að éta það ofan i sig. Hrakspár eru engum til góös, ekki einu sinni spámönnunum. Þessi nýja plata er þess vald- andi, að nú lita þeir aöeins út sem bjánar. Hún er nefnilega andstæða allra þeirra spádóma. Sem einlægur Harrison-aödá andi — og ég dreg enga dul á þaö — hef ég aldrei misst trú á George Harrison. Mér var snemma ljóst að hann var lykil- maður Bitlanna, þrátt fyrir aö hann væri minnst áberandi af þeim. En Harrison hefur ætið veriö hlédrægur maöur, og þaö sem hann samdi meðan Bltlarn- HLJOMPLOTUDOAAAR NÚ-TÍMANS ir lifðu, var einkum litiö á sem tilraunastarfsemi af hans hálfu. — En það var ööru nær, þegar raunveruleikinn var litinn raun- sæjum augum. Allir einblindu á Lennon/ McCartney, og þvl kom þaö sem þruma úr heiðskiru lofti, þegar Harrison gaf út „All Things MustPass”. Eftir allt saman var hann álitinn beztur ' þeirra fjórmenninga. Þaðkom á óvart, en menn urðu aö kyngja þessum bita, hvort sem þeim likaði betur eða verr. Þegar „Abby Road” Bitlanna kom út, vöktu tvö lög frá Harri- sonmesta athygli, „Something” og „Here ComesThe Sun” og er enginn vafi á þvi að það kom flestum á óvart. Hann var að vlsu talinn með betri gitarleik- urum Breta, — en sem laga- smiður var hann ekki hátt skrif- aður. Frá þvi Bítlarnir hættu hefur Harrison, þvi miður, sent ýmis- legt frá sér, sem honum er ekki sæmandi. „Dark Horse”-platan (1974) var t.d. frómt frá sagt, nokkuð léleg, þrátt fyrir ýmis- legt sem sýndi fram á, að Harri- son varenn meðal þeirra beztu. Eftir plötuna var hann kosinn „mestu vonbrigði ársins”, og lái ég aðdáendum hans þaö ekki. Hins vegar dæmdu gagnrýnend- ur hann á — mér liggur viö að segja — á viðbjóöslegan hátt. Hann féll af stjörnuhimninum og það langt, að ósjálfrátt taldi maður að gagnrýni þeirra hefði við rök að styðjast. En Harrson hefur nú sýnt og sannað annað. Nýja platan er ekki aðeins bezta plata hans frá — þvi „All Things Must Pass” kom út, heldur er þar að finna lög, sem gera gagnrýnendurna blátt áfram bjánalega, lög sem teljast með þeim beztu i allri rokksögunni. „Extra Texture” er ekki að- eins frábær plata. Hún vekur enn meiri undrun vegna þess hve Harrison hefur veriö dæmd- ur hart. Harrison er aftur kom- inn á toppinn. Nú kunna eflaust einhverjir að álita, að þessi orð séu innan- tómt grobb um Harrison, frá einlægum aðdáanda, sem vart getur vatni haldiö af einskærri hrifningu af tónverkum meist- arans. Rétt er, að ég er einlægur aödáandi, en hins vegar tel ég mig geta greintlélega tónlist frá góðri — og þegar ég segi aö „Extra Texture” sé frábær plata, þá fullyrði ég þaö, ekki aðeins vegna þess að þaö er min skoðun, heldur lika vegna þess að ég trúi þvi. „Extra Texture” gefur okkur aðra mynd af Harrison en áður hefur verið þekkt. Þótt tónlist- arstill hans hafi ekki breytzt ýkja mikið, hefur viösýni hans i tónlist oröið meira. Hann hefur að sjálfsögðu þróað sinn stfl og gert hann fullkomnari, en jafn- hliða bryddar hann upp á nýj- ungum, sem vekja sérstaka at- hygli. Ég nefni tvö lög I „soft-soul”-stil, „Tired Of A Midnight Blue” og „Ooh Baby (You Know That I Love You)”, sem varpa nýju ljósi á Harrison. Siðara lagið er tileinkað Smokey Robinson (sem er einn helzti soul-lagasmiður i Banda- rikjunum og I sérstöku uppá- haldi hjá Harrison) og fer Harrison þar á kostum. Hann syngur eins og Smokey og lagiö er uppbyggt eins og flest nýrri verk hans (Smokey’s). Fyrir þá, sem ekki þekkja neitt til Smokey Robinson, virkar lagiö kannski eins og útúrdúr á plöt- unni, en þeir sem þekkja tónlist Smokey’s fá skilið tilgang lags- ins. Raunar má skipta plötunni i þrjá hluta. 1 fyrsta lagi eru þar lög, sem sverja sig mjög I ætt við það, sem Harrison hefur áð- ur gert á sinum sóló-plötum, „The Answers At The End”, „World Of Stone”, „Cant Stop Think About You” og „Grey Cloudy Lies”. 1 ööru lagi, lög sem minna verulega á. Bitla-timabilið og þau lög sem Harrison samdi i byrjun þessa áratugs, „You”, „His Name Is Legs (Ladies And Gentlemen)” og „This Guitar (Can’t Keep From Crying)” og að lokum lög, sem teljast nýlunda hjá Harri- son, „Tired Of A Midnight Blue” og „Oooh Baby (You Know That I Love You)”. „You” er ,,hit”-lag plötunnar og hefur verið gefið út á 2ja laga plötu. Þvi hefur verið hælt mjög og þvi haldið fram, að það sé bezta ,hit”-lag Harrisons frá þvi „My Sweet Lord”. Persónulega þykir mér lagið ekki mjög auö- skiliö og þvi tel ég þaö ekki sér- staklega líklegt til vinsælda. Hins vegar er það mjög áhuga- vert og eftir allmikla hlustun fer ekki hjá þvi aö maöur fái „það á heilann”. En hvort það veröur vinsælt skal ósagt látið. Lög Harriáons hafa aldrei verið auðgripin, enda hefur hann ætið verið talinn með þeim „þyngri” i tónlist. Hann er i sjálíu sér ekki mjög melódisk- ur, en hins vegar er tónlist hans fyllt þessum næmleika sem fáir fá hendur á fest. Harrison gefur alltaf mikið af sjálfum sér I hvert lag — og þeir sem eitthvaö þekkja til hans tónlistarferils —- fá auöveldlega séð, að hann heldur sinu striki, hvað sem hver segir. Or þessu má vart búast við stökkbreytingum I tónlist frá hans hálfu, enda væri tilgangurinn með þvi sennilega mjög takmarkaður. Harrison mun áfram þróa sinn.stil.Hann á eflaust margt ó- gert enn og gefi hann sér nægan tima til plötugerðar má öruggt telja að árangurinn láti ekki á sér standa. Svo vikiö sé að textunum, þá verður þaö að teljast nokkurt spor afturábak, að hann leggur ekki eins mikið upp úr þeim og áður. Að visu getum við kannski þakkað fyrir paö, aö textar um „Lord” og „Kristna” og annað trúarlegs eðlis hefur horfiö, en Íivi miður ber talsvert á innan- ómum textum að þessu sinni. Og við vitum að hann getur gert betur. Harrison hefur mjög oft samið texta sem felst einhver boðskapur — sérstaklega á „All Things Must Pass” og nokkrum lögum Bitlanna . jú og einnig á „Living In The Material World”. Aö þessu sinni ber ekki mikiö á þessu, en þó litillega, sérstaklega i lögunum „The Answer’s At The End” og ,World Of Stone” eins og nöfnin bera raunar meö sér. Þess skal getið að „This Guitar fCan’t Keep From Cry- ing) er nokkurs konar fram- hald af „While My Guitar Gently Weeps” af hvita albúmi Bitlanna, — og gitararnir hreinlega grenja I þessu lagi. Frábært! Það er tilkomumikið liö, sem er Harrison til aöstoðar á nýju plötunni, trommur: Jim Keltner, Jim Gordon, Andy Newmark, pianó: David Foster, Nicky Hopkins, Leon Russell, Billy Preston, bassi, Carl Radle, Klaus Voormann, Willie Weeks, Paul Stallworth, gitar: Jesse Ed Davis, orgel: Gary Wright, saxófónn: Jim Horn, Tom Scott, — auk fleiri þekktra hljóöfæra- leikara. Þrátt fyrir nokkra annmarka á plötunni, er vart hægt að álasa Harrison fyrir þessa plötu, sem að mínum dómi er meö þvi bezta sem gert hefur verið i ár. Ég hef áður sagt, aö ég er sér- stakur aðdáandi Harrison, en menn eru af verkum slnum dæmdir — og dómur minn um þessa nýju plötu „Extra Text- ure” er á þann veg, að platan er meistaraverk, sem vart á sér hliöstæðu á þessu ári. Þið ráðið svo hvort þið trúiö þvi eða ekki — um það mun ég ekki fást. G.S. LP-plota vikunnar: Extra Texture-George Harrison ★ ★ ★ ★ ★ EINN glæsilegasti fulltrúi hinn- ar nýju Country-Rock-kynslóð- ar I Los Angeles er án efa Linda Ronstadt. Eftir langa og stranga baráttu hefur henni tek- izt að hasla sér þann vóll, að I dag er hún ein eftirsóttasta söngkona Bandarikjanna og plötur hennar renna út eins og heitar lummur. Hún vakti fyrst almenna at- hygli meö plötu sinni „Don’t Cry Now” sem kom út 1973 en hafði þá gefiö út fjórar plötur undir eigin nafni og þrjár með hljóm- sveitinni „Linda And The Stone Poneys” „Heart Like a Wheel” kom út i fyrra og þar meö var Linda komin í nóp hinna stóru, þvi platan komst I fyrsta sæti á bandariska vinsældarlistanum, og tvö lög af plötunni „You’re No Good” og „When Will I Be Loved” fóru I efsta sæti á listan- um yfir litlar plötur. Nú er komin ný plata frá henni og ekki hafa vinsældirnar minnkað þvi platan siglir hraö- byri upp bandariska listann og hefur tekið stefnu á efsta sætið, þar sem hún mun örugglega hafna, enda á hún það skiliö. Þessi plata hennar „Prisoner In Disguise” er að minu mati bezta plata hennar fram til þessa og raunar ein af tiu beztu plötum ársins. Sem fyrr hjá henni er uppi- staða plötunnar heföbundiö Country og Country-Rokk. Bera þar af lögin „Love Is a Rose” eftir Neil Young og „Hey Mister That’s Me Up On The Jukebox” eftir James Taylor og svo tvö lög eftir einhverja, sem ég þekki ekki. Emmy Lou Harr- is raddar með Lindu, og flokka ég þann samsöng þeirra undir það sem kallast frábært, og I einu laginu hjálpar Maria Mul- daur til á sinn óskeikula hátt. Af öörum lögum má nefna þunga rokkara eftir Lowell George (Little Feat) , gamalt soul lag Heat Wave (botnlaust stuð þar) og nokkuð, sem ég hafði aldrei átt von á frá Lindu Ronstadt, lag eftir Smokey Robinsson. Það er sama hversu ólik lögin eru i eöli sinu, I meöförum Lindu fá lögin á sig nýjan blæ, og I flestum tilfellum stórbatna þau. Sem söngkona er Linda einstök (kannski sú bezta), en það er meira en frábær söngur Lindu, sem gerir þessa plötu svo góða. Hljóðfæraleikararnir eru ekki af verri endanum. Kjarn- inn er hennar eigin hljómsveit og eru þeir Russ Kunkel og And- rew Gold þeirra þekktastir. Aörir eru kappar eins og James Taylor, Lowell George, David Lindley, Niegel Olsson, John David Souther og Herb Peder- sen (ekki skyldur Erni) svo ein- hverjir séu nefndir. „Prisoner In Disguise” er mjög góð plata meö úrvalslög- um, sem flutt eru af vandvirkni og oft innlifun. Allir, sem koma fram á plöt- unni, leggja sig alla fram og að öllum ólöstuðum er það Linda sem ber af, en þaö er einmitt hennar frábæri söngur og radd- beiting sem gerir þetta aö einni beztu plötu ársins. G.G. AAest seldu plöturnar Stórar plötur: 1. American Graffiti — ýmsir 2. O’Lucky Man — Alan Price 3. Whish You Were Here — Pink Floyd 4. Minstrel in the GALLERY Jethro Tull 5. Still Crazy After All These Years — Paul Simon 6. Blues for Allah — Greatful Dead 7. Between the Lines — Janis Ian 8. Win, Lose or Draw — Allman Brothers 9. Breakaway — Art Garfunkel 10. Millilending — Megas Litlar plötur: 1. Black Superman— Johnny Wakelin 2. Rhine Stone Cowboy — Glenn Campeii 3. E1 Bimbo — Bimbo Jet 4. Superman — Paradis 5. Sister Golden Hair — America Faco hijómdeild Laugavegi 89 simi 13008 SENDUM I PÓSTKRöFU Faco hljómdeild Hafnarstræti 17 simi 13303.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.