Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.10.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 19. oktdber 1975. TtMINN 15 Blíndraletur Brailles •• •• Grunnmynd •• •« h :• i m •• n • • o 6 p • • •• » • • • «• • • v w • • X *• y •• •• ý V •• z »• Þ •• 2 • • ft • •• 3 • •• • » 4 • •• • 5 • • • • •• 6 • •• • • • • 8 9 0 ? • •• • «• • • • ® • • • * • •• • • • •• •• • »• •• •• • •• Þannig litur blindraletriö Ut, en uppistaða þess er sex punktar, sbr. lyklarnir sex á skrifvélarborOinu. Hann hét Louis Braille, sem bjó þetta letur til, franskur og var uppi á fyrri hluta nitjándu aldar, átti heima f grennd viO Paris. Hann hóf göngu i biindraskóla tfu ára gamall, og þar þróaði hann letriö, sem nú er notaö um allan heim. upphleyptum, og þessum kubbum raða þau i þar til gerða kassa, og það þarf ekki að efast um að útkomurnar eru réttar og samvizkusamlega unnar hjá henni Agústu. Hún var það ákveð- in á svipinn, meðan hún var að leysa þrautina. Annars finnst henni mest gam- an að skrifa — og hún les hvaða texta sem er af stóru blöðunum sinum. Tvær kennslukonur og ein fóstra Halla Bachmann fóstra situr yfir strákunum tveim, sem af eðlilegri lifskæti fylla hverja lin- una eftir aðra. Þær eru þrjár sem starfa við skólann. Þær eru kennslukonur Margrét og Ragn- hildur Björnsdóttir og Halla er sú þriðja, en hún er fóstra. Það vantar tvö börn, þau eru i söng, en kennslustundinni er lok- ið, og þau koma inn fasmikil eftir útrásina, sem söngurinn og tilheyrandi hreyfing hefur veitt þeim, þrungum ánægju og stolti, eins og þeim hafi verið veitt verð- ug viðurkenning. Þau heita Guð- björg og Ægir og setjast umsvifa- laust við verkefni sin, rétt eins og þau séu nógu lengi búin að vera þeim fjarverandi og verði að sinna þeim af þvi meiri alúð. Ægir brosir útundir eyru, þegar við biðjum hann að sýna okkur hvernig hann finnur löndin á hnattlikaninu. Honum verður ekki skotaskuld úr þvi að skynja heiminn með fingrunum. — Þið eruð eiginlega of snemma á ferðinni, segir Mar- grét við okkur, — ég á nefni- lega von á þvi að fá á morg- un upphleypt landabréf til landa- fræðikennslu. Við eigum engin hjálpargögn til þeirrar kennslu, nema hnattlikanið og íslands- bréf, sem við bjuggum til úr ein- angrunarplasti. Það hefur komið að góðu gagni. Við höfum orð á þvi, að það hljóti að vera erfitt að þurfa að skrifa svona hverja námsbók, eins og gert er, en Margrét gerir nú ekki mikið úr þvi. — Þegar við þurfum fleiri en eitt eintak af bók, þá fjölritum við hana bara! Þá vélritum við hana einu sinni upp, og fjölritum siðan eftir þvi eintaki eins mörg eintök og við þurfum. Fjölbreytileikinn i af- skaplega einfaldri mynd Það er rétt eins og erfiðleikar séu ekki til i orðabók þessarar al- úðlegu forstöðukonu Blindraskól- ans. Hún á vafalaust sinn þátt i þvi að ryðja þeim mörgum úr vegi með framkomu sinni við börnin. Hún sýnir okkur fjöl- breytileikann i einfaldri mynd. — Þetta er eitt hentugasta reiknitæki, sem hugsazt getur og heitir Abacus. Kúlureiknistokkur, með fimm kúlur á hverjum teini. Ein er sérstök, hún hefur sitt gildi I hverri röð á móti hinum. Og á svipstundu er þetta ein- falda leiktæki orðið að reikni- tölvu, sem leggur saman, dregur frá, margfaldar og deilir fyrir mann, eins og hvern lystir. Auð- veldasti hlutur i heimi, eins og maður segir svo oft, — ef maður bara kann á hann! Ánægjulegt að kenna börnunum Við spyrjum Margréti eftir kennslutækjum, oghún segir þau vera nokkuð góð. Við höfum lýst dálitlu, en þarna eru lika segul- bönd og spil. Nú er komið að þvi, að Ágústa litla fer i söngtima, og við fylgjumstmeð henni, heilsum upp á söngkennarann hennar, hann Daniel Jónasson, og meðan bekkjarsystur Agústu litlu fylgja henni að borðinu, sem hún situr við i hópi vinkvenna sinna, segir Daniel okkur, að kennsla blindu barnanna sé mjög ánægjuleg. Þau fylgist reglulega vel með, hafi áhuga bæði á söngnum og hreyfingunum, sem tilheyra, og kennsla þeirra sé mjög ánægju- leg. Glaðvær, samstilltur söngur barnanna fylgir okkur Tima- mönnum á leið okkar út úr söng- stofunni. Við komum aftur við i kennslu- stofunni á leið okkar út. Fjóla er hætt að skrifa og biður næsta verkefnis. Hún rabbar við okkur á meðan, og segist vera ur Hafnarfirði. Hún hefur mikinn á- huga á náminu, nú er hún að læra dönsku, og áhuginn er mikill á þvi sem öðru. Guðbjörg les og er niðursokkin i starfa sinn, en Ægir karlinn er farinn að skrifa. Halla vakir yf- ir strákarollingunum Skúla og Sverri, sem nú eru farnir að lita, og litaskyn þeirra er ekkert frá- brugðið þvi, sem gengur og gerist hjá strákum á þeirra aldri, enda þótt þeir sjái þá kannski ekki alveg eins vel. Gáskafullt tal þeirra fyllir stof- una, er hurðin lokast að baki okkur á leiðinni út. Við erum hijóðir, þegar við göngum niður stigann, Hvor með sinar hugrenningar, sem þó er ckki vist aö við gerum okkur grein fyrir. Iíitt cr vist. Hér höf- um við orðið vitni að þvi, að á þeim árstima cr skammdegis- rökkrið færist yfir jarðarhlutann okkar, höfum við kynnzt þeirri birtu hugans, sem ckkert myrkur gctur haft áhrif á. Það er glatt á hjalia I söngtimunum hjá honum Daniel. Ailir syngja fuilum hálsi. Agústa situr milli skólasystra sinna við borðið hjá pianóinu. Halla fylgist með körlunum sinum, þeim Skúla og Sverri. Okkar þilplötugeymsla er upphituö Þilplötur eru auðvitað meðal alls þess byggingarefnis sem við bjóðum. En ! við geymum plöturnar í fullupphituðu hús- næði. Það meta þeir fagmenn mikils, sem úr þeim vinna. BYGGINGAVÖRUVERZLUN WKÓPAVOGS NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.