Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 5 Bað í flóðhestinum (Ekki flóðhestur í baði) Gegnum hlöðudyrnar streyma dýrin út eins og á örk Nóa. Flóðhestur- inn silalegi, bústna kaninan, feiti asninn og kindin með svartan haus og hvita gæru. En dýra- safnið er tilbúið og dýrin eiga sér ýmsa ákvörðunarstaði. Kindumar fara til St. Moritz sem stólar fyrir rika slæpingjann, Gunter Sachs, Baron Rothschild gætir i Paris söngfugls úr blýi, Comtessa de No- ailles hefur blý- asna i skrifstofu hallar sinnar, sem Madame Pompadour bjó áður i, tveir bronsaðir strútar voru keyptir af rikinu og standa i Elysée höllinni, þar sem franski for- setinn situr. Þessi glæsi- legu hýbýli dýranna byggjast að sjálfsögðu ekki á ást eigendanna á dýrum, heldur á lævisu hugmyndaflugi skapara þeirra Francois Xavier Lalanne. Auðkýfingar hvaðanæva að sækjast eftir sköpunarverkúm hans og konu hans Claude til skreytingar og afnota eins og myndirpar sýna. Málm- brjóstkassi mannsins er bar, og þegar gin flóðhestsins er opnað birtast tveir vatns- kranar i stað ógurlegra tanna, i kvið hans er svo þægileg koparlaug. — Afrennslið, segir Lalanne — er i vinstra framfætinum. Listvinir og stuðningsmenn ganga svo langt að banna hjónunum að hefja fjöldaframleiðslu til að geta selt eft- irmyndir en á ódýrari hátt. En Lalennefjölskyldan hefur ekki alltaf baðað i rósum. Árum saman var hann vörður i Louvre safninu i Paris og þá smiðuðu þau hjónin i sameiningu leikmuni i aukavinnu. Þannig hófst lika listaferill þeirra, þegar þau voru beðin ,um að smiða tvo hesta i likamsstærð. fyrir leik- mynd i ballett. Hug- myndin um slikar dýra- myndir var fyrir hendi á horfnum menningar- skeiðum, einkum i Suður-Ameriku. Annálar greina frá „garði sólarinnar” i Peru, þar sem náttúran i allri sinni dýrð var endurspegluð i skiru gulli. Smiði stærri dýranna tekur Lalanne upp undir ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.