Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. Sunnudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 21 — kvað Stephan G. um Inggjald í Hergilsey. Eitthvað líkt mætti segja um þann, sem hér er rætt við sólarhringnum eru. Þetta var að visu erfitt fyrstu vikurnar, on það lagaðist fljótt, og þessi reynsla kom mér vel siðar, þvi að f hjá- setunni lærði ég að ná valdi á þvi að sofna og vakna hvenær sem ég vildi og þurfti. Nátthaginn var talsverðan spöl frá bænum, og þegar ég hýsti ærnar þar, kom það iðulega fyrir, þegar gott var veður, að ég fór ekki heim, heldur lagðist til hvlldar rétt hjá nátt- haganum og breiddi jakkann minn ofan á mig. Ég þurfti ekki að óttast að ég svæfi yfir mig, ærnar „minar” blessaðar, sáu um það. Þegar þær var farið að langa út, fóru þær að ókyrrast, jafnvel að jarma, og þá var ég fljótur að vakna. — Þaö hefur vlst verið nóg að borða á Jökuldalnum, þá eins og bæði áður og siðan, svo vistiri hef- ur verið góð, þótt erfiði væri nokkurt? — Sjálfsagt hefur viðurgerning ur verið eitthvað misjafn, eins og i öðrum sveitum á þeim tima, en hvað mig snerti, var óþarft að kvarta. Ég var svinalinn eins og grls. Það var aldrei neitt ofgott handa smalanum, og svo mun víðar hafa verið. Steinunn á Eirlksstöðum var mér svo góð og nærgætin, að engu var likara en að hún væri móðir min. Að visu vissi hún, að ég var móðurlaus, mamma min dó, þegar ég var niu ára gamall, en mér er nær að halda, að Steinunn hefði verið mér jafngóð, þótt svo hefði ekki verið ástatt. Góðleikinn var eðli •hennar. Stundum komu gestir i Eiriks- staði, einkum austan úr Fljótsdal á sumrin. Þegar svo bar við, langaði Steinunni til þess að hafa eitthvað nýtt á borðum, og þá samdist svo með okkur, að ég færi upp i Þverárvatn með netstubb og veiddi nokkra silunga á meðan æmar bældu sig i nátthaganum. Ég hafði gaman af þessu, og það gerði mér ekki svo mikið til, þótt ég missti af „nátthagablundin- um” þá nóttina, ég bætti mér það upp næsta sólarhringinn. Samstarf manns og hunds — Voru kviaær ekki sæmilega spakar á Eiriksstöðum, þvi að landgott hlýtur að vera þar eins og annars staðar á Jökuldal? — Þetta var heilmikil yfirferð. Ég átti auðvitað að halda þeim vel til haga, til þess að þær mjólk- uðu sem bezt, en það kom mér ekki á óvart, þvi að ég hafði verið smali áður en ég kom I Eiriks- staöi. Samt lærði ég heilmikið i hjásetunni á Eiriksstöðum, þvi að fá verk eru svo, að menn nái ekki á þeim betri og betri tökum, eftir þvi sem þeir vinna þau lengur. Ég- varð að beita þeim i flóana fyrir ofan brúnir, að minnsta kosti ein- hverja stund á hverjum degi, til þess að þær fengju sem fjöl- breyttast viðurværi, en þar er vit- anlega allt annað gróðurfar i hlið- um fjallsins, hvað þá niðri i daln- um. Votlendisgróður flóanna var nauðsynlegur I og með. En þóttþetta væri talsvert stórt svæði, sem ég fór um með ærnar dag hvern, var erfiðið ekki ýkja- mikið fyrir mig. Ég þurfti ekki annað að gera en að lötra á eftir hópnum, hundurinn sá um hitt. Þá átti hver smali og hver fjár- maður sinn hund, þá voru húndar i stöðugri notkun og þjálfun allan ársins hring, vetur, sumar, vor og haust. Þá var varla sá klaufi til, að hann kynni ekki að venja hund, og þá urðu flestir, — eða að minnsta kosti mjög margir — hundar þannig, að hægt var að tala við þá eins og menn. Þeir gerðu það sem þeim var sagt, en hvorki meira né minna. Ég átti afbragðshund, þegar ég var á Ei- riksstöðum, en þó átti ég eftir að eignast annan, ennþá betri, löngu seinna. Depill Ég átti þá heima á Eiðum, og einu sinni sem oftar var ég stadd- ur niðri á Seyðisfirði. Þá var þar á dögum kvenmaður einn, sem sumir strákar kölluðu Kúa-Siggu, af þvi að hún hét Sigríður og gætti kúa allra bæjarbúa, sem voru látnar ganga ieinum hóp á sumr- in utan bæjar, og voru vitanlega reknar i haga og úr kvölds og morgna. Nú hafði svo til borið, að á fjör- ur Sigriðar hafði rekið hvolp, hálf-útlendan, að sagt var, grið- arlega stóran og föngulegan. Hann var alhvi'tur, að öðru leyti en þvi, að aftan á öðru eyra hans var dökkgrár blettur. Og sem ég er nú þarna staddur niðri á Seyðisfirði og ætlaði að fara að halda heim á leið, sagði Sigriður við mig: Blessaður taktu þennan hvolp með þér upp á Hérað, ég ræð ekkert við hann fyrir fjöri og ærslum. Jú, ég var svo sem ekkert á móti þvi mér leizt vel á hann og fannst hann fallegur. Hann var vingjarnlegur og strax fús á að fylgja mér. Ég hef sjald- an verið jafnheppinn hvað hús- dýraeign snertir. Annan eins hund hef ég hvorki átt né þekkt, — fyrr eða siðar. Mér var leikur einn að smala með honum land- svæði, sem venjulega var ætlað þrem mönnum eða fleiri. Ég þurfti ekki annað en að ganga út með ánni, Depill (en svo kaliaði ég hund minn), smalaði aleinn upp á brún og meira að segja einnig ofan brúna. Hann kom svo fram á brúnina annað slagið til þess að vita, hvað hann ætti að gera næst. Samstarf okkar var eins og á milli tveggja samval- inna manna, og ekki skorti hann þrekið. — í minum augum hafði hann aðeins einn galla, og væri þó nær að kalla það breyskleika. Hann hafði svo gaman af þvi að striöa fullorðnum hrútum, að ef þeir urðu á vegi hans, — til dæmis þegar hann var sendur fyrir þá — gat hann ekki stillt sig um að taka neðan I hálsinn á þeim, skella þeim á hrygginn og.skemmta sér yfir óförum þeirra. Þegar svo hrútarnir sprikluðu og börðust um, sjálfsagt bæði hræddir og reiðir, dansaði Depill i kringum þá og réð sér ekki fyrir fögnuði. Það var engu likara en hann væri skellihlæjandi. Hann gat unað sér svo lengi við þennan leik, að hann gleymdi þeim<verkum, sem hann hafði ætlað að vinna, —en þetta lék hann aldrei við neinar aðrar kindur en hrúta. Ég bað hann margoftaðhætta þessu og refsaði honum jafnvel talsvert strang- lega, en allt kom fyrir ekki, það reyndist ógerningur að venja hann af þessum óvana. Ég átti hann þangað til ég fór til Reykjavikur. Þá skildi ég hann eftir I góðum höndum, á bænum þar sem konuefnið mitt átti heima, þvi að ég ætlaði að koma heim að vori. En Depill neytti hvorki svefns né matar, hljóp eirðarlaus um allar jarðir, jafnvel upp um fjöll og firnindi, leitandi og gólandi, öllum til armæðu, og sjálfum sér þó mest. Það var ekki um annað að ræða en að farga honum, — enda átti það ekki fyrir eiganda hans að liggja að slita skóm sjnym á bernskustöðvunum á Austur- landi. Ekki var Depill með öllu Jökulsá á Dal — hamrammt forað I ægilegu gljúfri. Þeir, sem kynnu að vilja vita, hvernig barn, sem elst upp á bökkum Jöklu, fer aö þvi að verða vinur hennar, ættu að lesa ritgerö Bjarna heitins Benediktssonar frá Hofteigi, Drengurinn og fljótið. Magnús Stefánsson. EINN AF GÖRPUM gamla timans, einn þeirra, sem hafa unnið hörðum höndum langa ævi og lagt sitt af mörkum til upp- byggingar okkar fámenna þjóð- félags,einn þeirra, sem hafa gert frumstætt bændasamfélag að nú- tima þjóðfélagi, — þaö er einn þeirra, sem ræðir við lesendur Timans i dag. Hann heitir Magnús Stefánsson, og ýmsir munu kannast viö hann sem Iþróttamann og siðar dyravörð i Stjómarráði Islands. En um þá hluti verður fátt rætt hér. Hafi einhver ráðherra einhvern tima hvislað leyndarmáli i eyra Magnúsar, þá fara aö minnsta kosti ekki af þvi neinar sögur. Magnús Stefánsson er ekki sú manngerð, sem bregzt trausti annarra. Hann er af öðrum toga spunninn. Þungbær veikindi á bernskuárum Magnús er nú rétt tæplega hálf niræður, en svo hress og kvikleg- ur á fæti, að hann gæti auðveld- lega verið svo sem tiu-tólf árum yngri. En kirkjubókin situr við sinn keip, og þar sem Magnús er þrátt fyrir allt kominn þetta til aldurs, þykir viðeigandi að byrja spumingarnar á þessa leið: — Hvað er þér minnisstæðast frá æsku þinni, Magnús? — Eitt meö þvi fyrsta sem ég man, og jafnframt þaö sem mér er fastast i minni, eru alvarleg veikindi, sem yfir mig komu i bernsku. Ég var þá 5 ára gam- all, sjálfsagt óþægðarpjakkur, eins og flestir strákar eru á þvi skeiði, og svo mikið er að minnsta kosti vist, að ég reif i rælni ofan af Hofteigur á Jökuldal, kirkjustaður og stórbýli að fornu og nýju. Og hefur á siöustu áratugum tengzt is- ienzkri bókmenntasögu með eftirminnilegum hætti. Ljósm. Páll Jónsson. Timamynd Róbert. áblástri, sem ég var með á ann- arri vörinni. En ég hef vist ekki veriðsérlegahreinn á fingrunum, einhverjar miðurhollar bakteriur hafa komizt I sárið, og þetta til- tæki var nærri búið að drepa mig. Ég vaknaði klukkan fjögur nótt- ina eftir við það að mér fannst ég vera að kafna, enda var það vist ekki fjarri lagi. Ég átti heima i Fremra-Seli i Hróarstungu, þeg- ar þetta gerðist. Þá var aðeins einn læknir á öllu Fljótsdals- héraði og ekki eins auðvelt að koma fólki undir læknishendur og nú, jafnvel þótt fársjúkt væri. Pabbi reið I flýti á stað til næsta bæjar, þar sem hann ætlaði að fá lánaðan annan hest til læknis- vitjunar, en þá vildi svo heppilega til, að læknirinn var einmitt staddur þar. Hafði hann verið sóttur þangað daginn áður, og svaf nú þar, þegar föður minn bar að garði. Llklega hefur þetta orð- ið mér til lifs. Þegar læknirinn var nú til min kominn, byrjaði hann á þvi að taka glerlegginn neðan úr túttu systur minnar, sem var yhgri en ég og troða honum niður i kok mér, og i gegnum hann púaði ég um hrið, þar til bólgan rénaði. En af mér er það annars að segja, að ég fékk sár um allt höfuðið, og einhver angi af óþverranum komst i augun, þvi að ég varð nærri blindur næstu þrjú árin, og lá lengstum rúmfastur til átta ára aldurs. Mér er I minni einn morgunn að vorlagi á þessum sjóndepruárum minum. Ég þótt- ist sjá, að oliutýra væri rétt fyrir framan mig, þar sem ég lá, en þær voru algeng ljósfæri á þeirri tið. Mér þótti þetta undarlegt, þvi ég vissi, að nú var komið vor. En þetta reyndist þá vera sjálf sólin, sem skein beint inn á ennið á mér. Ingólfur Gislason á Vopnafirði læknaði mig Svo smá-batnaði mér, hægt og hægt, og þegar ég var þrettán ára, var ég orðinn læs. A þorran- um þann vetur byrjaði ég að læra kverið — i fjósinu hjá Gróu á Rangá. En ég var ekki laus allra mála, þótt verstu veikindin væru afstaðin. Ég var alltaf með sár (kýli) á öðru kjálkabaröinu, rétt neöan við eyrað. Ég sýndi þetta þeim fáu læknum sem á vegi min- um urðu á Fljótsdalshéraði, en fékk aldrei annað en einhver smyrsl, sem ekki dugðu neitt. Þegar ég var orðinn sautján ára, réði ég mig sem smala til Einars bónda á Eiriksstöðum á Jökuldal. En ég setti það upp að þurfa ekki að koma i vistina, fyrr en hálfum mánuði eftir kross- messu. Þetta geröiég vegna þess, að ég vissi, að nú var kominn nýr læknir til Vopnafjarðar, Ingólfur Gislason að nafni, og þótt ég þekkti hann ekki neitt, vildi ég samt sýna honum mein mitt, þvi að mér þótti flest til vinnandi að losna við það. Ég fór svo út i Vopnafjörð og náði fundi Ingólfs. Ingólfur sá strax hvað að var: það var komin skemmd i beinið. Hann hreinsaði og skóf, skóf og hreinsaði, allt hvað af tók, og brenndi með vitissteini. Það var hábölvuð liðan, á meðan á að- gerðinni stóð, en hún dugði. Ég var hjá Ingólfi i tiu daga og fór frá honum albata, eða svo gott sem. Sáriö var að visu ekki fullgróið, en þaö vannst sigur á sjúkdómin- um, og eins og Ingólfur spáði: þetta greri á nokkrum dögum. Steinunn á Eiriks- stöðum var mér eins og bezta móðir — Var þaö ekki heldur erfitt hiutskipti óhörðnuðum ungiingi, sem haföi átt við mikið heilsu- leysi að striöa, að vera vinnu- maður á svo landstórri jörð sem Eiriksstöðum á Jökuldaí? —Ég held mér sé óhætt að segja að vist min á Eiriksstöðum sé bezta timabilið sem ég hafði lifað, eftir að ég fór úr föðurhúsum. Ég var smali, og átti að passa ærnar allan sólarhringinn, að þvi undanskildu þó, að ég mátti hafa þær i nátthaga i þrjá klukkutima af þeim tuttugu og fjórum, sem i Því sál hans var stælt í ættlandi hörðu, sem af því eðli, sem er dekrar við fátt...” Vopnafjöröur i vetrarbúningi. Hér fékk viðmæiandi okkar lækningu fyrir náö Ingólfs Gisiasonar, svo sem fram kemur i greininni sneyddur varðhundseðli. Ef ég lagðist til hvildar úti undir beru lofti, sem ég gerði oft, settist hann við fætur mina eða lá þar. En bæri svo til að maður eða skepna kæmi i nánd, reis hann upp, urr- andiog ófrýnn mjög, óg hárin risu aftur eftir öllum hrygg. Þá var hann ekki árennilegur, og menn tóku gjarna það ráð að kalla til min til þess að vekja athygli á sér, þvi að þeim leizt ekki á að nálgast Depil, þegar hann var i þessum ham. Lestaferð til Vopna- fjarðar — Voru ekki lestaferðir tiðkað- ar á Jökuldal á þeim árum, sem þú varst þar vinnumaður? — Aðallega voru farnar tvær lestaferðir á ári, ullarferðin á vorin og svo haustferðin. Fyrsta kaupstaðarferðin, sem ég fór um dagana, var þegar ég fór með ull- ina frá Eiriksstöðum út á Vopna- fjörð, eða Kolbeinstanga, eins og kaupstaðurinn þar er jafnan nefndur, eftir tanganum sem hann stendur á. Við fórum Tungu- heiði, með Fellahlið endilegri, og er það góður vegur og skemmti- leg leið, eins og þeir vita, sem til þekkja þótt litt tjái að lýsa þvi landi fyrir þeim, sem aldrei hefur þar komið. Á einum hestinum voru koffort. I þau átti ég að láta allan þann varning, sem ekki mátti hrekjast, eins og jafnan er sagt á Austurlandi um það sem blotnaði i meðförum. Og utan um alla matvörupokana hafðiég þæfða poka úr ullarhraki til þess að verja þá bleytu. Við vorum tveir i ferðinni, bóndi af næsta bæ og ég. Eina vandamál mitt var að láta upp koffortin, þvi að ég náði illa utan um þau, en þar gat bóndi litt hjálpað upp á sakirnar, þvi að hann var smár vexti, og var jafn- vel enn verr á vegi staddur en ég. En þetta fór allt vel á endanum. En það var ekki nóg með að ég væri látinn hafa koffort undir þann varning, sem ekki mátti hrekjast. t hvoru kofforti voru skjóður úr eltiskinni, og átti ég að láta sina vörutegundina i hverja skjóðu, kaffi I eina,sykur i aðra smákökur eða brauð i hina þriðju og svo framvegis. Þetta segir nokkuð um þá hirðu og reglusemi, sem einkenndi hið góða heimili á Eiriksstöðum. — Manstu, hversu lengi þið vor- uð á milli Eiriksstaða og Vopna- fjarðar? —Mig minnir þetta vera talinn tuttugu og þriggja klukkutima lestagangur. Við gistum hvergi á leiðinni en við áðum lengi I hvert skipti og hvíldum vel, sérstaklega á heimleiðinni þvi að þá var þyngra áhestunum. Ég hef sjaldan séð ljótari sjón — En svo við gleymum ekki aiveg einum þættinum i lifi þinu, Magnús: Er það ekki rétt, að þú hafir um langt skeið verið iþróttamaður? — Mitt iþróttalif byrjaði með áflogum. Mér þótti ákaflega gaman að fljúgastá, þegar ég var strákur, og undi mér þá bezt, þegar verulegt lif var i tuskunum. Þegar ég var á Eiriksstöðum var Gunnlaugur á Eiriksstöðum, siðar læknir, I skóla. Hann kom heim til foreldra sinna um vorið, eins og lög gera ráð fyrir, og hafði þá meðferðis bók, sem að visu var á dönsku, en gæti heitið á Islenzku Aðferð min. Þarna var lýst hinum margvislegustu iþróttum og likamsrækt. Hann lánaði mér þessa bók, skýrði út fyrir mér myndirnar i henni og leyfði mér að hafa hana um sumarið, gegn þvi að ég skilaði henni óskemmdri til hans, þegar hann færi aftur i skólann um haustið. Ég gleymi aldrei þeirri stund, þegar ég ætlaði i fyrsta skipti að busla i vatni. Það var sólheitur sumardagur, og tjörnin sem lá fyrir fótum mér var silfurtær. Þegar ég hefði klætt mig úr öllum fötunum og stóð á tjarnar- bakkanum, komstég ekki hjá þvi að sjá mynd mina á vatnsfletin- um. Ég hef sjaldan á ævi minni séðljótari sjón. Brjóstið var inn- fallið, útlimir kræklulegir, og fæt- urnir svo bognir inn, að varla mun hafa verið minna en átta þumlungar á milli hælanna, þeg- ar hnén námu saman. Ég sá ekki betur en að allur likami minn væri aflagaður og öðru visi en vera átti, þegar ég bar hann saman við myndirnar i bókinni og það fólk, sem ég hafði fyrir aug- um dagsdaglega. — Þú hefur samt ekki misst kjarkinn, heldur tekið tii óspiiitra málanna við æfingarnar? — Nei, ég missti ekki kjarkinn. Ég stundaði æfingar reglulega og hef gripið til þeirra fram undir þennan dag. Ég er nú orðinn átta- tiu og fjögurra ára, og alltaf þeg- ar mér finnst ég vera að fá gigt, eða önnur ódöngun að hlaupa i skrokkinn á mér, þá grip ég til gömlu og góðu æfinganna minna, og þá verður ekki meira úr gigt- inni i það skiptið. „Þetta er þó ekki strákhelvitið sem............” — Þú varst lengi mikill knatt- spyrnumaður? — Ég var alltaf að sparka og sprikla i fótbolta, ekki vantaði það. En einu sinni varð ég fyrir óþægilegu óhappi. Við vorum i knattspyrnu austur á Egilsstöð- um, tveir menn komu að mér sinn frá hvorri hlið, báðir ætluðu að sparka i boltann, en hvorugur hitti hann, heldur komu bæði spörkin i aðra löppina á mér með þeim afleiðingum, að hún brotn- aði illa. Héraðslæknir var auðvit- að tii kvaddur, og þegar hann sá hvers kyns var, kallaði hann Ingólf Gislason á Vopnafirði til aðstoðar sér. Ingólfur kom, skoðaði fót minn og tók á honum, nokkuö svo hranalega, að þvi er mér fannst, að minnsta kosti var sársaukinn herfilegur. Og áður en ég vissi af, hafði skroppiö út úr mér: Ætlarðu nú að ljúka við að drepa mig? Ingólfur leit á mig, hvasst og rannsakandi, en þó engan veginn óvingjarnlega og sagði: Þetta er þó ekki strák- helvítið, sem var næstum búinn að drepa fyrir mér kerlinguna, hérna um árið? En sú var saga til þessa, að þegar Ingólfur gerði að höfuðsári minu nokkrum árum áöur, hafði hann ætlaö að svæfa mig, og hafði konu sér til aðstoðar við það. Þegar ég var alveg að sofna, kom það fyrir mig, sem stundum átti sér vist sér stað hér fyrrum, á meðan svæfíngatækm var ófulikomnari en hún er núna: Ég fékk einhvers konar æði i svefnrofanum, barði frá mér og hitti beint i konuna, þar sem hún hélt á svæfingarmaskanum yfir andliti mér, svo að hún hrökk út i horn á herberginu, og varð ekki meira af svæfingu. — Og hér hittumst við nú aftur, Ingólfur Gislason og ég, og ekki brugðust mér handtökin hans fremur en fyrri daginn, þótt báðir létum við sitt af hverju fjúka. Fótur minn greri, og ég hélt áfram að stundá iþróttir. Stærsti vinahópur minn eru bækur — Það hafa vist ekki verið mörg tækifæri til tnenntunar á uppvaxtarárum þinum, og allra sizt fyrir unglinga, sem þurftu að fara að vinna fyrir sér strax og þeir gátu? —• Nei, það er alveg rétt, tækifærin voru ekki mörg, og allra sizt fyrir þá, sem efnalitlir voru. Ég fór þó á búnaðarskólann á Eiðum, og var þar i tvö ár. Löngu seina ætlaði ég að halda áfram námi, og settist i Sam- vinnuskólann, en þá kom sú kerl- ing til sögunnar, sem ekki lét að sér hæða: fátæktin. Ég varð að hætta sökum peningaleysis og lagði ekki út á neina námsbraut eftir það. Hitt er annaö mál, og ég hef reynt eftir föngum að bæta mér þetta upp með lestri. Ég hef alla mina ævi verið bókaormur, og bæði viljaö lesa bækur og eiga þær. — Ég er nú orðinn svo gamall, að flestir kunningjar minir frá fornu fari eru farnir á undan mér yfir landamærin. Eiginlega eru bækurnar einu vin- irnir sem ég á eftir, hérna megin grafarninnar — eða þær eru að minnsta kosti langsamlega stærsti vinahópurinn. Ætt og uppruni — Eins og þú veizt, Magnús, eru tsiendingar óskaplega for- vitnir hver um annan. Viltu ekki svala forvitni lesenda okkar með þvi aðsegja þeim eitthvað um ætt þína? — Það er svo sem ekki nema sjálfsagt, ef einhver hefur gaman af þvi að lesa slikt. Ég er upp runninn á Austurlandi, eins og komið hefur fram hér á undan, en ættirnar liggja þó viðar, eins og hjá flestum. Séra Jón i Vallanesi átti tvo syni, Jón og Eirik, Þeir kvæntust sinni systurinni hvor, dætrum Eiriks Hallssonar á Steinsvaði. Þar með náöu saman tvær stærstu ættir á Austurlandi, Njarðvikurætt og svokölluð Vallanesætt. Jón þessi Jónsson bjó lengi i Bót, og var hrepps- stjóri. Dóttir hans giftist Sigurði Benediktssyni frá Rangá, Dóttir þeirra hjóna var Oddný amma min, móðir mömmu minnar. Föðurætt min er úr Eyjafiröi, þegar fram i kemur. Maður er nefndur Arni, og var kallaður Eyjafjarðarskáid. Sonur hans, Jóhannes að nafni, fluttist austur á Hérað og kvæntist þar Krist- björgu nokkurri Jónsdóttur af Eyjaselsætt. Eitt af börnum þeirra var Magnús afi minn og nafni, faðir föður mins. Magnús var lengi i Fögruhlið, en fluttistsvo norður i Böðvarsdal i Vopnafirði. Þá bjó i Böðvarsdal Rafn nokkur frá Hrærekslæk i Tungu. Magnús afi minn trúlof- aðist nú dóttur bónda, og þau eignuðust eitt barn saman. Heldur varð þó stutt i þeim hjú- Framhald á bls. 36 Sænautasel i Jökuldalsheiði. Landgæði eru frábær þar um slóðir, enda var smalanum á Eiríksstöðum uppálagt að halda kviaánum i flóunum ofan brúna, að minnsta kosti stund úr degi, svo að þær mættu fylla sig á safaríku kjarngresi Heiðarinnar. Ljósm. Páll Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.